Vikan


Vikan - 19.05.1993, Síða 8

Vikan - 19.05.1993, Síða 8
TEXTI: EINAR ÖRN STEFÁNSSON / UÓSM.: BRAGIÞ. JÓSEFSSON OTAL ÞRÆÐIR LAGÐIR OG SPJALLAÐ VIÐ ÞORARIN ELDJÁRN UM KJAFTAGANG ... Ekkert gerist af tilviijun í leikritinu - þa& sér maður eftir ó ... ... Að lokum veit enginn hver veit hvað ... ... Nóströnd ellefu gekk ekki • •• • •• Ef persóna í leikriti segir „ég ó viö" í staöinn fyrir „ég meina" þó er þýðingin vond ... Það fer ekki hjá því að maður leiði hugann að ýmsum uppákomum í íslenskum stjórnmálum og þjóðlífi að undanförnu þegar horft er á gamanleikinn Kjafta- gang sem Þjóðleikhúsið frum- sýndi um mánaðamótin. Sögusviðið er glæsilegt heim- ili efnilegs ungs manns á Sel- tjarnarnesi, manns sem ráð- herra hefur nýlega skipað í þefta líka fína embætti. Fyrir dyrum stendur mikil veisla en þegar fyrstu gestirnir mæta til leiks á Barðaströnd 115 er greinilegt að þar er ekki allt með felldu... Þar með rúllar af stað æsi- leg og óborganleg atburðarás og margir helstu grínleikarar þjóðarinnar fara á kostum: Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Pálmi Gestsson - og hór eru líka Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Halldóra Björnsdóttir, að ó- gleymdum þeim Randver Þor- lákssyni og Þóreyju Sigþórs- dóttur. Höfundurinn, Neil Simon, lætur verkið gerast í New York, þar sem hann er sjálfur hagvanur, en sýning Þjóðleik- hússins flytur leikinn á okkar heimaslóðir. Þórarinn Eldjárn hefur þýtt verkið og staðfært. „Já, þetta verk hefur verið staðfært hér eins og í Finn- landi,“ segir þýðandinn. „Það þarf bara að breyta umhverf- inu svo að þetta gangi upp en að öðru leyti er kjarninn 'í þessu klassískur farsi, mis- skilningur og í þessu tilfelli lygi sem fer af stað og vefur upp á sig.“ - Við höfum hér farsa eftir bandarískan gyðing, þýddan á íslensku og í finnskri leik- stjórn. Gengur dæmið upp? „Já, ég held það nú!“ - Nú er þetta iátið gerast á Seltjarnarnesi. Verður leikritið vinsælt meðal Seltirninga? „Já, ég held að það skipti í i r II •V í £■ vi tBH 8 VIKAN 10. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.