Vikan


Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 31

Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 31
búðum verður maður alveg óöur þegar maður fer að geta valiö, kannski bæði um liti og snið. Það allra besta er að þurfa ekki að kaupa það stærsta sem til er í verslunun- um því ofan á allt er það jafn- an í sauðalitunum. Þegar það stærsta var ekki nógu stórt þurfti klæðskerinn að kom til sögunnar." Á MIS VIÐ MARGT Þegar veriö er að ræöa hversu margt það er sem feiti maðurinn á erfitt með að gera kemur blik í augu Gunnars. Nú eru honum allir vegir færir. Að minnsta kosti hamlar lík- amlegt atgervi honum ekki lengur. „Ég get nefnt sem dæmi aö spölkorn fyrir ofan Akureyri er eitt besta skíðasvæöi landsins og þangað hafði ég aldrei komið fyrr en ég fór nú um páskana og gekk upp á topp Hlíðarfjalls." Gunnar iðar í skinninu og það er auðheyrt á honum að hann ætlar sér að njóta hverrar mínútu af sumr- inu til þess að gera sitthvað sem hann hefur hingað til annaðhvort alls ekki getað gert eða ekki notið þess að gera. „Hversdagsleg athöfn eins og að fara út að hlaupa er dá- samleg og að setjast í rólu og róla mér er nokkuö sem ég heföi ekki látið mig dreyma um fyrir ári. Á dögunum fór ég upp í Kjarnaskóg, yndislegt útivistarsvæöi hér fyrir sunnan bæinn, settist í stóra rólu sem þar er og rólaði mér eins og þarn. Bara það var dásamleg tilfinning og mér finnst eins og ég sé að koma af eyöieyju og hafi farið á mis við svo margt í lífinu. Nú er tækifærið og ég ætla svo sannarlega að nota það. Ég sé til dæmis laxana í hillingum og það verður ekki mjög slæmt að geta gengið upp með ánum án þess aö eiga það á hættu að detta nið- ur dauður vegna þess hversu feitur maður er.“ HÚDIN OF STÓR Þegar Gunnar var búinn að sýna sjálfum sér fram á hvað hann gat gert fór hann ó- sjálfrátt að gera meiri og meiri kröfur. Hann segist aldrei í sínum stærstu og dýpstu draumum hafa reiknað með aö hann næði aö léttast svona mikið. „Menn voru farnir að skjóta því að mér að þetta væri orð- inn helber hégómi og ég væri bara aö keppast við að setja einhver met eða eitthvað í þeim dúr. Það er náttúrlega eins og hver önnur fjarstæða og segir sig sjálft aö þegar maður er kominn svona á bragðið verður maður að hreinsa vel af diskinum, ef svo mætti að orði komast. Maður gerir ekki svona lagað nema fyrir sjálfan sig og ein- ungis vegna þess að maður finnur vellíðanina aukast með hverju kílói sem fýkur burt. Ég reiknaði aldrei með því að komast á það stig að fara að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að laga húðina því hún er orðin nokkrum númer- um of stór. Ég er i þeirri stöðu núna að þurfa að strekkja á henni þegar ég leggst á bakið í Ijósabekk. Geri ég það ekki kemur brot. Mér sýnist ég þurfa að fara í aðgerð og láta fjarlæga eitthvað af henni. Hver veit nema ég fái efni í fína hanska til þess að spóka mig með í vetur.“ FITNA EKKI AFTUR Núna, þegar hátt í hundrað kíló eru farin af líkama Gunn- ars, segist hann verða að fara að hægja á sér. Núna geti hann leyft sér að borða nán- ast hvað sem er og það sé gott að finna það jafnvægi sem virðist vera aö komast á milli hreyfingar og neyslu. „Ég er orðinn háður hreyf- ingunni og það er dálítið skondið að hugsa til þess hvernig mér hefði orðið við fyrir nokkrum árum ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að verða heltekinn sportisti. Ég hugsa að ég hefði móðg- ast og fundist sem verið væri að gera grín að mér.