Vikan


Vikan - 11.03.1993, Side 66

Vikan - 11.03.1993, Side 66
TEXTIOG UOSM.: JOHANN GUÐNIREYNISSON Café Ope I r M sérmatseðil E I tónleika Þennan mánuð stendur veitingahúsið Café Opera fyrir tónleikum í minningu Guðmundar Ingólfs- sonar stórtónlistarmanns. Nánast allir sem kunnir eru af flutningi djasstónlistar á íslandi koma við sögu og má þar nefna Karl Möller, Árna Elfar, Friðrik Th., Guðmund Stein- grímsson, Tómas R. Einars- son, Eyþór Gunnarsson, Sig- urð Flosason, Magnús Eiríks- son, Pálma Gunnarsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafns- son, James Olsen, Hilmar Jensson, Matthías Hemstok, Kjartan Valdimarsson, Þórð Högnason, Stefán S. Stefáns- son og söngkonurnar Andreu Gylfadóttur og Lindu Walker. Eins og sjá má af upptalning- unni er um auðugan garð að gresja og þegar slíkir lista- menn koma saman þarf vart að spyrja að leikslokum. Og í tilefni af Operu-djassi hafa að- standendur Café Operu sett saman sérstakan djass-mat- seðil sem ber sterkan keim af stemningunni. Þarna má sjá lambakjötið hennar Bellu símameyjar, Tondeleyo rifja- steik, dans með þér, grillsteik litla tónlistarmannsins, grísa- hnakka Ruby Baby, Pabba minn - sem er grillaður skötu- selur á þessum matseðli - og margt fleira girnilegt. Maturinn er borinn fram í líflegu um- hverfi, á líflegan hátt og meira að segja á líflegum diskum sem láta sér raunar nægja að vera það einungis í útliti. Þetta er skemmtilegt innlegg í æ lit- ríkari tilþrifaflóru veitinga- og skemmtistaða í Reykjavík og víðar vitaskuld. Sælkerales- endum Vikunnar til tóns og tuggu er einarðlega bent á að gefa framtakinu gaum því mat- ur og drykkur ásamt tónlist er í sérflokki. Sérstaklega má hér nefna laumuforréttinn á mat- seðlinum en hann kom skemmtilega á óvart þegar undirritaður sótti Café Operu heim. □ DANNY DeVITO Í EINKAVIÐTAU VID VIKIINA BLADAUK! UM TISKU 66 VIKAN 5. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.