Vikan


Vikan - 11.03.1993, Síða 21

Vikan - 11.03.1993, Síða 21
Telpan, sem teiknaöi myndina, var spurö hvaö hún vildi láta gera viö ofbeldismanninn. í stuttu máli vill hún láta reka hann rýtingi, hengja hann, skera úr honum hjartaö með skeiö (svo þaö taki sem lengstan tíma) og jaröa hann. bera harm sinn í hljóöi en aö segja frá. Þaö er brot á karlmennskuímyndinni aö viðurkenna aö hafa verið misnotaður kynferöislega. Algengt er aö misgjörðamenn sæki á drengi sem þarfnast athygli fullorðins' manns. Misgjöröamaðurinn byrjar gjarnan á því að vingast viö drenginn, gefur honum gjafir eða peninga og þegar sambandiö veröur kynferðislegt er drengurinn oröinn svo flæktur í þaö aö hann heldur því leyndu, ýmist af trygglyndi, vegna þess aö hann veit hvorki upp né niöur eöa hann óttast aö hann sé eöa veröi hommi. Slíkir misgjörðamenn eru sjaldnast samkynhneigöir; oft eru þeir kvæntir menn sem eiga sjálfir börn. Ekkert bendir heldur til þess að þessi tegund misnotkunar valdi samkynhneigö. Ein af ástæðunum fyrir því aö svo margir geta haldiö misnotkuninni áfram án þess aö upp komist er þetta skref- fyrir-skref ferli sem er mynstur í flestum langvarandi málum, þar á meðal sifjaspellum. Misnotkunin nær oft yfir margra ára tímabil og eykst meö tímanum og eftir því sem barniö þroskast. „Ég neita aö trúa því aö kynferðisleg misnotkun sé svona algeng,“ voru viöbrögö einnar móöur. Vönduö dönsk könnun leiddi í Ijós aö tæp fjögur prósent allra telpna væru misnotaöar kynferöislega. Það þýðir aö í skóla meö 400 nemendum eru átta telpur misnotaðar heima fyrir hér og nú. Átta eyðilögð líf og áhættuhópurinn enn stærri. ■ 59 prósent barna, sem beitt eru kynferðislegu ofbeldi innan fjölskyldu, eru tólf ára eða yngri, 37 prósent sex ára eða yngri. ■ Það verður fyrst að ævilöngu vandamáli ef ekki er hægt að tala um það og ef það er ekki stöðvað og ábyrgðin færð yfir á þann fulloröna sem rauf bannhelgina. Margar þessara telpna eiga eftir að ganga í gegnum þunglyndi, sjálfsmoröstilraunir, verða ofdrykkjukonur og háöar lyfjum. Telpa, sem hefur verið misnotuö í bernsku, ræöur ekki viö þær kröfur sem fylgja því aö standa á eigin fótum. Vandinn eykst meö aldrinum og auknum kröfum. HVERNIG GERIST ÞAO? Kynferöisleg misnotkun á börnum hefur átt sér staö í gegnum alla mannkynssöguna og í mörgum menningarsamfélögum. Það var þó ekki fyrr en snemma á áttunda áratugnum, þegar fulloröin fórnarlömb nauðgana fóru aö tala um bernsku sína, aö almenningsvitundin opnaði augun fyrir sifjaspellum. Til skamms tíma (og hugsanlega enn) var tekið fram í kennslubók fyrir veröandi geðlækna að „sifja- spell væru ekki til nema í hugarheimi kvenna“. Káf, þukl, óeðlilegir kossar, samfarir og sódómska. Þetta er þaö sem misnotað barn býr viö. Ofbeldismennirnir fróa sér í munn barns, láta barnið fróa sér meö höndum, stinga limnum milli læra barnsins án þess aö fara inn i kynfærin og einnig er um samræði aö ræða. Stundum er beitt valdi en oftar eru börn göbbuö, þeim mútaö og þau lokkuð til þessara athafna yfir nokkurra mánaöa tímabil, stundum jafnvel í mörg ár. Þess er krafist aö 5. TBL. 1993 VIKAN 2 1

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.