Vikan


Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 64

Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 64
p\nv MMtoMWforagoctþ ‘“'iiiJZ'ÁT'Mm ki»s 'ÞliMnmterin AMERICAN FILM MARKET og skoða þau gögn sem eru þegar fyrirliggjandi. Við förum varlega í sakirnar og höfum aðeins gengið frá samningum um myndir sem er næstum öruggt að eru gæðaframleiðsla. Robert Alt- man er að fara af stað með nýja mynd sem heitir Shorl Cuts og miklar vonir eru bundnar við hana. Þá erum við með Pagemaster með stráknum úr Home Alone myndunum en sú mynd er blanda af leikinni mynd og teiknimynd og þykir lofa góðu. Nú er kominn þriðji hlutinn af ævintýrinu Never Ending Story en fyrstu tvær myndirn- ar í þeim flokki gerðu það mjög gott hjá okkur. Loks slógum við til og verðum með nýjustu mynd Richards Atten- borough, Shadowlands, en Anthony Hopkins og Deborah Winger fara þar með aðalhlut- verkin. Þótt Attenborough hafi gert „turkey“, eins og það er kallað, með Chaplin er ekki hægt að útiloka hann bara út af því. Ég hef trú á þessari mynd enda báðir aðalleikar- arnir í sérflokki.“ 600 ÞÚSUND ÁHORFENDUR HJÁ SAMBÍÓUNUM Á ÁRI - Eru Sambíóin með ákveðna stefnu varðandi sýningar á öðru en amerískum myndum? „Það koma alltaf öðru hverju í gegnum Hollywood- risana myndir sem þeir sjá um dreifingu á þó þær séu fram- leiddar í öðru landi en Amer- íku. Dæmi um þetta eru enska myndin The Crying Game sem við fengum í gegnum Warner Brothers og franska myndin Betty Blue í gegnum 20th Century Fox. Annars erum við með alla framleiðsluna frá stóru fyrir- tækjunum og sambandið við þá er „bein dreifing" sem þýðir að ekki er um eiginlegt kaup- verð að ræða heldur einungis prósentuskiptingu. Þeir þurfa ekki að fá neina peninga fyrir- fram og það gerir viðskiptin mun þægilegri." - Stöðug umræða er um verndun menningar og tungu á íslandi og hafa sumir gagn- rýnt erlendar kvikmyndir í þessu sambandi. Hvað finnst þér um þessa umræðu? „Ég er tvímælalaust fylgjandi því að við höldum okkar menn- ingarlegu sérstöðu og tungu- málinu eins hreinu og við get- um. Það þykir undrum sæta í öðrum löndum að við skulum hafa sérstakt tungumál, svona fámenn þjóð. Þótt unga fólkið kunningja sem heitir Ro- bert Meyers en hann var fyrsti forseti AFM. Ég var búinn að minnast á það við hann tveimur árum áður en markaðurinn var stofnaður hvort það væri ekki skynsamlegt að vera með kaupstefnu í Los Ang- eles í stað þess að við vær- um að versla með amerísk- ar myndir í Cannes eða Mílanó. Hann hefur stundum verið að grínast með það síðan að hugmyndin að AFM sé komin frá Islandi en ég er viss um að fleiri hafa nefnt þetta við hann því það er nátt- úrlega kjörið að hafa kaup- stefnuna hérna í sjálfri kvik- myndaborginni. AFM er ekki ó- svipað kaup- stefnunni í Mílanó en það er mest um að vera í Cannes og mér finnst skemmtileg- ast að koma þangað.“ - Hvaða atriði hafið þið til grundvall- ar við val á kvik- myndum? „Það fer nú eftir því á hvaða framleiðslustigi myndin er þegar við gerum samning- ana og hvernig vöru framleið- endurnir hafa verið með áður. Annars hef ég lítið ver- ið að skoða myndir núna því við kaupum myndirnar yfirleitt áður en þær eru fullkláraðar þannig að það hefur ekkert upp á sig að vera að eyða tímanum hér í að horfa á það sem maður er þegar búinn að kaupa hvort eð er. Við erum meira að svipast um eftir myndum sem eru komnar styttra í framleiðslunni sletti aðeins einhverju „slangi“ þá tel ég það ekki vera alvar- legt áhyggjuefni." - Hvað um uppeldislegt gildi kvikmynda og ykkar á- byrgð í því sambandi? „Við eru að sýna sama efni og er á boðstólum annars staðar í heiminum þannig að það er hæpið að tala um stað- bundna ábyrgð. Þetta er bara „business'1 þannig að okkar markmið er að vera sem dug- legastir að afla áhorfenda fyrir viðskiptavini okkar úti. Við eru í rauninni bara umboðsaðilar á íslandi fyrir þessi fyrirtæki og getum ekkert breytt þeim myndum sem þau eru með. Þetta eru 70-75 myndir sem við sýnum á ári og svo er eitt- hvað aðeins meira sem við gefum út á myndböndum. Þrátt fyrir að efnahagsástand- ið sé erfitt hefur verið um aukningu hjá okkur að ræða með opnuninni á Sagabíói. Markaðshlutdeildin er um það bil 55 prósent eða 600.000 á- horfendur á ári og við höfum haldið því, hvað sem verður á þessu ári. Það gæti orðið ein- hver samdráttur í myndbönd- unum en það er sama sagan og annars staðar í Evrópu hvað það varðar.11 - Er eitthvað sem við höf- um ekki minnst á hér sem þú vilt segja að lokum? „Ekki nema það að við höf- um mjög gaman af þessum bransa og erum alltaf að reyna að gera eins vel og hægt er. Ég held að íslensk- um áhorfendum sé boðið upp á það besta sem þekkist i heiminum núna og í sam- bandi við hljóð vorum við til dæmis að setja upp Dolby Digital í Bíóborginni í ofanálag við THX hljóðkerfið. Það eru aðeins örfá bíó í Evrópu sem eru komin með þennan útbún- að og við erum fyrstir með hann á íslandi. Þegar við vor- um að byrja, árið 1982, vorum við með mikið af Evrópufrum- sýningum og það varð til þess að hin bíóin, sem höfðu verið að sýna allt að tveggja ára gamlar myndir, fóru að taka sig á líka og við fögnum öllum framförum á þessu sviði. Þeir sem standa að þessum rekstri eru almennt farnir að vanda sig meira en áður og miklar breytingar til batnaðar hafa orðið á þeim tíma frá því við byrjuðum með Bíóhöllina. ís- lenskir kvikmyndahúsaáhorf- endur eiga aðeins það besta skilið og það er stolt okkar að standa að framförum í ís- lenskri kvikmyndahúsamenn- ingu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.