Vikan


Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 26

Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 26
Megrunin var eins óvísinda- leg og hugsast getur. þaö neitt til þess aö vera aö vandræðast út af. Gömlu fötin voru ekki nógu raunveruleg á- minning til þess að ég tæki mark á því.“ Áfallið kom nú á liönu vori. Gunnar var að skoöa myndir hjá einum félaga sínum og rakst á ársgamla mynd af sjálfum sér þar sem hann stóö í öllu sínu veldi meö veiðistöng í hendi. s „Ég sá skvapió renna," segir Gunnar. „Ég er nú ekki sá maöur sem sækist eftir fyrirsætu- störfunum og því er lítið til af myndum af mér en þarna varð mér öllum lokið. Ég veit ekki hvort mannskepnan er svo hörö í blekkingunni að ég heföi alls ekki séö þessa mynd nema vegna þeirrar breyttu myndar sem ég hef tekiö á mig. Hefði ég séð hana fyrir ári er ég viss um aö mér heföi ekki fundist neitt at- hugavert. Síðan þetta var hef ég hugsað um þaö hvernig í ósköpunum mér datt í hug aö ætlast til þess aö fólk tæki mér eins og hverjum öörum sjálfsögðum hlut.“ NÓG AÐ BERA Þrátt fyrir alla blekkinguna var alltaf einhver púki sem hvísl- aði því aö honum að eitthvað væri aö og hann hefur ekki fariö varhluta af spéhræösl- unni. „Ef skólafélagarnir heföu svo mikið sem gefiö það í skyn aö eitthvað væri bogið viö mig hugsa ég aö ég heföi læst mig inni í kústaskáp hjá mömmu og sæti þar eflaust enn. Fyrir mann eins og mig má lítið út af bregöa." Á skólaárunum bjó Gunnar í Hafnarstrætinu á Akureyri, segist mikiö hafa lært á bóka- safninu og því þurft aö ganga í gegnum miðbæinn á leið sinni þangað. Margmennið átti ekki sérleg vel viö hann á þessum tíma og því fór hann aö taka á sig krók niður á bryggju til þess aö sem fæstir kæmu auga á hann. Einu sinni átti hann þó erindi í verslun eina og neyddist til þess aö sleppa bryggjuleiö- inni i þaö skiptið. „Þetta var nokkuð mein- laust framan af og ég var kominn langleiöina upp á safn þegar ég mætti tveim þessum ægilegu töffurum. Annar þeirra vatt sér aö mér og spuröi hvort ég ætti eld og kvað ég nei viö. Honum líkaði þaö ekkert sérlega vel og spuröi hvers vegna ég gengi ekki meö eld á mér. Félagi hans tók af mér ómakið aö svara, hnippti í vin sinn og spuröi hvort honum fyndist ég ekki þurfa aö bera nóg á mér. Þetta þótti þeim rosalega fyndiö en mér sveið þetta sárt.“ Á leiðinni upp á bóka- safn segist Gunnar hafa tekiö þá heldur betur í gegn og lumbrað hressilega á þeim, í huganum aö vísu. BOLTI Í STAÐ STELPNA „Ég var lítið upp á kvenhönd- ina á unglingsárunum og má segja aö þaö hafi komið af sjálfu sér. Ég var reyndar alltaf velkominn í partí meö félögunum en aldrei nokkurn tíma sá ég mér fært að fara. Hafi ég einhvern tíma leitt hugann aö því steinhætti ég því eftir aö hvolpavitiö fór að gera vart viö sig. Ég sagðist þurfa aö passa fyrir einhvern frænda, gera eitthvaö meö pabba eöa eitthvað í þeim dúr. Aö minnsta kosti fann ég mér alltaf ástæöu til þess aö þurfa ekki aö fara.“ Pilturinn haföi um nóg aö hugsa á þessum árum þótt ekki væru það stelpur. Knatt- spyrna hefur ávallt skipað stóran sess í lífi hans, jafnvel þótt hann hafi ekki tekiö bein- an þátt í leiknum. „Ég eyddi öllum helgum í aö fylgjast með enska boltan- um og var brjálaður Liverpool- „fan“. Félagssvæöi KA hefur ætíö verið mitt annaö heimili og ég hef þótt liötækur í vatnsburöi fyrir hina ýmsu þjálfara. Ætli þessi fótboltaá- hugi hafi ekki komið í staö stelpnanna aö einhverju leyti." Aldrei nokkurn tíma segist Gunnar hafa verið sár yfir því að geta ekki verið meö, þaö hafi verið honum kappnóg aö fylgjast meö og hafa óskap- legt vit á gangi mála, ofan úr stúku. TÍU Í GÓLFÆFINGUM „Þaö hefur haft mikið aö segja fyrir mig að ég fékk starf sem baðvörður í íþróttahöllinni hér í bæ og hef því getað verið í enn nánari snertingu við á- hugamálið. Það voru ekki allir sáttir við ráöningu mína í starfið og ég heyrði eftir ein- um frammámanni íþróttamála bæjarins að þaö væri ágætt meö tiltekinn starfsmann í- þróttahallarinnar. Hann væri þeim ósköpum vaxinn aö hann gæti ekki með nokkru móti beygt sig. Ég hef alltaf haft gaman af þessari sögu og tel að þótt ég heföi ekki fengið 10 í einkunn í gólfæf- ingum hafi ég skilaö starfi mínu ágætlega í gegnum tíð- ina.“ Starfiö í Höllinni geröi Gunnari auðvelt fyrir þegar hann ákvað aö taka sig á fyrir nokkrum árum og reyna að léttast svolítið. Hann fór að hreyfa sig og laumaðist aö því loknu inn í líkamsræktarher- bergi og púlaöi þar um stund dag hvern. „Ég sá skvapiö renna. Það geröu félagar mínir líka, fóru að klappa mér á bakið og hrósa mér fyrir. hversu vel ég stæði mig. Ég fór í sumarfrí í hálfan mánuö, fannst mér allir vegir færir og hélt ég væri að veröa búinn að „meikaða". Fríið varö óvart fjögur ár.“ GÓMSÆTT Á GRILLIÐ í júlí á síöasta ári var kominn tími til þess aö reyna á ný. Á- stæöan var f raun engin sér- stök. Gunnar fór aö laumast til þess aö hreyfa sig meira en áöur og segir spéhræösluna hafa verið svo mikla aö eng- inn mátti vita í hvaða hugleið- ingum hann var. „Ég var mjög hræddur viö aö ef mér færi aö ganga vel kynni allt aö fara fjandans til eins og síðast þegar ég reyndi. Einhver kynni að minnast á þaö hversu vel mér gengi og ég ofmetnast. Þaö er nefnilega svo þægilegt að telja sér trú um aö á ákveðnu stigi sé árangurinn orðinn nægilegur, jafnvel þótt því fari fjarri aö svo sé. Ég gekk svo langt í spéhræö?lunni aö ég fór alltaf í hádeginu þegar ég var viss um aö enginn væri þarna á ferð. Ég gekk yfir gömlu brýrnar, eins og þaö er kallað hér, og mér til happs rennur Eyjafjarðaráin undir þær. Mér fannst nefnilega rétt að taka meö mér Polaroid sól- gleraugu til þess aö skella á nefið á mér ef einhver nálgað- ist. Hönd var borin sem 26 VIKAN 13. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.