Vikan


Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 4

Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 4
TEXTI: HELGA MÖLLER / UÓSM.: BINNI A Júlía og Ragnar hlutu margar góðar gjafir. Aö baki þeim má sjá Styrmi og Freyju sem hlutu ðnnur sætin. Margt var um manninn í Tónabæ að kvöldi 4. júní þegar ung- lingamódelkeppnin 1993 var haldin. Hvert sæti í húsinu var skipað og reyndar gott betur en það. Þetta er í fyrsta skipti sem keppni at þessu tagi er haldin en fyrir henni standa Tónabær og Módel 79, undir stjórn Jónu Lárusdóttur og Ingólfs Stefánssonar. Áhugi á keppninni var gíf- urlegur og til undankeppni mættu á annað hundrað ung- linga til að láta á það reyna hvort þeir kæmust ( loka- keppnina. Til þátttöku voru valin þrjátfu og fjögur ung- menni á aldrinum þrettán til sextán ára, þar af tólf strák- ar. Dagskráin hófst með þvi að kynnirinn og fjöllistamaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson kynnti keppendur undir dúndrandi tónlist. Fiestir keppendanna voru að stíga sín fyrstu skref á sýningarbrautinni en meðal strákanna mátti þekkja nokkra þaulreynda dansara sem látið hafa að sér kveða í unglinga- flokkum í samkvæmisdönsum. Ástrós Gunnarsdóttir æfði keppendur í göngu og sviðs- framkomu og stemmningin var mikil þegar þeir birtust, einn af öðrum. Greinilegt var að margir keppendanna áttu fjölda vina meðal áhorfenda 4 VIKAN 13.TBL. 1993 Margar stúlknanna eiga sjálfsagt eftir að verða tíöir gestir uppi á sviði við sýningarstörf. Lengst til hægri, i gula bún- ingnum, er Áslaug Dröfn, sú er lenti í þriðja sæti. Næst henni er sigurvegarinn, Júlia, þá Magnea Eyrún og Berglind Rós. sem hvöttu þá óspart með klappi, blístri og frammfhróp- um. Sumir strákanna nutu líka kvenhylli, sem ekki leyndi sér þegar þeir gengu í salinn. Hippatískan hefur stungið upp kollinum á ný og á aug- Ijóslega upp á pallborðið hjá unglingunum enda var fatnað- urinn frá verslununum Sautján og Kúmen, sem þátttakendur unglingamódelkeppninnar sýndu, bæði litríkur og frjáls- legur. Sýningin var skemmti- lega upp sett og gaman að sjá hve margir keppenda áttu gott með að tileinka sér hreyf- ingar og fas sem tískusýning- ar útheimta, eftir aðeins viku tilsögn eða svo. Þeir eru sviðsvanir, dansar- arnir, Davið Arnar, Baldur Rafn og Birgir Örn sem varð í öðru sæti keppninnar. Þegar komið var að því að tilkynna úrslitin var loftið lævi blandið. Dómnefnd var falið að velja þrjár stúlkur og þrjá pilta í úrslit. Valið var ekki létt því þarna var samankominn stór hópur af fallegu, ungu fólki sem allt hefði sómt sér vel í verðlaunasætum. Það hefði hins vegar auðveldað dómnefnd verkið hefði kepp- endum verið skipt ( yngri og eldri flokka því á þessum árum eru umskiptin mikil og erfitt að stilla saman þrettán ára dreng sem á eftir að taka út mikinn þroska og sextán ára pilti sem þegar hefur feng- ið karlmannlegt útlit. Sömu sögu má segja um stelpurnar. í þriðja sæti piltanna var valinn Birgir Örn Einarsson sem er sextán ára og hefur látið til s(n taka (samkvæmis- dönsum. í öðru sæti varð Styrmir Karlsson, fimmtán ára, og sigurvegarinn varð Ragnar Örn Arnarson sem er sextán ára Reykvíkingur. Stúlkurnar voru í allt tuttugu og tvær. ( þriðja sæti hafnaði þrettán ára stúlka, Áslaug Dröfn Sigurðardóttir. Freyja Kristinsdóttir, fjórtán ára, lenti ( öðru sæti og sigurvegarinn varð Júlfa Björgvinsdóttir, fimmtán ára gamall Kópavogs- búi. Hún átti greinilega ekki von á þessum úrslitum þv( geðhrifin leyndu sér ekki og góð stund leið þar til hún hafði jafnað sig. Auk fram- angreindra fékk Magnea Ólafsdóttir sérstakt hrós dómnefndar fyrir fagmann- lega sviðs- framkomu. Þátttakendur voru allir leystir út með gjöfum. Þar má nefna Filodoro sokkabuxur, Trico sokka, filofax frá Vaxta- línu Búnaöarbankans, Versus snyrtivörur frá heildversluninni Klassík, æfingatíma hjá World Class, Ijósatíma hjá Aðalsól- baðsstofunni, pitsur frá Pizza- húsinu, auk þess sem Vífilfell studdi keppnina og sendi keppendum ómælt kók til að svala sér á. Sigurvegararnir hlutu þar að auki fataúttekt hjá Sautján og Kúmen, Must- ang gallabuxur frá Fatalínunni hjá Max, bol og strigaskó frá L.A. Gear, Bourjois snyrtivör- ur frá Klassfk og þriggja rétta málsverö (Pizzahúsinu. Þetta var skemmtilegt fram- tak hjá Tónabæ og Módel 79 og féll í góðan jarðveg hjá unglingunum sem marga dreymir um frama í sýningar- störfum. Stefnt er að því að endurtaka leikinn að ári og verður gaman að fylgjast með þá eins og nú. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.