Vikan


Vikan - 19.05.1993, Side 56

Vikan - 19.05.1993, Side 56
KVIKMYNDIR Nýjasta kvikmynd Taylors Hackford heitir Blood in... Blood out - og hver er nú aftur þessi Hackford? Jú, hann er frægur fyrir myndir eins og An Officer and a Gentleman (1982), Against All Odds (1984), White Nights (1985) og Every- bodys All American (1989). Hann hefur auk þess framleitt Bræðurnir í myndinni Blood in... Blood Out. Atriöi úr myndinni Blood in... Blodd out. fáum smjörþefinn af tíu ára baráttu Miklos, Pacos og Cruz. Þeir vilja ekki falla f sömu eymdargryfju og foreldr- arnir, vilja betra hlutskipti í líf- inu.' Vonbrigði, ástir, sigrar og alvara lífsins er það sem við áhorfendum blasir. Myndin verður sýnd (Sambíóunum á næstunni. Þess má geta að f Holly- kvikmyndir upp á síðkastið, til að mynda Mortal Thoughts með Demi Moore og Bruce Willis og The Long Walk Home með Sissy Spacek og Whoopi Goldberg. Blood in... Blood out er hjartnæm og áhrifarík frásögn af þremur suður-amerískum bræðrum sem flytjast ásamt foreldrum sínum til drauma- landsins Norður-Ameríku. Foreldrarnir eru fátækir og því er lifsbaráttan hörð í nýja landinu eins og þvi gamla. Við wood er nú töluvert um að gerðar séu myndir sem fjalla um minnihlutahópa og hlut- skipti þeirra í lífinu. Segja má að sú þróun hafi hafist með mynd Barrys Levinson, Ava- lon (1990). Bandarískir kvik- myndagerðarmenn beina nú sem sé sjónum sínum að raunum innflytjenda sem lögðu land undir fót í Bandaríkjunum á síðustu öld og þessari. Þetta er hinn nýi og ótæmandi sögu- brunnur draumaverksmiðjunn- ar Hollywood. FYRIRTÆKIÐ Sidney Pollack, leikstjóri Out of Africa og Havana, hefur nú leikstýrt nýrri mynd sem heitir The Firm og státar af Tom Cruise, Gene Hackman og Jeanne Tripplethorn (Basic Instinct). Þetta er hörkuspennandi kvikmynd sem fjallar um saksóknara sem sérhæfir sig í skattsvik- um. Tom Cruise leikur hann og lögfræðingafyrirtæki í Memphis ræður hann til starfa sem í raun felast í því að hvít- þvo illa fengið fé fyrir mafíuna f Chicago. Jeanne Tripple- thorn leikur eiginkonu sak- sóknarans og í sameiningu taka þau sér fyrir hendur að kveða niður þessa mafíustarf- semi fyrirtækisins. HIMINN OG JÖRÐ Nýja myndin hans Olivers Stone heitir Heaven and Earth og er síðasta Víetnam- myndin sem kappinn ætlar að gera. Áður hafði hann gert Platoon (1986) og Born on the 4th of July (1989). Þessi er þó með öðruvísi sniði því hún fjallar um hinn stríðsaðil- ann, nefnilega Norður-Víet- nama. Norður-víetnömsk skæruliðakona berst hatrammri baráttu gegn amerískum dát- um. Að stríðinu loknu, 1976, flyst þessi kona til Bandaríkj- anna. Við kynnumst fordómum af beggja hálfu. Tommy Lee Jones (Under Siege), Hiep Thi Le, Joan Chen (The Last Emperor) og Debbie Reyn- olds leika í myndinni sem verður eflaust tilnefnd til ósk- arsverðlauna árið 1994. SKOTLÍNA Þýski leikstjórinn Wolfgang Petersen hlaut verðskuldaða athygli fyrir Das Boot (1981) og hafði áður gert myndirnar Never Ending Story (1984), Enemy Mine (1985) og Shattered (1991). Nú hefur hann sent frá sér mynd sem heitir In the Line of Fire og er sögð síðasta myndin sem Clint Eastwood ætlar að leika í en hann hyggst víst eingöngu einbeita sér að leik- stjórn. Ásamt honum leika f myndinni John Malkovich (Sheltering Sky) og Rene Russo (Lethal Weapon 3, Freejack). Clint Eastwood leikur fyrrverandi leyniþjón- ustumann sem fenginn er til þess að elta uppi tilræðis- mann sem leikinn er af John Malkovich. Sá myrti forsetann í upphafi myndarinnar. Þetta er án efa hörkuspennandi tryllir. SKEMMTIGARDURINN JURASSIC Eflaust bíða margir óþreyju- fullir eftir risaeðlumynd Stev- ens Spielberg, Jurassic Park, dýrustu mynd sem um getur í kvikmyndasögunni. Tæknibrellurnar eru víst með ólíkindum og leikaraliðið stór- kostlegt. Má í því sambandi nefna Sam Neill (Dead Calm, Memoirs of an Invisible Man), Laura Dem (Rambling Rose, Wild at Heart) og Jeff Gold- blum (The Fly, Deep Cover). Þetta veröur etlaust aösóknarmynd hin mesta. >6 VIKAN 10. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.