Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 16

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 16
í upphafi myndarinnar er hann eðlilegur ungur maöur en þráhyggjan nær slíkum tökum á honum að leitin að týndu kærustunni verður hans helsta persónueinkenni. í myndinni The Vanishing, Hvarfinu, er stúlkan Rita (Nancy Travis) eina fót- festan sem aöal- persónan hefur f baráttu sinni gegn geð- biluðum efnafræði- kennara sem vald- ur var aö hvarfinu. kvæmilega mjög athyglisvert að fást við svona verkefni." • - Hvenær hefur þú lent í aðstöðu svipaðri þeirri í myndinni? „Ég hef aldrei lent í neinu í likingu við þetta því þetta er mjög einstök reynsla. Sem leikari fær maður tækifæri til að ímynda sér eigin viðbrögð við alls konar kringumstæð- um. Ég hugsaði um börnin mín í þessu tilfelli, ég ímynd- aði mér hvað gerðist ef eitt- hvert þeirra hyrfi fyrirvara- laust. Ég gæti ekki fundið ró fyrr en ég vissi nákvæmlega hvað hefði komið fyrir. Það er þess konar ótti sem gerir manni mögulegt að skila hlut- verki af þessu tagi á trúverð- ugan hátt. Ef við skoðum hlut- verkið frá tæknilegu hliðinni finnst mér líka alltaf spenn- andi að vinna með persónu sem gengur i gegnum allt lit- róf mannlegrar reynslu. Það eru ákveðin þrep á þeirri leið og það er heillandi að fylgjast með hvernig manni tekst að gera þeim skil, lið fyrir lið.“ - The Vanishing var upp- runalega gerð í hoitenskri út- gáfu (Spoorloos). Hvernig finnst þér nýja útgáfan koma út ísamanburðinum? „Ég hef því miður ekki enn haft tíma til að sjá hollensku myndina. Ég fór að vinna að myndinni sem ég leikstýri um leið og tökum á þessari lauk og síðan fór ég beint í að und- irbúa mig fyrir hlutverkið í myndinni um Skytturnar þrjár." - Var það viljandi gert að sjá ekki Spoorloos áður en þú lékst í The Vanishing? „Já, tvímælalaust. Ég las upphaflega handritið og var inni í dæminu löngu áður en hinir leikararnir komu til sög- unnar. Ég las það sem „orig- inal“ handrit og kærði mig ekki um að vera viðriðinn endur- gerð á annarri mynd. Leik- stjórinn deildi því viðhorfi með mér og við litum báðir svo á að hér væri um allt aðra mynd að ræða.“ FANNST ÉG VERA ÚTBRUNNINN - Það var haft eftir þér að karakterinn, sem þú leikur, væri líkastur þínum eigin per- sónuleika af þeim hlutverkum sem þú hefur farið með. Hversu mikið er hann skyldur þér? „Að öllu leyti, þetta er ég sem þú sérð á tjaldinu og enginn annar,“ segir Kiefer og hlær að útúrsnúningnum. Nei, ég meina, þetta er alltaf skrít- in spurning að svara. Það er sama hvað maður leikur, það er alltaf maður sjálfur. Ég var „ég“ í A Few Good Men. Ég get ekki verið þú, ég get verið þú eins og ég skynja þig en það er bara túlkun mín á þeirri upplifun. Hlutverkin eru alltaf ég sjálfur. Ég get verið jafn- þröngsýnn og persónan sem ég leik í A Few Good Men og ég hef yfir þeim eiginleikum að ráða að vera jafngramur og stjórnlaus og karakterinn í The Vanishing." - Mundir þú stíga yfir þann þröskuld sem hann stígur yfir til að komast að sannleikan- um? „Já, ég hugsa það, ef ég væri í sömu sporum og hann, annars hefðir þú ekki trúað því I myndinni - ef þú trúir því á annað borð. Þegar hann gerir það verður hann að ganga þvert á eigin sannfær- ingu og verður því fyrir tauga- áfalli. Þetta er eina leiðin fyrir hann til að geta stigið skrefið til fulls og hann veit að það er engin undankomuleið. Þegar svo er komið vill hann líka frekar vita hvað gerðist en að lifa áfram í óvissu. Hann er búinn að missa trúna á lífið ef hann á að halda áfram að lifa því eins og það er.“ - Það var eins og þú og óþokkinn næðuð virkilega saman á augnablikinu sem þú ert að sannfæra sjálfan þig um að taka þetta skref. „Já, ég hef séð slíkt gerast í raunveruleikanum. Það er eins og viðkomandi leggi allt sitt traust á manngildið og vilji ekki trúa að manneskjan sé í eðli sínu slæm. Þetta atvik var mjög raunverulegt að mínu mati og gefandi að fá að takast á við það.“ - Þú virkar yfirvegaður núna þrátt fyrir að þú hafir verið fórnarlamb slúðurfrétta- blaðanna á meðan þú varst að ganga í gegnum ýmsa per- sónulega erfiðleika. Hvernig fórst þú að því að snúa við blaðinu? „Ég tók mér ekki frí frá leiknum út af slúðrinu. Stað- reyndin er sú að ég var búinn að missa áhugann á því sem ég var að gera og langaði til að hvíla mig og breyta til. Ég hafði ekki verið nógu vandlát- ur á hlutverk og hvernig verk- efni ég vildi takast á við. Mér fannst ég vera útbrunninn þannig að ég þurfti að taka mér frí til að finna út hvað ég vildi. Slúðurfréttirnar skiptu mig engu máli því ég les ekki þau blöð hvort eð er.“ FALS OG BAKNAG - Þú hefur nú varla komist hjá því að rekast á þau þegar 16VIKAN 10.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.