Vikan


Vikan - 11.03.1993, Síða 41

Vikan - 11.03.1993, Síða 41
ara á borð við Brendan Fra- ser, Chris O’Donnell, Andr- ew Lowery og IVIatt Damon. Margir vilja líkja þessari mynd við mynd Peters Weir, Dead Poets Society með Robin Williams í aðalhlutverki. LEIKFÖNG Barry Levinson (Bugsy, Rainman, Diner, Good Morn- ing Vietnam) hefur nú leikstýrt nýrri mynd sem heitir Toys eða Leikföng og hefur á að skipa grínleikaranum og skap- Eddie Murphy sem tilvonandi þingmaóur aö sverja hollustu- eiö í Distinguished Gentleman. Robin Williams dýrkar leikföngin i Toys. gerðarleikaranum Robin Williams (Dead Poets Soci- ety, Good Morning Vietnam, The Fisher King). Margir kvik- myndasælkerar bíða eflaust í ofvæni eftir þessari mynd enda ekkert skrýtið þar sem það hefur sýnt sig á undan- förnum árum að Barry Levin- son er firnagóður leikstjóri. Myndin fjallar um leikfanga- framleiðanda sem leikinn er af Robin Williams, fulltíða mann með barnssál. Hann vill fyrir alla muni halda rekstrinum á- fram eftir að faðir hans deyr en frændi hans er á annarri skoðun, vill selja vopnafram- leiðanda leikfangaverksmiðj- una. Á það getur síungi leik- fangaframleiðandinn ekki fall- ist. Robin Williams kemur sterklega til greina fyrir næstu óskarstilnefningu. Barry Lev- inson, leikstjóri myndarinnar, sagði það hafa verið hreina unun að vinna aftur með Robin Williams en þeir unnu einmitt saman að myndinni Good Morning Vietnam árið 1986. HÆSTVIRTUR HERRAMAÐUR Sambíóin munu brátt sýna The Distinguished Gentle- man, nýjustu mynd grínist- ans Eddies Murphy. Hann leikur skálk og svindlara mikinn sem nær því að kom- ast í fulltrúadeildina í Was- hington sem þingmaður fyrir Flórídarfki. I Washington, borg stjórnsýslu og stjórn- mála, virðist sá nýkjörni finna sig og hann tekur hlut- verk sitt alvarlega þegar hann hittir fagra konu sem gerir kröfur. Eddie Murphy er í essinu sfnu í þessari mynd. Með honum leika Joe Don Baker (Living Daylights), Lane Smith og Sheryl Lee Ralph. HÁSKALEIKUR Í FJÖLLUM COLORADO Hinn villti, síðhærði og Ijós- hærði Finni Renny Harlin hefur nú leikstýrt nýrri mynd sem heitir á frummálinu Cliff- hanger og er þetta útilegu- tryllir eins og best gerist. Hver ætli leiki svo í þessum útilegu- hasar nema Sylvester Stall- one sem nú ætlar að taka sig alvarlega eftir að hafa að und- anförnu leikið í gamanmynd- um á borð við Oscar og Stop or My Mom Will Shoot sem gengu að vísu misvel (senni- lega vegna þess að áhorfend- ur og aðdáendur kappans kunna betur við hann sem hasar- og ævintýraleikara). Myndin var tekin í ítölsku ölp- unum og í Cinecetta Studios kvikmyndaverinu í Róm. Sylvester Stallone leikur fjallgöngugarpinn Gabe Walk- er sem lagt hefur fjallgöngu- skóna á hilluna vegna sorg- legs atburðar sem gerðist í fortíðinni. Björgunaraðgerð, sem hann hafði tekið að sér að stjórna, hafði mistekist. Gabe Walker (pælið ( eftir- nafninu) þarf þó að grípa til fjallgöngubúnaðarins vegna þess að fyrrum kærasta hans, Jessica Deighan, er í mikilli hættu. Hryðjuverkamenn hafa Svalur kappi og svöl kona í Cliffhanger. hana í haldi á fjallstindi þar sem flugvél, sem þeir rændu, hefur brotlent. Kappinn þarf því að bretta upp ermarnar og láta til skarar skríða. Það gerir hann líka með stæl. Mörg klifuratriðin og áhættuatriðin eru ótrúlega vel sviðsett og lyginni líkust. Myndin verður sýnd í Stjörnubíói. Auk Stallones leika John Lithgow (Raising Cain, Memphis Belle), Michael Rooker (Sea of Love, Henry: A Portrait of a Serial Killer) og Janine Turn- er en við hana kannast eflaust flestir úr sjónvarpsþáttaröðinni Northern Exposure sem sýnd hefur verið á Stöð 2. HERRA LAUGARDAGSKVÖLD Hver man ekki eftir ærsla- fenginni mynd sem hét City Slickers eða Fjörkálfar? Nú er þríteymið, sem stóð að þeirri mynd, aftur komið á kreik, Billy Crystal, Lowell Klifurkappinn Sylvester Stallone ■ Cliffhanger. henni. Allt er þegar þrennt er eins og máltækið segir. Billy Crystal er þegar búinn að sanna að hann er einn efni- legasti grínleikarinn í Banda- ríkjunum. Hver man ekki eftir honum í Throw Your Moma from the Train og When Harry Met Sally? Nýjasta myndin hans fjallar um skemmtikraftinn Buddy Young jr. sem hóf að skemmta fólki á fimmta áratugnum. Leið hans lá til Hollywood þar sem hann stýrði skemmtiþáttum í sjón- varpi og tróð upp í nafntoguð- ustu næturklúbbum Banda- Ganz og Babaloo Mandel. Nýja myndin þeirra heitir Mr. Saturday Night en Billy Crys- tal gerði handritið að mynd- inni, leikstýrði og leikur f ■$m»x 5. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.