Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 24

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 24
VIÐTAL: SVANUR VALGEIRSSON / UÓSM.: BÁRA KONIMENÓ IIIKUKINN 06 Söngur er Sverri Guð- jónssyni eins mikilvægur og það að borða og sofa. Hann er ekki bara söngvari að atvinnu heldur í eðli sínu. Sjö ára byrjaði hann að syngja opinberlega. Hann var Ivo vetur hjá Sigurði Dem- etz þegar hann var tíu og ell- efu ára og þar lærði hann meðal annars ítalskar söng- perlur sem hann söng á skemmtunum af ýmsu tagi. Það voru fáir krakkar að syngja á þessum tíma, hann töluvert eftirsóttur og vinsæld- irnar urðu til þess að tvær hljómplötur voru gefnar út. Hann var sísyngjandi og því segir hann að það hafi í raun aldrei komið að því að hann þyrfti að taka ákvörðun um að verða söngvari. Það var svo sjálfsagt. Sverrir er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir í tónlist- inni og segir það einn þátt í því að þroska sig sem söngv- ara og persónu að prófa sem flest. Röddin er að upplagi björt barítonrödd en eftir að hann áttaði sig á því að háir tónar komu hreinir og tærir úr barka hans ákvað hann að reyna fyrir sér sem kontra- tenór. VÍÐSÝNN I SÖNGNUM „Ég var nokkurn tíma að átta mig á röddinni eftir að ég gekk í mútur. Allt í einu var komin rödd sem ég þekkti ekki og það var erfitt að standa undir því að strax var gerð krafa um að ég sýndi hvort ég gæti sungið eða ekki,“ segir Sverrir aðspurður um hvernig það hafi verið fyrir söngvara að breytast úr barni í ungling. Hann dró sig í hlé um nokkurt skeið og segist núna vera að átta sig á því að kannski hafi hann meira að segja byrjað of snemma að syngja aftur. „Ég gaf mér ekki tíma til þess að endurmeta hlutina heldur fór bara að fást við það sama og ég var að vinna við áður en ég fór í mút- ur. Smám saman fór ég að leita fyrir mér og prófaði ýmis- legt á næstu árum.“ Hann segist hafa sungið í kór Langholtskirkju í fimm ár og kynnst þar bæði eldri tón- list og nútímaverkum, einbeitti sér um skeið að þjóðlagatón- list og tvö ár tók hann í djass- deild FIH. Popptónlistina lét hann heldur ekki alveg í friði. Sverrir hefur sem sagt ekki verið við eina fjölina felldur í tónlistinni. „Ég reyni að vera víðsýnn í þessu og mér þykir spennandi að koma að hlut- unum frá ólíkum sjónarhorn- um.“ Ólíkt öðrum íslendingum í sönglistinni tók hann þann kost að feta ótroðna slóð. Fyr- ir valinu varð að reyna fyrir sér á kontratenórsviðinu. I Ég var nokkurn tíma aö átta mig á röddinni eftir aö ég gekk í mútur. Allt í einu var komin rödd sem ég þekkti ekki og það var erfitt aö standa undir því að strax var gerö krafa um aö ég sýndi hvort ég gæti sungið eöa ekki. EINI KONTRATENÓRINN „Þetta byrjaði í raun með því að fyrir nokkrum árum var verið að setja upp söngleikinn Chicago í Þjóðleikhúsinu. Tveir Bretar sáu um leikstjórn og tónlistarstjórn og höfðu söngprófað fjölmarga í hlut- verk sem skrifað er fyrir kontratenórraddsvið. Einhverj- ir bentu á að ég gæti tekið þetta að mér svo ég fór í prufu og var ráðinn í hlut- verkið." Það fór ekki á milli mála að efra svið raddarinnar var mjög opið og Sverrir fékk áhuga á því að þróa og þroska það enn frekar til þess að geta tekist á við tæknilegan söng á „klassísku" sviði. „Ég kom mér í söngtíma til Rutar Magnús- son, við Tónlistarskólann í Reykjavík, og hélt tveimur árum síðar mína fyrstu opin- beru tónleika í Norræna hús- inu ásamt Snorra Erni Snorra- syni gítarleikara. Um svipað leyti tók ég þátt í minnisstæð- um Master-Class hjá W. Park- er, barítonsöngvara hjá New York City Opera." ROSALEGA GÓÐ MEDMÆLI Eftir að hafa reynt fyrir sér hér heima var sest niður til þess að taka ákvörðun og stefnan tekin á London. „Ég gerði mér grein fyrir að fyrst ég stefndi á að vinna frekar með kontra- tenórsviðið yrði ég að fara utan að læra. Ég varð að fara þangað sem hefðin fyrir þess- um söng er fyrir hendi og var óspart hvattur til þess að láta á þetta reyna. Mér er minnis- stætt að meðmælin, sem William Parker sendi mig með til Lánasjóðsins, voru svo rosalega góð að ég átti erfitt með að sýna þau.“ Hjá Lánasjóðnum fékk Sverrir það sem kallað er einkakvóti og gaf það honum möguleika á þriggja ára námi. Eiginkona Sverris, Elín Edda, ákvað að drífa sig í nám líka svo að troðið var í töskur, eigi allfáar, og leigubíll tekinn til Keflavíkur. Þar byrjaði ferða- lag sem átti eftir að verða allævintýralegt. „Fjörið" hófst strax á Keflavíkurflugvelli þar sem næstum var liðið yfir af- greiðslufólkið vegna gríðar- legs farangurs fjölskyldunnar. OLÍUFURSTAFJÖL- SKYLDA FRÁ ÍSLANDI „Þegar út var komið þurfti meira en venjulegan fólksbíl til flutninganna. Við vissum af stöð sem var með einhvers konar greiðabíla í heppilegri 24 VIKAN 10. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.