Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 4
TEXTI: HELGA MÖLLER / UÓSM.: BINNI
A Júlía og
Ragnar
hlutu
margar
góðar
gjafir. Aö
baki þeim
má sjá
Styrmi og
Freyju
sem hlutu
ðnnur
sætin.
Margt var um manninn
í Tónabæ að kvöldi
4. júní þegar ung-
lingamódelkeppnin 1993 var
haldin. Hvert sæti í húsinu var
skipað og reyndar gott betur
en það. Þetta er í fyrsta skipti
sem keppni at þessu tagi er
haldin en fyrir henni standa
Tónabær og Módel 79, undir
stjórn Jónu Lárusdóttur og
Ingólfs Stefánssonar.
Áhugi á keppninni var gíf-
urlegur og til undankeppni
mættu á annað hundrað ung-
linga til að láta á það reyna
hvort þeir kæmust ( loka-
keppnina. Til þátttöku voru
valin þrjátfu og fjögur ung-
menni á aldrinum þrettán til
sextán ára, þar af tólf strák-
ar.
Dagskráin hófst með þvi að
kynnirinn og fjöllistamaðurinn
Páll Óskar Hjálmtýsson kynnti
keppendur undir dúndrandi
tónlist. Fiestir keppendanna
voru að stíga sín fyrstu skref
á sýningarbrautinni en meðal
strákanna mátti þekkja nokkra
þaulreynda dansara sem látið
hafa að sér kveða í unglinga-
flokkum í samkvæmisdönsum.
Ástrós Gunnarsdóttir æfði
keppendur í göngu og sviðs-
framkomu og stemmningin
var mikil þegar þeir birtust,
einn af öðrum. Greinilegt var
að margir keppendanna áttu
fjölda vina meðal áhorfenda
4 VIKAN 13.TBL. 1993
Margar stúlknanna eiga sjálfsagt eftir að verða tíöir gestir
uppi á sviði við sýningarstörf. Lengst til hægri, i gula bún-
ingnum, er Áslaug Dröfn, sú er lenti í þriðja sæti. Næst henni
er sigurvegarinn, Júlia, þá Magnea Eyrún og Berglind Rós.
sem hvöttu þá óspart með
klappi, blístri og frammfhróp-
um. Sumir strákanna nutu líka
kvenhylli, sem ekki leyndi sér
þegar þeir gengu í salinn.
Hippatískan hefur stungið
upp kollinum á ný og á aug-
Ijóslega upp á pallborðið hjá
unglingunum enda var fatnað-
urinn frá verslununum Sautján
og Kúmen, sem þátttakendur
unglingamódelkeppninnar
sýndu, bæði litríkur og frjáls-
legur. Sýningin var skemmti-
lega upp sett og gaman að
sjá hve margir keppenda áttu
gott með að tileinka sér hreyf-
ingar og fas sem tískusýning-
ar útheimta, eftir aðeins viku
tilsögn eða svo.
Þeir eru sviðsvanir, dansar-
arnir, Davið Arnar, Baldur
Rafn og Birgir Örn sem varð
í öðru sæti keppninnar.
Þegar komið var að því að
tilkynna úrslitin var loftið lævi
blandið. Dómnefnd var falið
að velja þrjár stúlkur og þrjá
pilta í úrslit. Valið var ekki létt
því þarna var samankominn
stór hópur af fallegu, ungu
fólki sem allt hefði sómt sér
vel í verðlaunasætum. Það
hefði hins vegar auðveldað
dómnefnd verkið hefði kepp-
endum verið skipt ( yngri og
eldri flokka því á þessum
árum eru umskiptin mikil og
erfitt að stilla saman þrettán
ára dreng sem á eftir að taka
út mikinn þroska og sextán
ára pilti sem þegar hefur feng-
ið karlmannlegt útlit. Sömu
sögu má segja um stelpurnar.
í þriðja sæti piltanna var
valinn Birgir Örn Einarsson
sem er sextán ára og hefur
látið til s(n taka (samkvæmis-
dönsum. í öðru sæti varð
Styrmir Karlsson, fimmtán
ára, og sigurvegarinn varð
Ragnar Örn Arnarson sem er
sextán ára Reykvíkingur.
Stúlkurnar voru í allt tuttugu
og tvær. ( þriðja sæti hafnaði
þrettán ára stúlka, Áslaug
Dröfn Sigurðardóttir. Freyja
Kristinsdóttir, fjórtán ára, lenti (
öðru sæti og sigurvegarinn
varð Júlfa Björgvinsdóttir,
fimmtán ára gamall Kópavogs-
búi. Hún átti greinilega ekki
von á þessum úrslitum þv(
geðhrifin leyndu sér ekki og
góð stund
leið þar til hún
hafði jafnað
sig. Auk fram-
angreindra
fékk Magnea
Ólafsdóttir
sérstakt hrós
dómnefndar
fyrir fagmann-
lega sviðs-
framkomu.
Þátttakendur voru allir
leystir út með gjöfum. Þar má
nefna Filodoro sokkabuxur,
Trico sokka, filofax frá Vaxta-
línu Búnaöarbankans, Versus
snyrtivörur frá heildversluninni
Klassík, æfingatíma hjá World
Class, Ijósatíma hjá Aðalsól-
baðsstofunni, pitsur frá Pizza-
húsinu, auk þess sem Vífilfell
studdi keppnina og sendi
keppendum ómælt kók til að
svala sér á. Sigurvegararnir
hlutu þar að auki fataúttekt
hjá Sautján og Kúmen, Must-
ang gallabuxur frá Fatalínunni
hjá Max, bol og strigaskó frá
L.A. Gear, Bourjois snyrtivör-
ur frá Klassfk og þriggja rétta
málsverö (Pizzahúsinu.
Þetta var skemmtilegt fram-
tak hjá Tónabæ og Módel 79
og féll í góðan jarðveg hjá
unglingunum sem marga
dreymir um frama í sýningar-
störfum. Stefnt er að því að
endurtaka leikinn að ári og
verður gaman að fylgjast með
þá eins og nú. □