Vikan - 11.03.1993, Page 20
TEXTI ÞORDIS BACHMANN
í fyrstu virðist hér um sveitasælu að ræöa en barnið, sem teiknaöi myndina, lýsir henni svona: „Ég kemst stundum yfir brúna en hann
kemur alltaf og sækir mig. Mín megin í dalnum nær sólin aldrei aö skína.“
KYNFERDISLEG
- HVERNIG VERNDARÐU BARNIÐ ÞITT?
FYRIR LÖNGU
Einhverntíma fyrir löngu
horföi ég á sólina koma
upp fyrir brekkubrúnina
og velta út himininn.
Alltafá hverjum morgni
birti og hlýnaöi og ég horföi
á brekkuna grænka og túniö
og ég hljóp og elti kisu
niöur litla hóiinn.
Sæl og örugg milli blómanna
horföi ég á lömbin fæöast og leika sér.
Ef þau villtust frá mömmu sinni
fór ég aö gráta.
Þegarpabbi meiddi mig
hætti sólin aö koma upp.
Sara
Flestum foreldrum finnast kynferðisglæpir
gegn börnum of mikil fólskuverk til aö
hægt sé að hugleiöa þá. Vegna þess að
fólk getur ekki horfst í augu við raunveru-
leikann gerir það lítiö í því að kynna sér málin
og enn minna til að vernda börnin sín. Án
þess að gera sér grein fyrir því stendur fólk i
vegi fyrir lausn vandans með þessari afneitun.
I Reykjavík einni leituðu 250 manns til
Stígamóta árið 1990. 306 leituðu þangað árið
1991 en raunveruleg mál eru talin miklu fleiri.
416 ofbeldismenn, flestir á aldrinum 21 til 30
ára, höfðu misnotað þá 306 einstaklinga sem
leituðu hjálpar árið 1991.
11,5 prósent voru feður barnanna, 8
prósent voru stjúpfeður, 22 prósent afar,
bræður eða frændur, 14,5 prósent vinir og
kunningjar fjölskyldunnar. 18,5 prósent lentu í
flokknum „aörir vel kunnugir fjölskyldunni",
það er að segja nágrannar, kennarar, eöa
prestar en einungis 17 prósent
ofbeldismannanna voru ókunnugir.
59 prósent barna, sem beitt eru
kynferöislegu ofbeldi innan fjölskyldu, eru tólf
ára eða yngri, 37 prósent sex ára eða yngri.
Veröi barn frá heilbrigðri fjölskyldu fyrir
kynferðislegri áreitni í eitt skipti, en fái hjálp
eftir á og einhvern til aö stöðva áreitnina, er
þaö vitanlega áfall. Þaö verður fyrst að
ævilöngu vandamáli ef ekki er hægt aö tala
um það og ef það er ekki stöðvað og ábyrgðin
færð yfir á þann fullorðna sem rauf
bannhelgina.
Sifjaspell eða kynferðisleg misnotkun á
börnum hefur þær alvarlegu afleiðingar sem
raun ber vitni vegna þess að oftast er brotið á
tilfinningasveltum börnum, börnum frá
fjölskyldum sem sjá illa um börnin sín fyrir,
fjölskyldum þar sem börnin hafa verið
misnotuö tilfinningalega vegna þess að
foreldrarnir eru óþroskaðir eða voru sjálfir
misnotaðir sem börn.
Fatlaöar og vangefnar konur eru
augljóslega í mjög veikri stöðu og ótrúlegur
fjöldi kvenna á stofnunum hefur verið
misnotaður, ýmist af vistmönnum eða
starfsmönnum. Erlendar kannanir sýna að frá
96 prósent til 99 prósent ofbeldismannanna
eru karlar. Þær fáu konur sem hafa veriö
dæmdar fyrir kynferðislega misnotkun á
börnum hafa í engu tilfellanna átt frumkvæði
að brotinu eða staðið einar að því.
Tölfræðilegar upplýsingar um misnotkun á
drengjum eru óljósari en á íslandi eru drengir
21 prósent meintra þolenda en stúlkur 79
prósent. Drengjum er kennt að „harka af sér“
og síðar á ævinni kjósa þeir því fremur að
20 VIKAN 5.TBL. 1993