Vikan


Vikan - 19.05.1993, Side 42

Vikan - 19.05.1993, Side 42
TEXTI: HELGA MÖLLER / UÓSM.: FRÍÐA JÓNSDÓHIR MÓÐUR- HLUTVERK INNAN SEILINGAR Ólöf Tómasdóttir á von á barni. Á meðfylgjandi myndum klœðist hún tœkifœrisfatnaði frá versluninni Fislétt. Allurfatnaðurinn er íslensk hönnun. Megintilgangur lífsins er að viðhalda sjálfu sér. Þegar kona verður þunguð og í líkama hennar vex nýtt líf nær hún hátindi kvenleikans. Móður- hlutverkið er innan seilingar og móðurhlutverkið er einmitt stærsti partur kveneðlisins - það sem skilur á milli karl- og kveneiginleika. Konan er að fá útrás fyrir það eðli sem ger- ir hana að konu. Orðið ófrísk er því rangnefni. Hugsum okkur tvær konur sem báðar eru heilbrigðar og hafa úr álíka miklu að spila. Önnur þeirra blómstrar bók- staflega þegar hún gengur með barn. Hún nýtur með- göngutímans og af henni stafar töfrum sem hrífa þá sem á vegi hennar verða. Hin virðist taka orðið ófrísk bók- staflega og með fasi sínu fal- ast hún eftir vorkunn. Hún þraukar meðgöngutímann. Sú fyrrnefnda ræktar sjálfa sig, hugar að hári og snyrt- ingu, nýtur þess að klæða sig fallega og yfir henni er reisn og fegurð. Hin hættir að hugsa um útlitið; finnst ekki taka þvf að snyrta sig eða greiða því hún sé hvort eð er svo feit og óaðlaðandi. Hún er nefnilega ófrísk. Hún reynir að finna einhverjar spjarir utan á sig en vill ekki eyða meiru en bráðnauðsynlegt er í föt sem aðeins nýtast í nokkra mán- uði. Göngulagið breytist meira að segja og hún fer að kjaga eða vagga eins og ákveðinn fugl sem ekki þykir ýkja þokkafullur. Það er í valdi konunnar sjálfrar hvaða augum hún sjálf og aðrir líta hana meðan á svo þýðingarmiklum tíma stendur. Það læðist líka að manni sú hugsun hvort að- búnaður barna þessara tveggja kvenna verði með svipuðu móti og þær hugsuðu um sjálfar sig á meðgöngunni. Konur! Njótum þess að vera konur. Njótum hvers tíma út f æsar og ræktum okkur sjálfar. Þá verðum við áreiðanlega færari um að rækta þá sem í kringum okkur eru. □

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.