Vikan


Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 8

Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 8
EINKAVIÐTAL VIKUNNAR VIÐ WOLFGANG SCHÁUBLE öðrum austantjaldslöndum. Allt hefur þetta haft erfiðleika í för með sér og nú er svo kom- ið að hér í landi búa um sex milljónir útlendinga. Þetta er erfitt í landi þar sem svo þétt- býlt er eins og hér. Á ári hverju koma um 250 þúsund Daglegu amstri slegið á frest og Vikunnl flett. Að sjálfsögöu var athyglin vakin þegar hann sá aö þarna var vlötal vlö Frlörlk Sophus- son fjár- málaráð- herra. fjölskyldumeðlimir þeirra sem búa hér þegar - en innflytj- endalögin hafa leyft slíkt - og hér er ég að ræða um fólk frá löndum utan Evróþubanda- lagsins.“ HVERGI FLEIRI FLÓTTAMENN „Við höfum tekið að okkur fleiri flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu heldur en allar aðrar Evrópuþjóðir saman- lagt. Á hverju ári koma hingað yfir 200 þúsund manns af þýsku bergi brotnir frá Rúm- eníu, Rússlandi og fleiri stöð- um. Á síðasta ári komu 450 þúsund útlendingar hingað til lands og fullyrtu að þeir hefðu flúið heimaland sitt vegna pólitískra ofsókna. Nú hefur því loksins verið komið í lög möguleikanum sem gerir okk- ur kleift að takmarka frekar þann fjölda flóttamanna sem hér fær landvistarleyfi - kröf- urnar hafa sem sé veriö hert- ar og skilgreiningin þrengd varðandi hverjum við getum tekið við af mannúðarsjónar- miðum. Að landamærum Þýskalands og Frakklands hefur sótt mikill fjöldi fólks frá Alsír og reynt að komast inn til Þýskalands á undanförnum mánuðum. Þessu fólki hefur verið vísað aftur til Frakklands og ekki verið gefið landvistar- leyfi hér. Þetta hafa menn ekki viljað skilja. Við getum ekki lengur tekið við öllu þessu fólki. Við verðum í samstarfi við aörar þjóðir að breyta þessu ástandi. Við verðum að geta takmarkað flóttamanna- strauminn á sama hátt og önnur Evrópuríki. Um leið vilj- um við eiga nánara samband við aðrar þjóðir um að glíma við orsakir flóttamanna- straumsins og stuðla að því að uppræta hann. Þýskaland hefur gert meira til uppbygg- ingar í fyrrum Austur-Evrópu- löndum heldur en nokkurt annað land. Slíkt gengur ekki til lengdar. Ef ekki verður reynt með sameiginlegu átaki að vinna gegn hinum mikla mismun á milli ríkra og fá- tækra í Austur- og Vestur-Evr- ópu mun flóttamannastraum- urinn halda áfram. Það er kominn tími til að hver og einn okkar taki á sig ábyrgð og leggi sitt á vogar- skálarnar. Við megum ekki hugsa sem svo að þetta komi okkur ekki við. Því miöur hef- ur þróunin verið mjög slæm hvað snertir náungakærleik- ann. Ef ráðist er á einhvern á yfirfullri járnbrautarstöð snúa langflestir sér undan og vilja þar hvergi nærri koma. Við verðum öll að taka þátt í því að allir þeir sem hér eiga heima geti fundið sig örugga fyrir hendi er hætta á að víða skorti á umburðarlyndi.“ HLUTSKIPTI Í HJÓLASTÓL - Þingmaður og ráðherra í hjólastól, hvernig gengur það? „Bara vel, bara vel. Maður- inn býr yfir miklum aðlögunar- hæfileikum. Ef þú hefðir spurt mig þessarar sömu spurning- ar áður en ég fatlaðist hefði ég illa getað gert mér það í hugarlund hvort unnt væri að koma þessu heim og saman þó svo að með okkur á þingi sitji maður sem hefur verið í hjólastól í mörg ár og dæmi um slíkt þekkjum við víöar. Mfn reynsla er sú að líf mitt breyttist mjög mikið við það að lamast en ég hef reynt að aðlaga mig þessum aðstæð- um eftir bestu getu. Ég held að ég sé tekinn bara eins og ég er, án tillits til þess hvort óg sit f hjólastól eða ekki. Ég hef alltaf látið í Ijós að ég vildi ekki hafa neina sérstöðu eða forréttindi, ég vildi taka þátt f öllu því sem mér bæri eftir 1 fm I L Wm íWi Lj Mm Fólk af tyrkncsku bergl brotlð hefur verlö myrt af öfgamönn- um og kvelkt I fbúöum Tyrkja I Þýakalandi. hvar sem er, það nægir ekki að aðeins lögreglan annist þetta. Á hinn bóginn verðum við líka að tryggja öllum mannsæmandi kjör og að- stæður. Á meðan slíkt er ekki sem áður. Mér finnast þessar aðstæður mfnar vera teknar eins og hver annar sjálfsagð- ur hlutur." - Hefur ef til vill kraftur þinn og hugrekki verið öðrum hvatning sem bundnir eru í hjólastól? „Ég veit það ekki. Ég hef oft heyrt það frá forsvarsmönnum í samtökum fatlaðra - og það skil ég fullkomlega - að að- stæður mínar séu ekki að öllu leyti þær sömu og annarra sem í hjólastól sitja. Ég hlýt mikla aðstoð úr öllum áttum f mfnu daglega starfi, lögreglu- menn bera mig upp og niður allar tröppur sem ég þarf að fara um og svo framvegis. „Þú veist ekki hversu miklum og ótrúlegum hindrunum við þurf- um að mæta hvern einasta dag til að komast leiðar okkar. Enginn sem bundinn er í hjólastól fær svo mikla hjálp sem þú,“ segja menn. Þess vegna geri ég mér Ijóst að ég er engin fyrirmynd. Án þeirrar miklu hjálpar sem ég fæ gæti ég ekki sinnt svo mikilvægu starfi sem raun ber vitni. Eg hef jafnframt getað sýnt fram á það aö ég get verið í þessu starfi þrátt fyrir fötlun mína um leið og litið er á mig sömu augum og áður. Það þykir mér ánægjulegt. Ég hef séð að fólk skilur að sá sem er fatlaöur þarf á aðstoð að halda en sé um leið gert kleift að sitja við sama borð og aðr- ir á fjölmörgum sviðum sam- félagsins. Eg er þess jafn- framt fullviss að störf mín í stjórnmálum hafa orðið til þess að ég komst yfir það að þurfa að sætta mig við orðinn hlut.“ ÞURFUM AÐ LOSA UM SPENNUNA - Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hægri öfgahópa eins og nýnasista og þeim gjarnan kennt um róstur og yf- irgang gegn útlendingum. At- buröirnar í Þýskalandi að und- anförnu hafa vakið ugg á meðal fólks. Er hópum á borð við nýnasista í Þýskalandi að vaxa fiskur um hrygg? „Eitthvað, en ekki mjög mik- ið, ekki frekar en í öðrum Evr- ópulöndum. Þessir hræðilegu atburöir að undanförnu, á borð við morðin og íkveikjurn- ar í Solingen, eru að okkar dómi ekki af völdum skipu- lagðra hópa eða samtaka. Þetta eru hins vegar verk ein- stakra ungra einstaklinga sem eiga í erfiðleikum með að finna vandamálum sfnum og hugðarefnum hljómgrunn í þjóðfélagi okkar. Það er eins og þeir haldi einn góðan veð- urdag að þeir fái ekki athygli 8 VIKAN 13.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.