Vikan


Vikan - 19.05.1993, Qupperneq 44

Vikan - 19.05.1993, Qupperneq 44
UMSJÓN GUNNAR H.ÁRSÆLSSON - 'uf&áWl NÝJAR HUÓMPLÖTUr| NÝJAR HLJÓMPLÖTUR íLj NÝJAR HLJÓMPLÖTUR LAUSN SIÐUSTU GATU Jimmy Page David Cover- dale. Gömlu brýnin rokka enn. „Page-arinn” heldur diskinum á floti meö finum gítarleik eins og hans er von og vísa. STJÖRNUGJÖF: ***** = FRÁBÆR / M EISTARAVERK **** = MJÖG GÓÐ *** = GÓÐ ** = SÆMILEG * = LÉLEG TRESPASS: ÚR KVIKMYND ÍS Á ALIA KANTA Það er nánast algilt nú til dags að diskar með tónlist úr kvikmyndum komí um leið og kvikmyndin eöa jafnvel á und- an henni. í kvikmyndinni Trespass leika hinir umdeildu rapparar lce-T (sem var rek- inn frá Warners-samsteypunni ekki alls fyrir löngu) og lce Cube og þeir rappa náttúrlega á plötunni, bölva og ragna eins og reiðra svertingja er siður nú til dags, enda kannski ekkert skrýtið. Þaö gera svo sem fleiri þekktir rapparar, á borð við Public Enemy, Gang Starr, Sir Mix-a- Lot, þannig að gömlu jaxlarnir Ray Cooder og Jim Keltner, sem semja síðasta lag disks- ins (lce-T og fleiri rappa undir spili þeirra), eru eins og krækiber I helvíti á lagalistan- um. Bestu lög: Trespass (flytj- endur: ísarnir tveir), l’m a Playa (Penthouse Players Clique) og Quick Way Out (W.C. and the Maad Circle). STJÖRNUGJÖF: ★ ★★ ▲ Rappar- arnir um- deildu lce- T og lcu Cube syngja saman á Trespass, diski meö tónlist úr sam- nefndri kvikmynd. ferðinni virkilega góð ný- bylgjutónlist sem sækir áhrif sín til rokks, popps, annarra nýbylgjusveita á borð við Talking Heads og Television og þjóðlagatónlistar enda er kassagítar nokkuð áberandi, svo sem i hinu þyngslalega Housebreaker (munnharpan minnir pínulítið á B. Dylan) og laginu á eftir því, Valet Park- ing. Það er nostraö viö útsetn- ingar á melódískri tónlistinni, svona til þess að krydda kjötið á beinunum. Söngur Lukes er angurvær, oft nokkuð trega- fullur eins og til dæmis ( Bailed Out sem að mínu mati er eitt af bestu lögum plötunn- ar ásamt lögunum Idiot Brother og How Could I Be STEREO MC'S: CONNECTED GOn DANSPOPP Bretar hafa gjarnan fylgst vel meö í danspoppinu og veriö framarlega á því sviði, rétt eins og í dægurtónlist al- mennt. Stereo MC’s er ein af ágætum dansgrúppum sem koma frá Bretlandi og er í raun tríó sem er myndað af þeim Rob, Owen If og The Head. Miklu fleiri en þeir koma samt við sögu. Connected er skemmtileg Chicken Shake. Unnendur góörar danstónlistar finna svo sannarlega eitthvað við sitt hæfi á Connected. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ PINK FLOYD: THE DARK SIDE OF THE MOON (20 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA) HÚNÁ AFMÆLI... Þetta er platan sem gerði hljómsveitina Pink Floyd nær ódauðlega. Hún fagnar nú tví- tugsafmælinu og hefur staðist tímans tönn. Þemað er hraði, streita, angist, geðveiki og allt sem því tengist. Allt heila klabbið hefur nú verið endur- unniö á stafrænt form til að ná hámarks hljómgæðum. Af- mælisútgáfan kemur í hörðum kassa og með fylgir textabæk- lingur. Myrkvaða hlið mánans er klassískt verk í heimi rokktón- listar, það er ekki hægt að neita því, sennilega eitt það allra vinsælasta og áhrifa- mesta. Platan hefur verið á sölulista í Bandaríkjunum á fimmtánda ár og hefur alls selst í yfir 25.000.000 eintaka, sem jafngildir því að allir íbúar Kanada hafi keypt eintak! The Dark Side of the Moon er ein- faldlega skyldueign allra al- vöru plötusafnara. STJÖRNUGJÖF:*^** The Auteurs lofa virkilega góöu. Gott byrjendastykkiö heitir New Wave eöa Ný- bylgjan. Wrong sem eru öllu meiri keyrsla. Hann reynir ekkert ofsalega á sig heldur flæðir í gegnum lögin á smekklegan hátt. Textarnir eru ekkert þjóðhátíðarglens, nokkuð myrkir og í samræmi viö tón- listina. Þetta er sem sagt mjög gott byrjendastykki frá The Auteurs sem veröur fróðlegt að fylgjast með í framtíðinni. STJORNUGJÖF: ★★★★ Breska danssveitin Stereo MC’s framleióir gott dans- popp. plata en nýstárleg að því leyti að textarnir eru margir hverjir samfélagslegar ádeilur. Tón- listin er ákaflega vel danshæf (rapp og sálar-áhrif eru líka fyrir hendi), góður danstaktur- inn þeytist út úr hátölurunum. Steþ It Uþ er gott dæmi, þétt og vel hljómandi lag. Tónlist Stereo MC’s nýtur sín vel á háum styrk því ekki er um mikla bjögun að ræða í henni. Kannski er helsti galli plötunn- ar sá að hún rennur eiginlega of Ijúflega í gegn. Önnur góð lög eru titillagið Connected, Ground Level, Sketch og HE AUTEURS: NEW WAVE GOH BYRJENDASTYKKI Hljómsveitin The Auteurs eða Rithöfundarnir fer vel af stað með fyrsta diskinum. Tríóiö samanstendur af Luke Haines (gíta/söngur og semur allt saman), Alice Readman (bassi) og Glenn Collins (tromm- ur). Hér er á 44 VIKAN 10. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.