Vikan


Vikan - 19.05.1993, Qupperneq 29

Vikan - 19.05.1993, Qupperneq 29
■ „Sú leið er mér hulin eins og er en von- andi er hún ekki sú leið þar sem maöur bara slekkur á skilningarvitunum og leyfir sér að fjara út.“ andi hér þar eð markaðurinn er þetta lítill.” SYNG TIL AÐ ÞÓKNAST SJÁLFUM MÉR Það er auðvitað jafnmikilvægt fyrir Sverri og aðra að hafa það mikið að gera að hann geti haft í sig og á. Þó er eng- in ástæða til þess að ofkeyra sig á vinnu. Hinn gullni meðal- vegur virðist hér vera sá sem rétt er að feta. „Söngurinn gefur mér möguleika á að komast í snertingu við eitthvað í sjálf- um mér, eitthvað sem ég finn kannski ekki dags daglega. Það skiptir mig mestu að geta þróast og þroskast áfram í gegnum sönginn og því verða verkefnin að vera áhugaverð og hæfileg áskorun fyrir mig að takast á við. Þannig get ég unnið mig áfram yfir tæknileg- ar hindranir sem verða á vegi mínum. Mér finnst ég vinna mig áfram sem heild og lít svo á að söngurinn og lífið séu ekki aðskildir hlutir. Þannig má segja að ég sé að syngja til þess að þóknast sjálfum mér en ekki öðrum, þótt auð- vitað sé nauðsynlegt að ná sambandi við áheyrendur. Og til þess að það sambandi geti orðið sem best held ég að mikilvægt sé fyrir áheyrand- ann að persónan, sem er að syngja, verði aukaatriði og víki hugsanleg alveg fyrir söngnum. Ef slíkt samband næst er söngvarinn örugglega á réttri leið.“ SEFJUN OG VANI Að sögn Sverris væri óskyn- samlegt fyrir hann að streða til þess eins að geta veitt sér allt, peningalega. Honum er mjög mikilvægt að geta staldr- að við á milli og endurmetið stöðuna. „Áður fyrr, meðan ég var í skemmtanabransanum, var aðalmálið að vinna fyrir sér og hafa kannski umframtekjur. Nú er ég alltaf að læra eitt- hvað sjálfur og því mikilvægt að ég gefi mér tíma svo ég geti þroskast áfram. Það er mikilvægt að setja sér mark- mið en þó má það ekki vera þannig að allt standi og falli með þeim. Ég hef mín viðmið- unarmarkmið og reyni að kveikja á þeim aftur og aftur þar eð maður er svo fljótur að missa sjónar á þeim í daglegu amstri. Mikilvægast af öllu er að vera meðvitaður um sefj- unina og vanann í lífinu. Sá sem gleymir sér er allt í einu kominn inn á einhverja braut sem hann ætlaði sór alls ekki. Maður verður sífellt að vera að minna sig á og spyrja sjálf- an sig hvar maður standi og hvort það sé í samræmi við löngun og áhuga. Einnig er mikilvægt að vera vakandi fyr- ir því að geta komið að hlut- um eins og maður hafi aldrei séð þá áður, komið að þeim með opnu hugarfari. Þótt ein- hver eða eitthvað hafi verið svona eða hinsegin í gær þarf það ekki að þýða að það sé eins í dag.“ EINFALDAST AÐ HÆTTA Metnaður segir Sverrir að sé orð sem hægt sé að túlka á marga vegu og þótt hann seg- ■ „Fólk verður að átta sig á því að söngur er ekki bara það að gefa frá sér hljóð held- ur opnar maður leið fyrir hljóðin með sam- spili líkama og sálar.“ ist hafa mikinn metnað þá þýði það ekki endilega að hann sé í því fólginn að öllum líki söngur hans, hann þurfi að komast inn á sem flesta staði og syngja aðalhlutverk sem vfðast, fyrir sem flesta. „Minn metnaður felst í því að mig langar til þess að takast á við þennan söng, komast í betra samband við röddina á þessu sviði og mig langar til þess að ná sam- bandi við annað fólk í gegnum sönginn. Á þessum metnaði verð ég að kveikja aftur og aftur til þess að ég geri eitt- hvað í málinu. Auðvitað væri auðveldast að hætta bara í þessu. Þetta tekur gífurlega miklu orku, ég þarf að eyða miklum tíma í að læra nýja tónlist og troða síðan upp fyrir fólk sem hefur mismikinn á- huga á því sem ég er að gera. Það væri kannski langeinfald- ast að ýta þessum svokallaða metnaði til hliðar og segja ókei, þetta skiptir ekki máli.“ AÐ SIGRA HEIMINN Sverrir vill taka fram að hann hafi fengið ótrúlega góð við- brögð frá ótrúlegasta fólki og sem betur fer fyrir tónlist- arunnendur er það Sverri enn mikilvægt að halda áfram að vinna að tónlist með eftirsókn- arverðu fólki. En hvað um spurninguna um að sigra heiminn? Kitlar það ekkert að komast á samninga af ein- hverju tagi úti í hinum stóra heimi? „í mínum huga er enginn vafi á því að það skiptir miklu máli fyrir þá sem vilja starfa á þessum vettvangi að komast í þá aðstöðu að geta einbeitt sér alfarið að söngnum. Hins vegar er það svo að fyrir þá rödd sem ég er að syngja þyrfti ég að fara í prufu fyrir öll verkefni þar eð fá verkefni fyr- ir kontratenór eru í gangi í óp- eruhúsunum. Fá ný verkefni eru skrifuð fyrir kontratenór- röddina, þótt það sé farið að færast í vöxt, en barrokóperur eru viða fluttar um þessar mundir. Ég þyrfti að ferðast mikið á milli ef ég á annað borð kæmist að.“ SLÖKKT Á SKILNINGARVITUNUM Sverrir segir að auðvitað væri spennandi að fá að syngja óperur í erlendum húsum. Fyrir hann er það þó ekkert aðalatriði. „Fyrir mig er nóg að fá að takast á við verkefni sem kveikja á mér. Ný verk- efni frá íslenskum tónskáldum myndu freista mín frekar og tel ég mig vera ákaflega heppinn þar eð ný og áhuga- verð verk hafa verið skrifuð sórstaklega fyrir mitt raddsvið. Má í því sambandi nefna ný- útkominn geisladisk frá Ijóða- tónleikum í Gerðubergi. Það sem ég þarf er að hafa hæfi- lega mikið að gera og reyna að snerta strengi í mér sem ég þekki ekki enn. Síðan, þegar metnaðurinn til þess að halda áfram dofnar, vonast ég til þess að finna mér nýja leið. Sú leið er mér hulin eins og er en vonandi er hún ekki sú leið þar sem maður bara slekkur á skilningarvitunum og leyfir sér að fjara út.“ □ 10.TBL. 1993 VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.