Vikan


Vikan - 11.03.1993, Síða 58

Vikan - 11.03.1993, Síða 58
rMEXÍKÓ ur veiðimaðurinn að koma til sögu. Hægt er að sigla til ná- lægra eyja, Isla Mujeres (Kvennaeyju), Cozumel og Contoy, og einnig eru í boði frumskógarferðir og siglingar um lónið. Fuglaskoðarar hafa í nógu að snúast þegar siglt er um lónið eða farið til Contoy-eyjar þar sem er verndarsvæði villtra fugla og dýra. Ein vinsælasta strand-íþrótt í heimi er brimbrettasigling. í Cancún eru hagstæðustu skil- yrðin til að stunda þessa fþrótt í Bahía de Mujeres. Mexíkó- meistarakeppnin á brimbrett- um er haldin þar á hverju ári. Vatnskettir geta náð allt að 56 kílómetra hraða á klukku- AFátækir, en stoltir og lífs- glaóir. ▼ Drifhvít- ur sandur viö safír- bláan sæ- inn. Örfínn kalksand- urinn er alltaf jafn- svalur þótt sólin skíni á hann daglangt. stund og ná sífellt meiri vin- sældum. Á hinu víðáttumikla Nichupté-lóni er að finna full- komin skilyrði fyrir sjóskíði. HEILLANDI HITABELTISFISKAR Eftir að hafa kannað yfirborðið er tilvalið að gægjast undir það. Köfun með snorku (önd- unarpípu) er góður gluggi að undursamlegri neðansjávar- veröldinni. Yfir fimm hundruð tegundir af hitabeltisfiskum eiga heim- kynni sín í kóralrifjunum um- hverfis Cancún. Sum þeirra henta vel til köfunar með snorku. Þeir sem reyna þetta heillast af litskrúðugu sköpun- arverkinu í neðri byggðum. Hægt er að fá leigðan búnað til að „snorka“ í mörgum hótel- um og smábátahöfnum. Og þegar maður er einu sinni kominn á bragðið er erfitt að standast freistinguna að kafa almennilega í „fullum skrúða" með súrefniskút og allar græjur. Þannig fæst enn betri yfirsýn yfir þá fjársjóði sem leynast I sjónum. Við létum okkur reyndar nægja að kafa með snorku við eyna Cozumel og það er dásamleg lífsreynsla og ótrú- lega gaman að horfast I augu við aragrúa skrautfiska. Þetta er eins og að synda I gull- fiskabúri, nema hvað fiskarnir eru yfirleitt mun stærri! Það er sannarlega óhætt að mæla með því við hvern sem er að láta svona ævintýri ekki fram hjá sér fara. Allir geta „snork- að“ þótt þeir treysti sér kannski ekki til að kafa með köfunarbúnaði enda krefst það þekkingar og aðgæslu. Rifin við Cancún eru þekkt um allan heim fyrir stórkost- lega liti, fjölskrúðugt dýralíf og frábærlega tæran og hreinan sjó þannig að auðvelt er að sjá langar leiðir neðansjávar. Vegna þess að kóralrifin og sædýralífið við þau eru slíkur þjóðardýrgripur eru þau vernduð með lögum. Sam- kvæmt þeim má ekki raska neinu í sjónum eða taka neitt úr honum. „Takið bara mynd- ir, skiljið bara eftir loftbólur" er haft við orð þar. Atvinnukafar- ar standa fyrir kennslu fyrir byrjendur og þá sem hafa litla reynslu en reyndir kafarar geta farið í ævintýralega köf- un lengra úti í sjó. Þeir sem vilja hafa allt „á þurru“ geta tekið sér far með glerbotna báti og litið undur hafsins augum. Við skulum vinda okkur á land eftir skoðunarferðina neðansjávar. Ekki er skortur á verslunum fyrir þá sem hafa gaman af að kíkja í búðir. Hér er að finna hlið við hlið inn- flutta muni heimsfrægra hönn- uða og vörur framleiddar á staðnum. Líta má litlar tísku- og listmunaverslanir á hverju strái, stór vöruhús, minja- gripasala og nýtísku verslun- armiðstöðvar. SILFURSKART OG LISTMUNIR Mexíkóskir listmunir og skart- gripir eru langvinsælastir meðal ferðamanna. Víða má fá afar fallega gripi sem unnir eru í stíl Maya eða undir áhrif- um frá þeim, mótaðir í leir, stein eða tré. Mexíkósk mynd- list er líka víðfræg og þó að menn séu ekki endilega á þeim buxunum að kaupa mál- verk er ómaksins vert að gefa sér tíma til að skoða þessi lit- skrúðugu og flóknu listaverk. Fáir ná að snúa heim frá Mexíkó án þess að hafa krækt sér í einhverja silfur- muni. Landið er í fararbroddi í heiminum í framleiðslu á silfri og það má sjá í þeim aragrúa verslana sem hafa silfurgripi til sölu. Mexíkósku silfursmið- irnir eru sannkallaðir lista- menn og yfirleitt er verðlagið mun lægra en gengur og ger- ist annars staðar. Hér má líka gera góð kaup í skartgripum úr gulli. Handunnir munir keppa reyndar við skartgripina um hylli ferðamanna. Listiðn í Mexíkó á að baki óslitna hefð allar götur aftur til daga Maya og Azteka og einkum hefur þessi hefð haldist í mynstri og hönnun. Sköpunargáfa hinna fornu indíánaþjóða gengur í endurnýjun lífdaganna í ull, baðmull, silki, glerlist, leirlist og leðri. Meðal handiðna inn- 58VIKAN 5.TBL.1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.