Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 65
SIGURJÓN ER
HINUM MEGIN VIÐ
SAMNINGABORÐIÐ
Sigurjón Sighvatsson er eini
íslendingurinn hinum megin
við sölu og samningaborðið á
AFM og ekki síður forvitnilegt
að heyra af viðskiptunum frá
hans hlið. Vegalengdirnar í
Los Angeles eru miklar og við
komumst að þeirri niðurstöðu
að þægilegast væri fyrir okkur
að tala saman í gegnum
síma.
- Hvaða þýðingu hefur
AFM fyrir fyrirtæki eins og
Propaganda og hvað er það
sem gefur þessari kaupstefnu
sérstöðu frá sjónarhorni selj-
anda?
„Við erum á heimavelli og
það gerir öll persónuleg sam-
skipti þægilegri. Þótt við tök-
um þátt í Cannes og Mílanó
erum við ekki endilega sjálfir
á staðnum og í Cannes er til
dæmis miklu meiri kvik-
myndahátíð en markaður.
AFM hefur vaxið gífurlega og
þangað flykkjast tilvonandi
viðskiptavinir og við getum
verið meira í beinu sambandi
við þá. Kaupstefnan gefur
okkur tækifæri til að koma á
samskiptum við væntanlega
kaupendur og sýna myndir
okkar í heild sinni eða að
hluta til eftir því hvar þær eru í
framleiðslunni.
Samningar eru ræddir og
tilboð gerð á báða bóga þó
um endanlegar undirskriftir sé
ekki endilega að ræða. Okkur
gekk mjög vel að þessu sinni
og tókst að ganga frá nokkru
af samningum. Við seldum
meðal annars um það bil tíu
myndir til Norðurlandanna,
Kóreu og Ástralíu. Það er að-
eins í fimm löndum sem við
erum með fasta samninga við
fyrirtæki sem taka við öllum
myndunum frá okkur og
greiða fyrirfram ákveðna pró-
sentu af framleiðsluverði
þeirra. Annars er þetta sala
og samningur um hverja
mynd fyrir sig við mismunandi
aðila.
Kaupandinn tryggir sér yfir-
leitt allan rétt fyrir myndina í
viðkomandi landi; bæði fyrir
kvikmyndahús, myndbandaút-
gáfu og sýningar í sjónvarpi.
Verðið er yfirleitt ákveðið eftir
kostnaðarhlutfalli við fram-
leiðslu myndarinnar sem
byggist á áætluðum áhorf-
endafjölda í landinu sem um
er að ræða. Hlutfallið getur
verið breytilegt eftir aðstæð-
unum í löndunum en Japan
hefur til dæmis lengi verið
með um tíu prósent af kostn-
aðinum og sömuleiðis Þýska-
land. Bretland greiðir sjö pró-
sent og Frakkland eitthvað
rúmlega það. Þetta hlutfall
hefur verið að mótast í gegn-
um tíðina og Norðurlöndin
greiða samtals um tvö pró-
sent. Hlutfall þeirra var hærra
áður en vegna samdráttar
hefur verðið lækkað.
Helstu viðskiptaaðilar okk-
ar á íslandi eru Háskólabíó
og Regnboginn og það er
sjálfsagt mest út af eldri sam-
skiptum við þau fyrirtæki.
Sambíóin hafa svo mikið af
efni og aðallega fyrir hinn al-
menna markað. Þær myndir
sem við höfum verið með
hafa margar verið gerðar
með sérhæfðari áhorfenda-
hóp í huga og Háskólabíó og
Regnboginn hafa sýnt þeim
meiri áhuga."
100 MILUÓNIR
DOLLARA ER
ÞÆGILEG STÆRÐ
- Hvernig er staðan í kvik-
myndabransanum í Holly-
wood? Hefur Propaganda
fundið mikið fyrir kreppunni í
bandarísku efnahagslífi?
„Við höfum verið heppnir
og ekki fundið fyrir kreppunni
sem hefur óneitanlega verið í
kvikmyndagerð undanfarin
tvö ár. Það hefur frekar verið
þensla hjá okkur. Kannski er
ástæðan sú að við erum ungt
fyrirtæki sem farið hefur inn á
nýja markaði og boðið upp á
nýja hluti þannig að fólk hefur
leitað til okkar í því sam-
bandi, sérstaklega í auglýs-
ingabransánum. Að vísu var
smávegis samdráttur í tón-
listarmyndbandagerðinni en
þegar maður er að vinna fyrir
stórstirni á borð við Michael
Jackson og Madonnu kemur
það ekki beint niður á okkur.
Við erum komnir í stærð sem
er nokkuð þægileg að þvi er
okkur finnst. Fyrirtækið veltir
um það bil hundrað milljón-
um dollara á ári og er ekki að
leita eftir frekari þenslu sem
slíkri.“
- Pað var töluvert af frönsk-
um myndum á AFM. Heldur
þú að íslenskar myndir eigi
kannski erindi þangað?
„Ég hef alltaf talið að is-
lenskar myndir eigi meiri
möguleika á sjónvarpsmarkaði
en kvikmyndahúsamarkaði
nema í undantekningartilfell-
um. Ég held til dæmis að
þessar frönsku myndir hafi
ekki selst mikið nema kannski
á vídeó. Þó hafa Frakkar mjög
sterkan kvikmyndaiðnað. Að
mínu mati er vænlegra fyrir
okkur að einbeita okkur að
sjónvarpinu eins og staðan er.“
Ný sumarefni
Útsala á
eldri efnum
Dömu- & Herrabúðin
LAUGAVEGI 55 • REYKJAVÍK • SÍMI: 91-18890
13.TBL. 1993 VIKAN 65