Vikan - 11.03.1993, Síða 45
◄ París;
kaffihús,
Eiffel-
turninn,
Notre
Dame,
Signu-
bakkar-
og ýmis-
legt fleira.
Yfir vetrarmánuðina er
því miður ekki unnt að
fljúga frá íslandi beint
til Parísar. Því er nauðsynlegt
að fara fyrst til Amsterdam,
Kaupmannahafnar eða Lúx-
emborgar til þess að komast
á leiðarenda. Slíkt gerir það
að verkum að fólk þarf að
bíða í lengri eða skemmri
tíma eftir Parísarfluginu og
síðan aftur á leiðinni heim.
Þetta lengir ferðina óhjá-
kvæmilega. Við setjum það
samt ekki fyrir okkur.
HÓTEL
Blaðamaður Vikunnar þurfti
starfs síns vegna að skreppa
yfir helgi til Parísar í vetur. Til-
gangurinn var reyndar að taka
viðtal við ekki ómerkari menn
en leikarana Danny DeVito
og Jack Nicholson. Fundar-
staðurinn var lúxushótelið
Plaza Athenee, eitt af bestu
hótelum Evrópu, en Ijóst var
að blaðamaðurinn hafði ekki
efni á að gista undir sama
þaki og þeir. Hótelið er í róm-
aðri götu, Avenue
Montaigne, þar sem nokkur
þekktustu tískuhús borgar-
innar er að finna. Hann hafði
aftur á móti fengið pata af því
að í nágrenninu væri annað
hótel sem ekki kostaði svo
mikið en byði í raun upp á
svipuð þægindi og þjónustu
og Plaza þeirra efnameiri.
Reyndar er úr vöndu að ráða
þegar hótel eru annars veg-
ar. Ferðalangar þurfa nú einu
sinni að verja þar nóttunni og
því er þeim ekki alveg sama
hvernig híbýlin eru.
Hótelið, sem um ræðir,
heitir California og státar af
fjórum stjörnum. Það er þó
ekki um sama hótelið að
ræða og hljómsveitin Eagles
söng svo skemmtilega um á
sínum tíma. Hótel California í
París hóf starfsemi 1925 og
hefur því hýst margan gest-
inn um dagana. Nýlega var
lokið við gagngerar endur-
bætur sem tekið hafa nokkur
ár. Það var sjálfur hóteleig-
andinn sem hafði umsjón
með því mikla verki auk þess
sem hann er höfundur hönn-
unarinnar sem er sérstaklega
vel af hendi leyst. Engin tvö
hinna 160 herbergja eru ná-
kvæmlega eins. Þar við bæt-
ast þrettán svokallaðar svítur
af ýmsum stærðum og gerð-
um.
Það mátti ennþá finna
nýjabrumslyktina i anddyrinu
þegar tíðindamaður Vikunnar
steig þar inn með pjönkur
sínar. Það verður að viður-
kennast að hann hafði gert
boð á undan sér því að á-
gætur maður hafði lagt inn
gott orð fyrir hann með þeirri
bón jafnframt að honum yrði
sýnt hótelið hátt og lágt með
það fyrir augum að einhverjir
landar hans myndu ef til vill
eiga eftir að búa þarna um
stundarsakir. Hótelið minnti
'
► Lista-
menn á
hverju
strái -
fortíöinn
kölluö
fram á
listrænan
háttá
gang-
stéttum og
torgum.
5.TBL. 1993 VIKAN 45