Vikan


Vikan - 19.05.1993, Side 17

Vikan - 19.05.1993, Side 17
þú fórst út íbúð. „Það eru engar búðir í ná- grenni við búgarðinn sem ég var á í Montana en þetta er því miður eitt af því sem óhjá- kvæmilega fylgir mínu starfi. Ég skil ósköp vel af hverju ég var lagður í einelti og það eina sem maður getur vonað er að slúðrið hætti. Það hættir líka fyrr eða síðar. Hver og einn verður að gefa sér tíma til að huga að hvað það er sem skiptir máli og í þessu til- felli var það spurningin fyrir mig að komast í burtu frá öllu ruglinu og finna út hvað ég vildi gera.“ - Hefur þér tekist að jafna þann ágreining sem kom upp á milli þín og Juliu Roberts? „Ég hef verið mjög upptek- inn og við höfum ekkert sam- band eins og er en hún er frá- bær leikkona og ég ber fulla virðingu fyrir henni sem manneskju." - Hver er afstaða þín til blaðamanna. Finnst þér þeir oft mistúlka það sem þú seg- ir? „Það eina sem hefur valdið mér vonbrigðum í samskipt- um mínum við blaðamenn er ef einhver ætlar að fjalla um mig á neikvæðan hátt en við- komandi hefur ekki kjark til að gagnrýna mig beint. Þá segja þeir ekki berum orðum að þeim líki ekki það sem ég er að gera í starfi eða einkalífi og spyrja mig ekki af hverju ég hagi mér á þann veg. Það gæfi mér tækifæri til að svara fyrir mig og útskýra það sem þeir gera athugasemdir við í stað þess að þeir fari með einhvern óútskýrðan misskiln- ing í blöðin. Það er óþolandi þegar menn eru svo undir- förulir að þeir segja við mann að þeir kunni að meta það sem maður er að gera en skrifa síðan bara róg og lyg- ar. Ég ber mikla virðingu fyrir blaðamönnum yfirleitt og tel að margar af þeim breytingum sem hafa orðið til batnaðar í Bandaríkjunum á undanförn- um árum séu góðri rannsókn- arblaðamennsku að þakka. Það skiptir ekki máli hvort við tölum um blaðamenn, leikara eða hvað stétt sem er, það eru bæði góðir og lélegir ein- staklingar í öllum starfsgrein- um. Lélegur blaðamaður er alls ekki sá sem gagnrýnir og þegar ég ákvað að gerast leikari var ég mér meðvitandi um að ég þyrfti að geta þolað gagnrýni. Fals og baknag á ég hins vegar erfitt með að sætta mig við.“ LÉLEGUR BÓNDI - Hvað varþað sem þú gerð- ir í Montana sem varð tii þess að hlutirnir fóru að breytast? Var það einveran og fjarlægð- in frá Hollywood eða eitthvað annað? „Mig langaði bara til að prófa eitthvað nýtt. Þetta var aðallega spurningin um að hafa annað starf. Það skiptir f raun og veru engu máli hvar maður er þvf maður situr alltaf uppi með sjálfan sig og mér hefur aldrei liðið betur en akkúrat núna þó ég sé kom- inn aftur til Hollywood. Mig langaði til að prófa að vera bóndi en ég ber mikla virðingu fyrir bændum því þeir vinna erfiðustu störf af öllum sem ég hef kynnst. Sjálfur er ég hræðilega lélegur bóndi en það var líka góð reynsla að vera innan um annars konar fólk en er hér í Los Angeles, fólk sem lítur bara á mig sem jafningja og setur mig ekki upp á stall. Þetta var ekki ó- svipað því og þegar maður situr á skólabekk allt árið og fer í starfskynningu í viku. Það er mjög spennandi fyrir krakka að takast á við svo- leiðis og þetta var nokkurs konar starfskynning fyrir mig. Þetta var eins og að standa uppi á borði til að fá annað sjónarhorn og þegar ég var til- búinn að fara að vinna aftur kom ég til baka. Ég mun aldrei gleyma þessum tíma og ég vona að ég þurfi ekki að ganga í gegnum sömu óviss- una aftur. Þetta kenndi mér að bera virðingu fyrir sjálfum mér og því sem ég er að gera og ég ætla aldrei aftur að taka að mér hlutverk sem ég hef ekki sérstakan áhuga fyrir.“ - Þér datt ekki í hug að leggja leikinn á hilluna. „Nei, ekki að öllu leyti en það kom til greina að hætta í kvikmyndum. Það var kominn tími til að fara að leika aftur því ég hafði verið mikið með börnunum og fyrrum eigin- konu minni og það var orðið erfitt fyrir þau að halda áfram sínu lífi. Nú er hún byrjuð í skóla og við seldum búgarð- inn.“ - Hver eru helstu framtíð- aráform þín? Átt þú von á að leikstýra fleiri myndum eða er eitthvað annað á döfinni? „Nei, þetta var bara sér- stakt verkefni sem heillaði mig og ég leikstýrði þvi frá sjónar- horni leikara því megininntak- ið er ákveðið samtal. Það er verið að klippa myndina og hún verður frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes.“ □ NANNA GUÐBERGS ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: Snyrtivöruversl. Cher, Laugavegi 76 • Spes, Háaleitisbraut 58-60 Snyrtihús Heiöars, Vesturgötu 19 • Saloon Ritz, Laugavegi 66 • Snyrtistofa Kristínar, Ásvallagötu 77 • Hárgreiöslust. Hótel Loftleiöum, Reykjavíkurflugvelli • Ingólfsapótek, Kringlunni 8-12 • Verslunin 17, Laugavegi 91 • Snyrtistofan NN, Kringlunni 6 Snyrtistofan Paradís, Laugarnesvegi 82 • Snyrtistofan Fegrun, Búöargerði 10 Hár og föröun, Faxafeni 8 • Snyrtist. Halldóru, Fannafold 217a • KÓPAVOGUR: Gott útlit, Nýbýlavegi 14 • GARÐABÆR: Snyrtihöllin, Garðatorgi • HAFNARFJÖRÐUR: Versl. Dísella. Miövangi • Snyrtist. Bjargey, Reykjavíkurvegi 16 • KEFLAVÍK: Snyrtivöruversl. Smart • AKRANES: Versl. Perla • BORGARNES: Apótek Borgarness ÍSAFJÖRÐUR: Snyrtistofan Sóley • Versl. Krisma • FLATEYRI: Félagskaup PATREKSFJÖRÐUR: Patreksapótek • SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfiröingabúö Snyrtistofan Táin • AKUREYRI: Vörusalan • Betri líðan • Snyrtistofan Eva Verslunin Ynja • DALVÍK: Snyrtist. Tanja • HÚSAVÍK: Snyrtistofan Hilma VOPNAFJÖRÐUR: Lyfsalan • HÖFN: Snyrtistofa Ólafar • HVERAGERÐI: Ölfusapótek • Snyrtistofa Löllu, Heilsustofnun NLFÍ • VESTMANNAEYJAR: Miðbœr. 10.TBL. 1993 VIKAN 17 LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON / HÁR: ERLA i HÁR OG FÖRÐUN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.