Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 30

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 30
STOÐUGAR TRUFLANIR JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ Töluvert hefur boriö á bréfum frá fólki sem telur sig sjá svip látinna og það í ríkum mæli. Eitt þessara ágætu bréfa barst mér um langan veg frá pilti sem kýs aö kalla sig Davíö og dvelur um þessar mundir í Austur-Evrópu viö nám sem hann tilgreinir ekki nán- ar. Nafnið er aö sjálfsögöu dulnefni. Hann er rúm- lega tvítugur og finnst hann vera aö upplifa núna í seinni tíö nýja og mjög sérkennilega reynslu sem truflar hann stööugt. JARÐBUNDINN OG RAUNSÆR „Það er svo furöulegt, Jóna Rúna, aö ég sem er almennt talinn jaröbundinn og raunsær er í vandræöum vegna þess aö ég sé einhvers kon- ar svipi látinna af og til í seinni tíö eöa eiginlega síöan unnusta mín flutti út frá mér. Þaö var jafn- framt reynsla sem ég tók mjög nærri mér, aö hún skyldi yfirgefa mig.“ Davíð segist alls ekki trúa á dulræn fyrirbæri og í því liggi vandinn. Síöan unnustan fór býr hann einn í húsi frá síðustu öld. DULARFULUR SKUGGAR Stundum á daginn, þegar hann er aö læra, finnst honum endilega eins og einhver sé nálægur honum. í framhaldi af þannig tilfinningu hans sér hann mjög dularfullum skuggum einhverra eins og bregöa fyrir. Hann jafnvel sér viökomandi mjög skýrt og veröur ó- trúlega bilt viö sem von er. „Mér finnst ég aöallega veröa fyrir þessari reynslu þegar enginn er í húsinu nema ég. Þegar vinir mínir eru í heim- sókn gerist ekkert í líkingu viö þetta sem ég upplifi. Hitt er annaö mál aö þeir hafa lika eins og ég oröiö þessa áskynja og jafnvel stundum séö þaö sama og ég,“ segir hann og er mjög óör- uggur. ERFIÐUR MISSIR OG ANDVÖKUR Davíö er nýskilinn eins og áöur sagöi og hann er undir þónokkru álagi enda liggur mikiö fyrir hjá hon- um í náminu. Hann telur að ekkert líf sé að loknu þessu. Davíð vill þó meina aö þaö sem hann er aö upplifa séu svipir þeirra sem eru farnir af jöröinni. Og áfram heldur hann. „Ég get vel viöurkennt aö ég er mjög trekktur út af þessu. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda aö ég væri hreinlega aö brjálast. Þaö var mjög erfitt fyrir mig aö missa kærustuna og oft ligg ég vakandi og læt mig dreyma um aö hún komi aftur. Þaö komst annar maöur í spiliö og hreinlega stal henni frá mér, ef hægt er aö segja sem svo.“ HÖGG OG HUÓÐ HEYRAST Davíð biöur mig aö segja sér hvaö ég haldi um þaö sem hann er aö upplifa og hvernig hann geti stopp- aö þessi ósköp af, því þetta sé vægast sagt mjög óþægilegt. „Mér bara líkar þetta alls ekki og ef þetta heldur áfram verö ég aö flytja úr húsinu. Þegar verst lætur heyrast högg og annarleg hljóö meö þessum komum svipanna og þeir sjást jafnvel i fullri stærö og þaö svo greinilega aö ég get i flestum tilvikum séö hvort um er aö ræöa karl eöa konu,“ segir Davíð og er mikið niðri fyrir sem von er enda algjörlega fráhverfur svona nokkru og trúlaus í þokkabót, bæöi á Guö og Jesú Krist. Hann virðist jafnvel vera svo jarðbundinn að hann segir sig álíka ónæman og tannstöngul þannig aö ástandið hljóti að vera tilfallandi. Ekki virðist hann halda þetta ímyndun því hann biður um stuön- ing og leiðsögn til að losna undan þessari óáran eins og hann kallar fyrirbærin sjálfur. Dularfullt finnst honum að svipirnir birtast frekar ef hann er einn og þeir sveima þá kannski tímunum saman fyrir augun- um á honum. DRAUGAGANGUR EÐA BRJÁLSEMI Vinir hans, sem hafa einstaka sinnum upplifaö svip- aöa reynslu og hann í húsinu, telja fyrirbærið draugagang eöa ærslanda-fyrirbæri. Þaö er á Davíð Vinsamlegast handskrifiö bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskríft er; Jóna Rúna Kvaran, ^ Kambsvegi 25, 104 Reykjavík aö skilja aö þeir séu jafnskelkaðir og hann þegar högg fara aö heyrast og hljóö aö myndast, ásamt því aö svipirnir fara á kreik meö mismiklum fyrir- gangi. „Ég veit varla hvaö ég á aö gera. Mér finnst eiginlega ómögulegt aö viöurkenna möguleika á aö verur frá öörum heimi séu aö valda mér vandræöum. Þaö hefur svo sem hvarflaö aö mér, kæra Jóna Rúna, aö kannski hafi ég misst vitiö vegna þess aö kærastan mín hafnaöi mér. Alla vega er ég aö drepast úr hræöslu viö þetta ástand og biö þig lengstra oröa aö gefa mér heppileg ráö ef þú þá vilt vera svo góö. Þér er þessi heimur trúlega nokkuð kunnuglegur þar sem þú ert sjáandi og miöill eftir því sem ég best veit,“ segir hann dapur og vonlítill í bragði. EINKENNI SVIPA Þaö er kannski ekki úr vegi aö velta fyrst fyrir sér hvað þaö er sem kalla má svipi frá öðrum heimi og hvernig þeir birtast fólki. Oftar en ekki finnst fólki þeir vera jafnraunverulegir útlits og lifendur og nær- vera þeirra orkar á sjón, heyrn og tilfinningar þeirra sem þá sjá og skynja. Þetta viröist raunveruleiki vegna þess aö þeir hafa þessi áhrif á skilningarvit þess sem sér þá og eiga því aö þessu leyti fljótt á litiö eitthvað sameiginlegt meö lifendum. Ef sjáand- inn yröi þeirra ekki áskynja meö þessum hætti væri upplifun þessi alfarið fyrir utan venjuleg skilningarvit. Því er alls ekki til aö dreifa því sjón, heyrn og tilfinn- ing nema sambandiö viö svipina eins og áöur sagði og þaö er vægast sagt mjög raunverulegt og óum- deilanlega eðlilegt. VIRÐAST ÁÞREIFANLEGIR OG EFNISKENNDIR Svipir viröast líka vera áþreifanlegir og efniskenndir að sjá þó þeir lúti ekki jarðneskum lögmálum efnis og svífi því gjarnan í gegnum veggi og loft af því aö þeir eru auövitað andlegir þrátt fyrir aö annað geti virst í fljótu bragði. Aftur á móti hefur veriö taliö aö þeir gætu auðveldlega skyggt á bæði húsgögn og fólk þegar þeir birtast og þaö er sérkennilegt vegna þess aö þeir eru andlegir en ekki efnislegir. Eitt og annað getur fylgt svipunum sem orkar mjög raun- verulega á sjáanda svo sem húsbúnaður að því er virðist, dýr og klæönaður. Þeir eru alls ekki öllum 30 VIKAN 10.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.