Vikan


Vikan - 19.05.1993, Page 20

Vikan - 19.05.1993, Page 20
TEXTI: HJALTIJON SVEINSSON / UOSM.: MAGNUS HJORLEIFSSON ARLEGA GANGAST TIU MANNS UNDIR AFLIMUN YEGNA ÆÐAÞRENGSLA AF VOLDUM REYKINGA RÆTT VIÐ PAL GÍSLASON, YFIRLÆKNI Á LANDSPÍTALANUM Ert þú á góári leió með að reykja undan þér fæturna? Allir vita hversu alvar- legar afleiðingar reyk- ingar geta haft á heilsu fólks á ýmsa vegu. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar hugtökin heilsa og reykingar fara saman eru sjúkdómar á borð við lungna- þembu og krabbamein, mæði og bronkitis. Auk þess er hvimleiður hósti meðal fylgi- fiska reykinga. Við heyrum næstum daglega um það hversu heilsuspillandi reyking- ar eru yfirleitt, ekki bara fyrir þá sem reykja heldur einnig hina sem þurfa að vera innan um reykingafólk. í umræðunni um reykingar er sjaldan sett samasemmerki við reykingar og fótmissi. Staðreyndin er samt sem áður sú að árlega þurfa ótrú- lega margir íslendingar að gangast undir erfiðar aðgerðir vegna æðaþrengsla í fótum á háu stigi. Til þess að fá hugmynd um það hversu alvarlegur þessi vandi er hér á landi og að hve miklu leyti kenna megi reyk- ingum um var leitað til Páls Gíslasonar, yfirlæknis á Land- spítalanum, sérfræðings í skurðlækningum. Hann var fyrst beðinn um að lýsa helstu sjúkdómseinkennum. MIKLAR KVALIR „Einkenni eru þau að fólki finnst það ekki geta gengið eins hratt og það gerði, það fær verk þegar genginn hefur verið ákveðinn spölur og ein- kennin hætta þegar staldrað hefur verið við í örfáar mínút- ur. Verkurinn kemur ýmist í kálfann eða lærin, jafnvel í mjöðmina. Þegar á líður kem- ur hann oftar og eftir æ minni áreynslu og verður um leið meiri og sárari. Að lokum get- ur þetta orðið svo slæmt að fólk er með verk jafnvel í hvíld og hættir að geta sofið fyrir honum. Þá er mjög stutt í að drep komi í fótinn og verkirnir eru orðnir geysilega miklir. Drepið lýsir sér þannig að svartir blettir koma á tærnar til dæmis, undir neglurnar og i hælinn. Oft er það svo að það verð- ur sjúklingnum mikill léttir að missa fótinn, þó að vissulega sé það sárt, því að þá losnar hann við verkina sem voru orðnir óbærilegir. Staðreyndin er sú að verkjalyf virka sáralít- ið ef nokkuð í þessum tilvik- um. Fólk finnur ekki til sárs- auka frá sjálfum æðunum, hins vegar finnur það til hans þegar viðkomandi líkamshluti fær ekki nægilegt súrefni." UM TÍU AFLIMANIR Á ÁRI „Þó að fólk þjáist af æða- þrengslum koma sem betur fer oftar en ekki fleiri úrræði en aflimum til greina. Síðustu þrjá áratugina höfum við í mörgum tilvikum getað leitt gerviæð fram hjá stiflunni og niður í fótinn. Fyrstu aðgerð- ina af þessu tagi hér á landi framkvæmdi ég fyrir þrjátíu árum á sjúkrahúsinu á Akra- nesi. Við gerum hlutfallslega fleiri slíkar aðgerðir hór en í nágrannalöndunum, um þrjú hundruð á ári hverju. Við stöndum Ifka betur að vígi að því leyti að hér er ekki eins mikið af sykursjúkum en syk- ursýkin gerir þessi tilfelli miklu verri. Auk þessa er tiltölulega færra fólk sem verður mjög gamalt hér á landi. Það nýjasta í þessum efn- um er að blása út æðarnar eins og það er kallað en það er gert þegar um stutt þrengsli 20 VIKAN 10.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.