“ Þótt Gunnar sé á fullu í heilsuræktinni segir hann það ekki vera vegna hræðslu við að bæta á sig aftur, þetta sé einfaldlega orðið hans lífsstíll. „Hins vegar er það ekki til umræðu að ég fitni aftur. Þetta er ofát og ég er farinn að hafa fulla stjórn á því hvað ég læt ofan í mig. Ég held að þótt ég vildi kæmi ég þeim skömmtum sem ég borðaði aldrei niöur núna. Nú hef ég prófað þessa hlið til- verunnar og mér líður dá- samlega. Ég hef verið hepp- inn, allt gengið mér í hag i vetur og ég vildi óska þess að fleiri gætu náð svona ár- angri með likama sinn. Mér kemur ekki til hugar að fara að segja öllum að stökkva í líkamsrækt því hver og einn verður að finna sína leið. Meginmottóið held ég sé þó skýrt: Hreyfa sig meira og borða minna." □ ÁAAAAAAAAAAAAAÁAAáAÁÁAAAAA S ÆVINTYRI VERULEIKANS TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT Samskipti milli manna hafa verið mér hugleikin allt frá þvi er ég man eftir mér fyrst á Víðimelnum. Núna, áratugum síðar, eru þau einnig fyrirferðarmikil og ég hef komist að ýmsu sem mig hefði langað að væri öðruvísi en ég ræð svo ógnar- litlu. Það þarf svo mikinn vilja og mikinn kærleika til að vera í góðu sambandi við fólk og ekki síður að vera í góðu sambandi við sjálfan sig. Þetta er eiginlega fullt starf - að halda sér í góðu sambandi við sjálfan sig, maka, börn, tengdabörn, foreldra, systkini og vini. Sumir hafa þetta líka fyrir ævistarf qg vilja það fremur en að vinna og hafa efni á því en aðrir leggja ekki mikið á sig, hafa ekki á því á- huga en þiggja gjarnan þaö sem að þeim er rétt. Og þá kemur spurningin: Eru öll þessi samskipti einhvers virði eða eru þau sóun á tíma sem gera mætti annað við, til dæmis vinna, skapa eða stunda andleg fræði og styrkja guðdóminn í sjálfum sér. Þegar ég sit hérna og skrifa er ég með lesendur i huga. Eru þeir með spurningar eins og mínar, hafa þeir fundið svör lík mínum? Það sem ég get sagt um samskipti á þessari stundu, á fallegum sumardegi, er þetta: Ef samskipti okkar eru okkur til gleði og hvatningar eru þau af hinu góða. Ef þau minna á öldurnar, stundum flóð og stundum fjara, eru þau sönn. Að gefa og þiggja eru lykilorð- in. Ef samskipti eru hins vegar orðin þannig að fólk vill láta dást að sér, dekra við sig og það er orðið aðalatriðið í sam- skiptunum finnur sá sem á að framkvæma alla þjónustuna aö hún er lítils virði til lengdar. Það kemur ójafnvægi í sam- bandið. Ef þú ætlar að gefa einhverjum blóm skaltu iáta verða af því. Ef þú ætlar að vera vinur einhvers skaltu láta hann finna það. Annars hefur mér oft dottið í hug að gott væri nú að eiga sinn fjallakofa og fara bara þangað þegar lifiö er orðið of flókið og samskipti mín við annað fólk eru orðin of marg- slungin og fyrirferðarmikil. Af hverju ég geri það ekki? Af því að mér finnst svo gaman að fólki, finnst það svo áhuga- vert og skemmtilegt. Og af því að ég held að ég kunni bæði að gefa og þiggja. TIL VINAR Það er ekki nóg að tala um blóm tala um vináttu tala um ást. 13. TBL. 1993 VIKAN 31 ANNAS. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.