Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 24
VIÐTAL: SVANUR VALGEIRSSON/UÓSM.: ROBYN REDMAN
Idag líður mér eins og ég í-
mynda sér að kúm líði
þegar þeim er fyrst hleypt
út á vorin. Þegar ég horfi til
baka átta ég mig á því að líf
þess feita er fötlun af ein-
hverju tagi. Hversdagslegustu
hlutir eru sem lítil ævintýri fyrir
mér. Ég hef til dæmis í mörg
ár hugsað hversu yndislegt
það hljóti að vera að geta
reimað á sig íþróttaskóna,
skellt kassettu í vasadiskóið
og hlaupið hring í hverfinu.
Mannskepnan er furðulegt fyr-
irbæri og það er makalaust
hversu lengi maður getur lok-
að augunum fyrir staðreynd-
um lífsins, jafnvel þótt þær
séu í formi 90-100 kílóa af
umframfitu sem ætti hvorki að
vera hægt að fela fyrir sjálfum
sér né öðrum. Ég hef fengið
að vera feitur í friði í tuttugu
og níu ár og þegar ég skoða
myndir af mér sem teknar
voru á liðnu ári skil ég ekki
hvernig í ósköpunum mér datt
í hug að ætlast til þess að fólk
tæki mér eins og hverjum öðr-
um sjálfsögðum hlut.
110 KfLÓ TÓLF ÁRA
Gunnar Níelsson, þrítugur Ak-
ureyringur, hefur orðið. Hann
er ánægður maður í dag enda
hefur hann skafið af sér á bil-
inu 90-100 kíló af fitu. Líf
hans hefur verið sem dans á
rósum undanfarna mánuði
eða allt frá því að hann hófst
handa við að ná af sér því ó-
æskilega fargi sem sest hafði
á hann jafnt og þétt frá því að
hann var strákur í Barnaskóla
Akureyrar hér á árum áður.
„Ég var strax feitur sem
barn og á barnaskólaárunum
þyngdist ég hratt; var orðinn
tæp 80 kíló ( 4. bekk en lét
ekki þar við sitja. Eftir 6. bekk
sýndi vigtin hvorki meira né
minna en 110 kíló og það eru
engar ýkjur að segja að skóla-
félagarnir hafi fylgst spenntir
með því þegar ég steig á
hana. Niðurlægingin var alger
og manni leið hreint ekki vel á
þessum eftirminnilegu vigtun-
araugnablikum."
Hversu mikinn áhuga sem
bekkjarfélagar Gunnars sýndu
þeirri tölu sem vísir vigtarinnar
beindist að þá létu þeir hann
aldrei finna fyrir því að hann
væri á einhvern hátt öðruvísi,
hvorki þá né síðar. Hann
komst strax í „klíkuna" í skól-
anum og var alltaf velkominn
hvert sem hópurinn fór. „Ég
segi ekki að ég hafi verið
fremstur í flokki þegar verið
var að stríða öðrum en ég hló
að minnsta kosti með. Líklega
hef ég ekki verið mjög tillits-
samur við aðra, að minnsta
kosti ekki miðað við þá nær-
gætni sem mér hefur alla tíð
verið sýnd."
DUGLEGUR AÐ BORÐA
„Ég hef lifað í ákaflega vernd-
uðu umhverfi og enginn var
neitt að skipta sér af því þótt
ég yrði snemma feitur. Þetta
var ekkert annað en ofát. Ég
hef lifað á fimm stjörnu hóteli
hjá mömmu og nýtt mér það
út í ystu æsar. Það merkilega
er að ég minnist þess aðeins í
eitt skipti að ég hafi verið var-
aður við í skólaskoðun í
gamla daga. Þá þótti þetta
ekkert tiltökumál en er sem
betur fer eitthvað að breytast.
Nú er reynt að fylgjast með
börnunum í gegnum skóla-
kerfið og grfpa inn í verði þau
strax of feit.“
Gunnar segist aldrei hafa
átt verulega erfitt vegna fitu-
vandamálsins, einfaldlega
vegna þess að hann hafi í
raun ekki gert sér grein fyrir
stöðunni fyrr en nú í vor effir
að hafa beitt hinum fræga nið-
urskurðarhnífi á líkama sinn.
BLEKKINGARLEIKUR
„Það er erfitt að fá fólk til þess
að trúa því að maður, sem er
kominn fast að öðru hundraði
í kílóafjölda, taki ekki eftir
neinu. Það er nú samt satt. í
fyrsta lagi gerist þetta ef mað-
ur er nógu mikið verndaður,
það er enginn sem baunar
þessu á mann. í öðru lagi er
það svo blekkingin. Ég steig
ekki á vigt í fjöldamörg ár eftir
að hafa gengið í gegnum það
víti sem skólaskoðunin var og
ég held að ég hafi bara sæst
á það með sjálfum mér að ég
væri alltaf 120 kfló. Líklega
hefur mér bara ekki fundist
■ Áfalliö kom nú á liönu vori. Gunnar var að
skoða myndir hjá einum félaga sínum og
rakst á ársgamla mynd af sjálfum sér þar
sem hann stóö í öllu sínu veldi meö veiði-
stöng í hendi.
■ „Ég er nú ekki sá maöur sem sækist eftir
fyrirsætustörfunum og því er lítið til af
myndum af mér en þarna varö mér öllum
lokið.
24 VIKAN 13. TBL. 1993