Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 71
Sagt hefur verið að þetta sé glæsilegasta
skrifstofu- og verksmiðjubygging í heimi.
Eitt af mörgum
ætlunarverkum,
sem Alexander
kom í fram-
kvæmd, var að
reisa höll Bene-
dikts, „Palais
Bénédictine",
sem stendur öll-
um opin og þjón-
ar nú hlutverki
minjasafns,
bruggverksmiðju
og skrifstofuhús-
næðis sem er ef-
laust eitt það
glæsilegasta sem
nokkur skrifstofa
í heiminum hefur
til umráða.
FYRSTUR
TIL AÐ AUGLÝSA
Þessi höll er í nýgotneskum
endurreisnarstíl og stendur í
hjarta vesturstrandarbæjarins
Fécamp. Hún var opnuð árið
1876 og álti að hýsa fram-
leiðslu Alexanders, það er að
segja bruggverksmiðju og lag-
er, ásamt þjóð- og kirkjulistar-
minjasafni héraðsins.
Fjölskylda hans, sem með-
al annarra samanstóð af tutt-
ugu börnum hans, eygði ekki
strax hugsunina á bak við
þessa íburðarmiklu, háreistu
og skrautlegu byggingu en
það kom að því að hún skildi
hann. Fljótlega varð höllin gíf-
urlega vinsæl meðal ferða-
fólks og fljótt kom í Ijós að
hún var kjörin til að halda á
lofti hinni einstæðu og dular-
fullu ímynd Benedikts-regl-
unnar og þá ekki síst líkjörs-
ins. Núna koma árlega um eitt
hundrað og tuttugu þúsund
manns að skoða safnið og
bruggverksmiðjuna.
Hinn mikli brautryðjenda-
andi Alexanders leiddi hann
inn á að verða fyrstur til að
nota auglýsingar til að mæla
með vöru. Um síðustu alda-
mót útbjó leiðandi franskur
listamaður stór auglýsinga-
skilti með teiknimyndapersón-
um, myndum og lituðum gler-
flísum sem öll vísuðu til hinn-
ar frægu, stuttu, digru og
djúpgrænu líkjörflösku.
Eitt slíkt auglýsingaskilti
hannaði tékkneski skreytilista-
maðurinn Mucha en það sýnir
Bénédictine-líkjörflöskuna
umvafða goðkynjuðum kven-
líkamaformum ásamt hlaða af
blómum. Plakat þetta er bæði
vegna forms þess og lita einn
af þeim hlutum sem þykja ein-
kennandi fyrir Art Nouveau
stefnuna og það er ekki svo
lítið þar sem um heimsfræga
listastefnu er að ræða.
GERÐ LÍKJÖRSINS
Uppskriftin, sem varð ofan á og
Alexander notaði eftir að hann
hafði breytt uppskrift Doms
Bernando Vincelli, felur í sér
um tuttugu tegundir af krydd-
jurtum sem nauðsynlegar eru
til að fá fram hið einstæða
DOM-Bénédictine bragð. Að
sjálfsögðu er algert hernaðar-
leyndamál og vel varðveitt í
hvaða hlutföllum þær eru
blandaðar.
Hinar mismunandi jurtir eru
flokkaðar í fimm flokka og fjór-
ir þeirra notaðir í jafnmargar
tegundir af legi sem eru eim-
aðar en einn flokkurinn er ein-
ungis leystur upp. Þessar
fimm laganir eru látnar þrosk-
ast í ró og næði í nokkra mán-
uði áður en sérfræðingur í
þessum efnum segir til um
hvenær þeim skuli blandað
varfærnislega saman. Að því
loknu eru þessar mismunandi
blöndur látnar samlagast og
þroskast í eikarámum. Eftir
um það bil eitt ár er eimuðu
vatni og náttúrlegu alkóhóli
bætt saman við ásamt síróps
saffranjurtar-, hunangs- og
karamelluþykkni.
Blandan er hituð og hrærð
þangað til allir þættir hennar
hafa samlagast. Henni er leyft
að ná aftur stofuhita og er þá
síuð. Það sem kemur út er
hitað og kælt samkvæmt á-
kveðinni formúlu áður en því
er komið fyrir í eikarámum á
ný og geymt þar í enn fleiri
mánuði áður en þessi frægi
líkjör er tilbúinn í flöskurnar.
Allt þetta ferli tekur minnst
tvö ár þar til má njóta hins
djúpgullna líkjörs sem gefur
ríkulegan, sterkan og ein-
stæðan ilm.
Best er talið að neyta DOM
Bénédictine Ifkjörsins óbland-
aðs beint á ís því þannig eru
bragð- og lyktarefni hans best
leyst úr læðingi og þeirra not-
ið til fullnustu. Með þessari og
Blaðamaöur Vikunnar ásamt Paul Y. Dechamp, einum yfirmanna DOM,
fyrir utan hiA tígulega klaustur. íslenska fánanum var flaggað í tilefni
heimsóknarinnar.
fleiri framreiðsluaðferðum hef-
ur DOM-líkjörinn notið sívax-
andi vinsælda eftir góðan
málsverð þar sem jurtirnar,
sem hann er búinn til úr, hafa
meðal annars mjög góð melt-
ingarbætandi áhrif.
Normandí, með sínum frá-
bæru útsýnisstöðum, heill-
andi landslagi og fjölskrúð-
ugu mannlífi, er án nokkurs
vafa eitt þeirra héraða í
Frakklandi sem mestra vin-
sælda njóta. Þetta eru
heimaslóðir kunnra persóna
eins og Vilhjálms sigursæla,
Corneille, Flaubert, Maup-
assant og Monet.
Normandí hefur verið mál-
að og því lýst með ýmiss kon-
ar listrænum hætti frá ómuna-
tíð af fjölda heimsþekktra
listamanna og það er öruggt
að uppskriftin að líkjörnum
fræga hefur fengið mikið af
andagift fæðingarstaðar síns
eins og þau listaverk sem
þaðan koma. □
Á í klaustr-
inu er starf-
rækt lista-
safn og
hefur rekst-
urþess
þann tilgang
aö styðja
efnilega
lístamcnn.
13.TBL. 1993 VIKAN 71