Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 69
Þau eru komin til ára sinna, eimingartækin sem notuó eru til aó framleiða þennan heimsþekkta líkjör. Þaó er ekki að ástæðulausu að
kopar er smíðaefniö þar sem hann gefur besta mögulega árangur. Nú til dags hafa fyrirtæki ekki efni á að láta smíöa svona tæki sökum
þess hversu dýr málmurinn er.
klausturs og sígildrar og tígu-
legrar kirkju sem ennþá er
hægt að dást að sem einu af
mikilfenglegustu listaverkum
heims.
Um 1510 bjó munkur að
nafni Bernando Vincelli, sem
búsettur var í Fécamp, til það
sem kalla má á þeirra tíma
máli „kynjadrykk" úr grunnefn-
um eins og saffranjurt, hvönn,
ísópi og kóríander ásamt
austurlensku kryddi eins og
mirru, kardimommu og kanil.
Það var síðan Dom Bernando
sem helgaði þennan drykk og
kallaði hann DOM sem er
stytting og þýðir á frummálinu
Deo Optimo Maximo og út-
leggst í lauslegri þýðingu: fyrir
Guð, sá besti, til hins ýtrasta.
Þessi drykkur var sagður
hafa heilunar- og töframátt og
var meðal annars gefinn gest-
um klaustursins og fengu þeir
sem bjuggu í nágrenninu
einnig að njóta hans.
Hin leyndardómsfulla upp-
skrift var vandlega geymd á
meðal reglubræðra í um þrjú
hundruð ár. Eftir þann langa
tíma komst hún í hendur at-
hafnasamra manna sem höfðu
hug á að hefja framleiðslu eftir
uppskriftinni og gæða hana lífi
á ný.
En lífið er ekki alltaf dans á
rósum og árið 1789 var
klaustur Benedikts-reglunnar í
Fécamp jafnað við jörðu og
13. TBL. 1993 VIKAN 69