Vikan


Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 62

Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 62
AMERICAN FILM MARKET ▼ Friöbert Pálsson, forstööu- maöur Há- skólabíós. dýrari amerískar myndir sem eru misjafnar aö gæöum. Þaö er meiri áhætta heldur en að vera meö amerísku myndirnar en et þær eru sýndar í litlum sal sleppur maöur nú yfirleitt á sléttu á endanum. Við erum búnir aö ganga frá kaupum á tveimur frönskum myndum, Jeremie og Max meö Christopher Lambert og L627 sem leikstýrt er af Bertrand Tavernier (Around Midnight). Báöar myndirnar eru saka- málamyndir með óvenjulegum söguþræöi eins og Frökkum er einum lagið. Þá er þaö helsta upptalið en þaö má bæta því viö aö við verðum meö eina japanska mynd, The Gentie Art of Japanese Extortion. Hún fjailar um japönsku mafíuna og leikstjóri er Juzo Itami (Tampopo, Tax- ing Woman). Hann slapp ekki klakklaust frá gerö myndar- innar því japönsku mafíósarn- ir náðu í hann eftir að hafa séð hana og skáru andlit hans illa meö hnifum." GÆÐAMYNDIR FREKAR EN MENNINGARMYNDIR Eftir aö hafa skiliö eftir skila- boö hvor hjá öörum á víxl hitti ég Friðbert Pálsson, forstjóra Háskólabíós, yfir morgunveröi fyrir annir næsta kaupstefnu- dags. Ég byrja á því aö spyrja Friðbert um hlutdeild Háskóla- bíós á íslenska kvikmynda- húsamarkaönum. Hann segir aö þótt hún sé 25 prósent á móti 50 prósent hjá Sambíó- unum þá sýni þeir jafnmargar myndir. „Ástæöan fyrir þessu er sú að viö erum meö fleiri listræn- ar myndir en þær fá færri gesti. Viö erum meö fimm sýningarsali sem taka 1800 á- horfendur. Okkur stefna er aö hafa að minnsta kosti eina til tvær listrænar myndir í gangi hverju sinni og sýna myndirn- ar á frummálinu. Við viljum bjóöa upp á kvikmyndalistina í sem víðustu samhengi og það hefur reynst vel því sumar þessara mynda hafa náö al- menningshylli þótt þær séu svokallaðar „menningarmynd- ir“. Dæmi um þetta er Cinema Paradiso sem viö sýndum stööugt í meira en tvö ár og Steiktir grænir tómatar en þaö var páskamynd sem gekk fram yfir jól. Það lýsir því kannski betur aö kalla þessar myndir „gæöamyndir" en „menningarmyndir". Ég hef verið með á AFM frá upphafi en það sem gefur þessum markaöi sérstöðu er nálægðin viö framleiðend- urna. Þaö er auðveldara og ó- dýrara fyrir þá að koma afurð- um sínum á framfæri á þenn- an hátt og þess vegna gera þeir kannski meira af því að kynna og sýna myndir heldur en ef þeir þurfa að pakka saman og flytja vöruna og allt sem er í kringum hana fram og til baka yfir Atlantsála. Á- herslan er á amerískar myndir hér en samframleiðsla (Co Production) á milli landa er aö aukast mikiö eins og til dæmis á milli Breta og Bandaríkja- manna og hins vegar Frakka og Bandaríkjamanna. Ég tel ástæöuna aö hluta til vera leit aö fjármögnunarleiðum því í Evrópu er styrkjakerfi sem hjálpar við að dekka fram- leiðslukostnaöinn." - Hvernig veiur þú þær myndir sem Háskólabíó tekur til sýninga? „Ef myndirnar eru keyptar á því stigi aö þær séu tilPúnar til sýninga þá reynum viö að sjálfsögðu að skoöa þær og ég skoða á milli tvö og þrjú hundruð myndir á ári. Af öör- um myndum, sem eru annaö- hvort í framleiðslu eöa ekki er hafin framleiðsla á, metum við þau gögn sem eru fyrirliggj- andi. Þar er um að ræöa hverjir eru framleiöendur, leik- arar og leikstjóri myndarinnar og hver kostnaðurinn er viö gerð hennar. í tímans rás höf- um viö byggt upp sambönd viö ákveðin fyrirtæki og fyrstu dagarnir á svona markaöi fara í aö heimsækja þau og koma á fundum með þeim. Þá skoð- um viö sýnishorn úr þeim myndum sem þau hafa upp á aö bjóöa og ef okkur líst vel á þau er máliö skoöaö frekar, annars ekki. Þetta er mikill fjöldi af myndum og mikið álag aö komast yfir þetta en þaö venst og maður þróar meö sér á- kveðið skráningarkerfi yfir fyr- irtækin og myndir þeirra. Myndirnar eru alls ekki allar nýjar og þá flettir maöur kannski upp upplýsingum sem maöur skráði þegar maö- ur heimsótti fyrirtækið áður og ber þær saman við nýjustu upplýsingarnar. Síðan er mik- iö um aö myndist kunnings- skapur á milli fólks frá ýmsum löndum. Við hittumst þá á veitingastöðum á kvöldin, ber- um saman bækur okkar og reynum aö finna út hvaö er eftirsóknarverðast. Það eru ekki nema tíu til tuttugu stórar myndir á ári og allir vilja sýna þær. Dreifingin á stórum hluta þeirra fer í gegnum fyrirtæki sem eru þegar með fasta um- boðsaðila á íslandi þannig aö baráttan stendur ekki um þær heldur um myndir sjálfstæöu fyrirtækjanna sem ekki hafa fastan umboösmann heima. Þetta er mikið happdrætti og getur brugðið til beggja vona. Ég minnist þess til dæmis að ég keypti The Kill- ing Fieids fyrir lítinn pening sem þriðju og minnstu mynd- ina í pakka en hún reyndist síðan vinsælust þeirra þegar upp var staðið. Annaö dæmi var lítil dansmynd sem ég keypti fyrir svipaðan pening og viö erum aö borga fyrir víd- eómyndir núna en þaö var Dirty Dancing sem sló síöar öll aösóknarmet." LÍTILL BÚDDA - Hvernig er kaupverðið á- kvaröaö? „Viö semjum um ákveöna lágmarkstryggingu gagnvart seljandanum. Hún er byggð á áætluðum áhorfendafjölda og hvað myndbanda- og sjón- varpsrétturinn muni gefa af sér. Eftir að miðasalan nær þessari tryggingarupphæö er tekjunum skipt til helminga, þegar búiö er aö draga heildarupphæðinni kostnað viö flutning, þýöingu og aug- Týsingu á myndinni. Viö erum búnir aö ganga frá kaupum á fimm myndum og svo eru nokkrar sem eru í sigtinu. Þaö tekur oft nokkrar vikur eftir markaöinn að ganga frá samningum því söluaðilarnir vilja vita hvaö aörir kaupendur bjóöa og reyna aö etjá sam- keppnisaðilum saman. Þeir taka líka með í reikninginn hversu vel fyrirtækin standa sig í dreifingunni og þannig þróast samvinnan með tíman- um.“ í þessu gengur kona fram-1 hjá boröinu hjá okkur og kast- ar kveöju á Friðbert. Hann segir hana vera umboðsmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.