Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 19
einnig hafa þurft aö hætta aö
lesa reifara þar sem tími hafi
hreinlega ekki gefist til þess.
HREIHSKIUN UM
EINKALÍFIÐ
Það skiptir þó ekki máli hversu
upptekin Joan Collins er, hún
gefur sér alltaf tíma til að vera
með yngstu dóttur sinni,
Katyana sem kölluð er Katy.
Hana eignaðist hún með Ron-
ald S. Kass og stúlkan er
einkabarn hans. Árið 1980
lenti Katy í bílslysi og hlaut al-
varlega heilaáverka. Joan var
við hlið rænulausrar dóttur
sinnar samfleytt í sex vikur
þangað til hún komst til með-
vitundar á ný. Því miður hafði
þetta mikil áhrif á andlega og
líkamlega getu barnsins.
Joan hefur lýst hægum
framförum Katy í bókinn Katy;
a Fight for Live sem gefin var
út árið 1982. Joan var stað-
ráðin í að reyna að bæta hag
heila- og mænuskaðaðra
barna og fór meðal annars á
fund þingskipaðrar nefndar í
Bretlandi til að ýta viö þessum
málum og koma þeirri ein-
dregnu ósk sinni á framfæri
að meira fé yrði varið til
taugaskurðlækninga.
Eftir að hún skildi við Ron
Kass bjó hún sér og Katy
heimili í Cold Water Canyon,
einum hluta Los Angeles. Fjöl-
miðlafólki hefur alltaf þótt hún
mjög jarðbundin og sérstak-
lega hreinskilin um einkalíf sitt.
Sjálfsævisaga hennar, Past
Imperfect; an Autobiography,
varð metsölubók í Bretlandi
þegar hún kom út árið 1978.
Eftir á að hyggja fannst henni
að hún hefði kannski verið ein-
um of opinská.
„Ég var einum of lausmál í
sambandi við ákveðna hluti í
ástarlífi mínu,“ segir Joan. „Á
hinn bóginn má líta svo á að
ekki sé hægt aö skrifa sögu
um líf sitt án þess að nefna að
maður hafi átt í ástarsam-
bandi við menn sem gegndu
lykilhlutverki í að hafa áhrif á
allan ferilinn og lífið. Sagan
hefði orðið eins og innantómt
hjai ef ég hefði ekki gefið upp
nöfn þeirra."
Vegna þessara bakþanka
vildi Joan í fyrstu ekki selja
bókina til Bandaríkjanna þvi
að hún hélt að það hefði nei-
kvæð áhrif á vinsældir hennar
þar. Síðar tók hún samt þá á-
kvörðun að gefa hana út þar.
Ýmislegt hefur drifið á daga
þessarar konu. Fólk hefur not-
ið þess að hata hana sem Al-
exis i sápuóperunni Dynasty
og dáð hana fyrir annað. Nú
er hún komin til Cannes á
sextugsafmælinu sínu til að
kynna nýjustu mynd sína,
Decadence. Þar er hún í aðal-
hlutverki á móti Steven
Berkoff sem skrifaði handritið
og sá um leikstjórn. Flokka
má þessa mynd sem blakka
grínmynd og Joan er aðal-
prímadonnan eins og við er
að búast.
„Ég er mjög ánægð með að
hafa fengið að taka þátt í gerð
þessarar myndar þar sem
mér finnst mun skemmtilegra
að leika í grínmynd en ein-
hverju drama," segir Collins.
FLESTIR VILJA SJÁ
MORÐ OG KYNLÍF
- Nú er þessi mynd það sem
kalla má djúphugsuð og höfð-
ar mjög sennilega ekki til
fjöldans. Er einhver stefnu-
breyting hjá þér í hlutverka-
vali?
„Þetta er rétt hjá þér. Þessi
mynd kemur mjög sennilega
ekki til með að höfða til allra.
Ég hef bara ekki mikinn á-
huga á einhverjum metað-
sóknarmyndum. Ég hef ein-
faldlega ekki áhuga á að sjá
þær myndir sem verið er að
sýna í kvikmyndahúsunum
núna því þær sem virðast fá
mesta aðsókn fjalla um ekkert
annað en morð og kynlíf. Ég
skil ekki fólk sem fer í bíó til
að sjá annað fólk sprengt í
tætlur. Ég hata það. Ef hægt
er að fá fólk til að fara aö sjá
myndir sem því finnst að sýn-
ingu lokinni hafa verið virki-
lega skemmtiiegar, vel samd-
ar, vel leiknar og athyglisverð-
ar held ég að viö séum á réttri
leið.“
- Kemurþú til með að leika
meira í gamanmyndum en þú
hefur gert?
„Ég get ekkert sagt til um
það. Ég held að flestir leikarar
séu í þeirri aðstöðu núna að
þeir verði að taka fyrsta, góða
handritið sem þeim býðst.
Það eru alveg örugglega ekki
margir sem sitja og fara yfir
tiu handrit á viku og henda
flestum í sundlaugina. Og því
miður er ekki alltof mikið af
góðu efni í umferð.“
- Saknaröu þess að leika í
sjónvarpi?
„Nei, alls ekki. Mér finnst
ekki svo mikill munur á að
leika í sjónvarpi og kvikmynd-
um.“
- Mér finnst eins og þú sért
eitthvað bitur þegar þú talar
um Dynasty? Af hverju er
það?
