Vikan


Vikan - 19.05.1993, Síða 48

Vikan - 19.05.1993, Síða 48
SMÁSAGA EFTIR SÓLVEIGU KR. EINARSDÓTTUR ÉG VAR/DULARFULLA BLOMIÐ essi saga gerist í sjávarplássi fyrir austan. Plássið kúrir á ströndinni. Sjór- inn garrar hryssingslega við klettana. Heldur kannski að hann geti þurrkaö staðinn út af landabréfinu á einni nóttu. Sagan gæti líka gerst í sveitaþorpi í Ástral- íu. Þorpi sem hniprar sig saman á sléttunni í steikjandi sólarhitanum eins og það sé í þann veginn að bráðna. Hverfa ofan í svarta mold- ina. Sagan gerist í dag. Ef til vill í gær. Getur líka gerst á morgun. Ég kalla mig Þóru. Allir hérna kalla mig Þóru. Ég er sextán. Stuttklippt, 163 sentímetr- ar á hæð og veg 60 kíló. Mér þykir leitt hve lágvaxin ég er. Að ég skuli ekki vera eins og stúlkurnar í myndablöðunum. Eitt sinn spurði ég mömmu hvort ég væri falleg. Hún sagði að ég væri ósköp venjuleg. Þegar hún sá að mér þótti það miður faðmaöi hún mig að sér og sagði að ég hefði gullfal- leg, blá augu og þegar ég brosti væri eins og ský drægi frá sólu. Hún bætti því við að feg- urð væri ekki allt. Það eitt að vera ungur væri unaðslegt. Allt ungt fólk væri fallegt - hvert á sína vísu. Unga fólkiö ætti framtíðina fyrir sér - þess vegna væri það ríkt líka. Hér í þorpinu er ekki mikið við að vera nema fábrotna vinnu. í frístundum horfum við mest á myndbönd. Stundum verö ég dauöleið á æsispennandi eltingarleikjum, hraðskreiðum bílum sem ekið er í klessu, bófum og glæsipí- um. Þá rölti ég á bókasafn. Þar er spekings- legur ilmur af rykföllnum blöðum. Næ mér í góða bók. Stundum afþreyingarbækur en mest ferðabækur og sögur utan úr heimi. Þá hverf ég inn í annan heim. Mamma kvartar yfir því aö erfitt sé að ná sambandi við mig þegar ég er að lesa. Spyr hvar á jarðarkringl- unni ég sé stödd núna. Hristir höfuðið. Samt veit ég að hún vill ég lesi. Stöku sinnum fæ ég eina og eina Ijóðabók að láni. Án þess að nokkur viti. Mér þykir nefnilega fróölegt að þessi gömlu skáld skuli hafa verið ástfangin upp fyrir haus. Skáldin yrkja um hjörtu, elskendur og stefnumót. Meira aö segja karlskáld. En það er ekki í tísku að lesa Ijóð. Ég hef þau bara fyrir mig. Eitt sinn sagði mamma mér frá konu sem dreymdi um sína eigin jarðarför. Konan sveif uppi undir kirkjuloftinu eins og hún væri aö synda bringusund. Hún sá allt. Hverjir komu til kirkjunnar. Hvernig þeir voru klædir, hvernig þeir brugðust við orðum prestsins. Ekki nóg með það. Hún gat líka séð hvað syrgjendur hugsuðu. Hvort tárin voru krókódílatár eða ekki. Hverjum haföi þótt raunverulega vænt um hana og hverjum ekki. Mér varð þetta umhugsunarefni. Einkum vegna þess að ég gerði mér grein fyrir að maður fékk aldrei að vita neitt um sína eigin jarðarför. Aö deyja var endanlegt - hinu jarð- neska lífi var lokiö. Maður fékk ekki að vita hver giftist hverri - hvort Jón fékk Stínu eða Stína Stjána eða hve mörg börn þau áttu. Maður var ekki með í leiknum lengur. Það þótti mér súrt í broti. Ég var staðráöin í að lifa lengi. Fékk algjört heilsuæði. Hljóp á morgnana, synti síðdegis. Þangað til mamma sagði að þetta væri fullmikið af svo góðu. Nú hleyp ég þrisvar í viku. Fer í sund einu sinni til tvisvar í viku. Vonandi dugar það mér til þess að verða að minnsta kosti níræð. Einhvers staðar las ég að eldra fólk í Asíu þraukaði - þrjóskaðist við að deyja ef svo má að orði komast - ef brúðkaup var framundan í fjölskyldunni. Atburður, sem hægt var að hlakka til, hélt því á lífi lengur en nokkur hafði reiknað með. Þetta skildi ég vel. Ég hafði gaman af því að lesa um mannlíf sem var frábrugðið mínu lífi. Mig dreymdi um að ferðast. Sjá heiminn. Á meðan sá