Vikan


Vikan - 11.03.1993, Page 65

Vikan - 11.03.1993, Page 65
OG TANSANÍA tennurnar. Ég var svo heppin að rótin skaddaðist ekki og ég gat beðið með að fara til tann- læknis þar til ég kom heim. í millitíðinni varð ég að láta mér lynda að brosa tannlitlu brosi líkt og hver annar umrenningur. 16.3.-3.4. 1991 TANSANÍA í Tansaníu og Kenýa eru mikilfenglegustu þjóðgarðar sem ég hef séð, sérstaklega f Tansaníu. Sá sem heillaði mig mest var Ngorongorogígurinn sem er tuttugu kílómetra breið- ur og sjö hundruð metrar að dýpt. í honum getur maður fundið sebrahesta, fíla, Ijón, antílópur og svo mætti lengi telja. Við eyddum degi í gígn- um og horfðum á öll þessi dýr þar til okkur var farið að verkja í augun en þarna var hægt að komast óvenju nálægt dýrun- um án þess að þau stykkju á brott ef við stoppuðum bílinn. ► Konung- ur dýranna var hálf sultarleg- ur að sjá, þegar viö rákumst á hann f Ngor- ongoro. ◄ Dauðinn setur sitt mark á daglegt líf í gígnum líkt og annars staðar. T Krakkar eru alltaf tilbúnir aö bregða á leik. 5.TBL. 1993 VIKAN 65

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.