Vikan


Vikan - 19.05.1993, Qupperneq 6

Vikan - 19.05.1993, Qupperneq 6
INGIBJÖRG GU Texti: Hjalti Jón Sveinsson Ljósm.: Max Bradley Föröun: Lína Rut meö MAKE UP FOREVER Hór: Heiður Óskarsdóttir, Hór-Expó meó SEBASTIAN hórsnyrtivörum. Fatnaöur: VALENTINO og MUSTANG fró Fatalínunni. Umsjón: Linda Pétursdóttir módelskrifstofunni WILD ngibjörg Gunnþórsdóttir er fyrsti þátttakandinn í for- síðukeppni Vikunnar og Wild. Hún er 18 ára, úr Hlíða- hverfinu í Reykjavík, grönn og hávaxinn, 183 cm, með dökk- skollitað hár og græn augu. Foreldrar hennar eru Jónína Þorbjörnsdóttir húsmóðir og þroskaþjálfi og Gunnþór Inga- son prestur í Hafnarfirði. Ingibjörg er fædd þann 18. júlí 1974 ocj er því í krabba- merkinu. „Eg held að ég sé töluverður krabbi í mér, ég er tilfinningarík, viðkvæm og fremur feimin. Ég er líka mjög uppstökk," segir hún og hlær. Hún hefur lokið nokkrum önnum við Menntaskólann við Hamrahlíð og er á eðlisfræði- braut en hyggst skipta um skóla áður en langt um líður. Hún kveðst hafa mest gaman af stærðfræði og raungreinum en vera slakari í tungumálum. „Mig langar að fara í nám í raungreinum þegar ég hef lokið stúdentsprófi. Mig hefur alltaf langað til að stunda vís- indastörf og fást við alls konar uppgötvanir." Þegar hún er spurð um á- hugamálin segir hún að mest hafi hún gaman af því að vera samvistum við vini sína og kunningja sem hún eigi

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.