draumur rættist ekki varð ég að láta mér nægja bækur. Um tíma þótti mér rosalega gaman aö lesa draugasögur. Verst hve ég varð myrkfælin. Gat ekki um þvert hús gengið. Hélt samt á- fram að lesa þær. Einkum í sveitinni þar sem ég dvaldi á sumrin. Þessar sögur tendruðu ímyndunarafl mitt. Minnsta þrusk um miðja nótt olli því aö ég vakti allt heimilisfólkiö með látum. ímyndaöi mér að heill herskari hvítklæddra drauga væri kominn að sækja mig. En þetta eltist af mér. í þorpinu býr piltur sem mig langar til þess að kynnast. Baldvin heitir hann. Hann er skol- hærður, myndarlegur. Alvörugefinn. Einhvern veginn yfirvegaðri og rólegri en hinir. Ég veit að hann ætlar í Tækniskólann fyrir sunnan í haust. Mér finnst hann djarfur. Hugaður að ætla suður. Fara frá öllu og öllum sem hann þekkir. Vera einn. Geta ekki skroppiö á hest- bak þegar hann langar til eða róið á árabát út á fjörðinn. Það tekur tíma aö eignast vini. Nýir kennar- ar. Nýtt umhverfi. Og kannski kemur hann ekki aftur til þorpsins - nema þá í heimsóknir. Því hér er ekki hlaupið að því að fá vinnu ef maður er hámenntaður. Ég hef stöku sinnum séð Baldvin í sundi. Mig langar til þess aö tala við hann. Spyrja hvernig það leggist í hann að fara suður. Hvað hann dreymi um í framtíðinni. Kem mér ekki að því. Einn góðan veðurdag kemur að því að ég hleypi heimdraganum líka. Kvíði því talsvert því hér er gott aö vera. Finnst ég vera örugg, þekki alla. En mig langar ekki til þess að lifa alla ævi í þessu litla þorpi, daga uppi eins og nátttröll. Baldvin er líka greinilega með hugann við aðra stúlku. Þau sjást stöðugt saman. Hún er falleg - alveg eftir uppskrift tískunnar. Þræl- mjó og spengileg. Sítt, smákrullað hár. Allir dást að fegurð hennar. - Hann sér varla svona smáskvísu eins og mig. Samt hefur hann brosað vinsamlega til mín. Bæði í sundi og eins á dansleik. Á dansleikn- um tók hann meira að segja utan um mig. „Þú lítur Ijómandi út í kvöld, litla Ijúfa!" sagði hann. Hann hló ekki - var alvarlegur. Kannski meinti hann það líka. Þá rann upp fyrir mér Ijós, hvað það var að vera ástfangin. Eg hafði auðvitað lesið um fyr- irbærið í bókum en það er öðruvísi þegar maður reynir það sjálfur. Áður en ég vissi af óf ég Baldvin inn í dagdrauma mína. Sá okkur fyrir mér með bakpoka á Strikinu, á kirkju- tröppunum í Róm, sigla á seglskútu á fagur- bláu Miðjarðarhafinu; sá okkur klífa hæstu tinda og reika um dýpstu dali. Ég á þetta al- gjörlega með sjálfri mér. Nú er ég ekki lengur krakki í sveit. Ég er gjafvaxta. Rabbi hefur orö á því stundum í gamni. „Nú fara piltarnir að banka upp á og biðja um hönd þína," segir hann og þykist geta öllu ráðið. Ég hlæ bara. Mér liggur ekkert á. Ég ætla aö ferðast. Læra meira. Ég er samt staðráðin í því að reyna að ná tali af Baldvin ef tækifæri býðst. Margar vikur liðu uns það gerðist. Júní. Geggjuð hljómsveit kom að sunnan. Allir þyrptust á ballið. Um morguninn varð mér gengið upp á holt- ið sem oft áður. Þaðan mátti sjá yfir höfnina og út á haf. Varðskip lá fyrir akkerum. Himinn og haf voru eitt. Allt var grátt. Þung- búið mistur hvert sem litið var. Eins og þorpið væri á himni jafnt sem jöröu. Ég settist á stein. Dáöist að fíngerðu vor- blómunum. Lambagrasi, hrafnaklukku og fjallakobba. Horfði út á úfið hafið. Fannst tím- inn standa kyrr. Kannski líður tíminn öðruvísi á krummaskeri á hjara veraldar? Lóan spáði rigningu. Ég vonaði að sá spá- dómur rættist ekki. Brimið var úfnara, klettarnir grárri en ég mundi fyrr. Há fjöllin, hættulegir fjallvegir, ná- lægð hafsins, allt þetta orkaði sterklega á 48 VIKAN 10. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.