„Finnst þér ég bitur? Hvern-
ig stendur á því? Ég veit það
ekki en ég veit aö Dynasty er
eitt það besta sem hefur kom-
ið fyrir frama minn. Öll þau ár
sem ég vann við þættina naut
ég mín til fullnustu og ég
skemmti mér konunglega.
Maður verður samt að halda
lífinu áfram. Það er ekki hægt
að sitja bara á rassinum og
gera ekki neitt.“
- Ég hef heyrt að þú sért
að vinna að einhverju í sam-
bandi við fegurð og heilsu. Er
það rétt?
„Já, það er rétt. Ég er að
vinna að nýrri fegurðarbók og
myndbandi. Þar ætla ég að
fjalla um líkamsæfingar og
lykilinn að fegurð og heil-
brigðu lífi. Þetta byggist á því
sem ég hef upplifað og lært í
gegnum lífið og einnig á því
sem fólk, sem ég hef kynnst,
hefur sagt mér. Markhópurinn
er konur á aldrinum þrjátíu og
fimm til fjörutíu ára sem vilja
líta eins vel út og þær geta og
á ég von á að þetta komi á
markaðinn um jólin."
- Geturðu gefið nokkur ráð
núna?
„Nei, það myndi taka allt of
langan tíma.“
- Hvernig hefður þú farið
að því halda þér svo unglegri
sem raun ber vitni?
„Ah. Það er vegna þess að
ég borða mikið af rósakáli og
forðast sólina. Það eru þær
tvær ráðleggingar sem ég get
gefið núna en ég luma á miklu
fleiri."
- Nú verður þú sextug í
þessari viku. Ætlarðu að
halda upp á það á einhvern
hátt?
„Nei, ég er þeirrar skoðunar
að fólk eigi ekki að halda upp
á afmælið sitt nema ef vera
skyldi börn. Dóttir mín verður
tuttugu og eins árs í október
og þá verður haldin veisla."
HRÆDD VID
JARÐSKJÁLFTA
- Hefurðu einhvern tfmann
leikið án þess að vera förðuð?
„Já, ég hef oft gert það. Ég
er leikkona og ef ég er beðin
um að setja drullu framan í
mig þá geri ég það. Fyrir einu
og hálfu ári var ég í tveimur
hlutverkum fyrir BBC og þar
var ég óförðuð, meira að
segja með grátt hár og rautt
nef. Ég varö ekki leikkona til
að vera alltaf í fallegum fötum
og líta vel út. Það hefði ég
getað gert ein og sér í e nka-
lífinu. Það er bara þannig að
oftast hef ég leikið einhverjar
þokkagyðjur og það er þess
vegna sem ég vil halda þeirri
ímynd út á við og er vel til fara
utan vinnunnar."
- Nú hefur þú búið mjög
lengi í Bandaríkjunum. Er eitt-
hvað sérstakt sem þú saknar
frá Bretlandi?
„Já, ég sakna mjög ensku
dagblaðanna - að lesa þau
með morgunkaffinu. Þar fyrir
utan sakna ég mjög margs frá
Englandi. Hversu undarlega
sem það hljómar sakna ég
veðursins. Ég sakna árstíð-
anna, leigubílanna og aö geta
ekki gengið þar um. Ég sakna
líka sjónvarpsins og breska
þjóðlífsins yfirhöfuö. Ég er
fædd og uppalin í Bretlandi og
það er eitthvað sem mun
fylgja mér alla ævi.“
- Þú talaðir um að ganga
um. Geturðu gengið óáreitt
um London?
„Ég verð að viðurkenna að
það er nokkrum takmörkunum
háð. Ég get ekki gengið mikið
um án þess að eftir mér sé
tekið en það er í lagi og ég
geri það enn.“
- Er eitthvað sem þér líkar
ekki við að búa f Beverly
Hills?
„Já. Meðal annars að geta
ekki gengið um eins og mig
langar til og svo eru það jarð-
skjálftarnir sem ég verð að
segja að ég hef alltaf í huga.
Ég hef upplifað tvo eða þrjá
jarðskjálfta. Þeir skapa að-
stæður sem maður ræður
ekki við og óg er ekki mikið
fyrir að vera í stöðu sem ég
hef ekki stjórn á.“
- Horfirðu stundum á þínar
eigin myndir?
„Nei, aldrei! Ég hata það.
Ég get hvorki horft á sjálfa
mig né hlustað á mig. Ég horfi
í mesta lagi á grófar klipping-
ar af þeim kvikmyndum sem
ég er að vinna að og það er
allt og sumt. Yfirleitt þoli ég
ekki að horfa á sjálfa mig.“
- Þú hefur fengið mjög
góða gagnrýni fyrir sviðsleik.
Heldurðu að þú komir til með
að halda áfram á þeirri braut?
„Þakka þér fyrir. Ég myndi
mjög gjarnan vilja leika meira
á sviði en ég er ekki viss um
að ég vildi fara í langt leik-
ferðalag eins og ég gerði í
Bandaríkjunum. Samt var það
frábær upplifun og ég sá mik-
ið af landinu sem ég hefði
kannski ekki haft tækifæri til
ella. Mig langar virkilega til að
leika á ný í leikriti ef gott
handrit berst,“ segir Joan
Collins að lokum.
Það er eitthvað virðulegt
við þessa konu. Hver hreyfing
hennar virðist úthugsuð og
henni verður aldrei svarafátt.
Það var bæði fróðlegt og
skemmtilegt að hitta þessa
þroskuðu og lífsreyndu konu
sem lítur út fyrir að vera tutt-
ugu árum yngri en hún er. □
13. TBL. 1993 VIKAN 19