Vikan


Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 44

Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 44
JÓNA RÚNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ HÖRMULEQT HEIMILISBOL KVÖL OG PÍNA ÓREGLUNNAR ótt okkur þyki þaö undarlegt sumum þá er það nú samt svo aö töluvert er um aö heilu fjölskyldurnar eigi vart ofan I sig og á. Eins er ekki óalgengt aö á heimilum séu í gangi gifurleg samskiptavandamál og önnur almenn óráðsía. Slíkt ástand stafar oft- ar en ekki af því aö heimilisfaðirinn á viö á- fengis- eða fíkniefnavandamál að stríða. Hann getur þar af leiðandi ekki séð sér og sínum farborða með sómasamlegum hætti. Eins er að vandamál viðkomandi valda öllum heimilisföstum sársauka, taugaspennu og leiðindum. HEILL HEIMUR VANDRÆÐA „Elnu sinni áttum við virkilega gott líf þannig lagað séð en eftir að halla fór und- an fæti hjá okkur er eins og heill heimur vandræða hafi hrunið yfir okkur og það er hræðilegt," segir bréfritari okkar sem kýs að kalla sig dulnefninu Heba. Hún hefur svo sannarlega kynnst einu og öðru. Við munum í þessari umfjöllun leita svara við fyrirspurnum frá einmitt þessari ungu konu sem gift er vímuefnaneytanda sem þegar hefur brotið af sér við lögin og valdið miklum persónulegum skaða bæði heima og heiman. Hún vill meina að hún og börnin hennar svelti hreinlega á milli og reikningar heimilisins séu að mestu vangoldnir - þau séu hreinlega á barmi gjald- þrots. ÞJÖKUÐ OG ÞREYTT „Hann er svo langt leiddur, kæra Jóna Rúna, að mér er skapi næst að halda að hann geti aldrei náö sér upp úr þeirri eymd sem fylgt hefur í kjölfar óreglunnar fyrir hann og okkur,“ segir Heba og það leynir sér ekki að hún er bæði þjökuð og þreytt á öllu því sem henni er ætlað að takast á við. „Hann er ekki ofbeldishneigður í verunni, held ég, en er laus höndin undir áhrifum. Hann er jafnframt mikill andlegur kúgari því hann hefur einstaka hæfileika til að gera mig ábyrga fyrir því hvernig komiö er fyrir okkur eöa öllu heldur honum. Ég sé ekki hvernig hægt er aö gera mig ábyrga fyrir því að hann misnotar vímuefni og vinnur ekki nema með höppum og glöpp- um,“ segir hún og er virkilega örvæntingarfull og vondauf og skyldi engan undra. NIÐURLÆGJANDI AÐ ÞURFA AÐ SKRÍÐA „Ég hef á tímabilum þurft aö leita til ann- arra í von um hjálp. Mér hefur fundist mjög niðurlægjandi að þurfa í sumum tilvikum hálfpartinn að skríöa á fjórum fótum eftir fyrirgreiðslu og stuðningi opinberra aðila. Pað er horft á mann, kannski með hálf- gerðum hryllingi og maður fær framan í sig af hverju maöur sé ekki löngu skilin og annað í þeim dúr,“ segir Heba og er aug- Ijóslega algjörlega miður sin yfir þeim hrossa- brestshætti sem hún hefur orðið að sætta sig við í fasi og framkomu ýmissa opinberra aðila að undanförnu. ERFIDLEIKAR BARNANNA Í NÁMI Henni verður tíðrætt um að börnunum, sem eru f skóla, gangi illa f námi og eitt þeirra verður fyrir mikilli áreitni skólafélaganna. „Sonur minn, ellefu ára, er kvalinn og píndur f skólanum og mér gengur stöðugt verr og verr að koma honum af stað á morgnana. Hann grætur mikið og er mjög leiöur og ósjálfstæður hér heima. Hin börnin eiga viö sína erfiðleika að stríða en eru ekki undir tvöföldu álagi eins og hann. í skólanum virðist þeim líða vel þó námiö valdi þeim erfiöleikum eins og áður sagöi. Mér finnst," segir Heba, „eins og við búum f einhvers konar víti vandræða sem mér er hreint ekki Ijóst hvernig við eigum að kom- ast út úr.“ Það er augljóst á bréfi Hebu að fátt er heppilegt eða jákvætt í gangi í því fjöl- skyldumynstri sem hún lifir f. REIÐ OG ÁHUGALAUS Hún segist vera mjög reið út í manninn sinn, fær sig vart til aö sýna honum kurteisi og á erfiðara og erfiðara með að sofa í sama rúmi og hann. Hún segir að lokum: „Elsku Jóna Rúna, mér þætti mjög vænt um aö þú skoöaðir allt þetta sem ég er búin að segja þér og virkilega gæfir mér ráö og leiösögn sem getur breytt þessum erfiðleikum hjá okkur fjölskyldunni." Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látiö fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dui- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík ALLT BRJÁLAÐ VEGNA BREYSKLEIKA EIGINMANNS Vissulega má kalla ástand það sem ríkir á heimili Hebu ástand örvæntingar og óvissu. Það er eitthvað sem er með öllu ótækt, sér í lagi þar sem það ástand getur aldrei annað en skaðað bæði hana og börnin. Það er mjög erfitt að vita aldrei hvort allt er brjálað vegna óhófs drykkju eða eiturlyfjarugls heimilisföður- ins. í þannig tilvikum verða alltaf til staðar erf- iðleikar sem vissulega vinda upp á sig og gera alla vansæla og óhamingjusama sem ætlað er að sætta sig við slíkt neyðarástand, tilkomið vegna breyskleika fullorðins manns sem ætti að vita betur. Samskipti geta undir svona kringumstæðum aldrei verið upp- örvandi eða trygg. FELULEIKIR OG AFNEITUN Mikið er um feluleiki og afneitun á staðreynd- um og sjaldan er tekist á við sterkar djúplæg- ar tilfinningar, vegna þess að stór partur vandans gengur út á að klóra í bakkann og reyna að skapa jafnvægi í hörmulegasta ójafnvægi. Þegar málum er þannig komið er endalaus spenna í gangi og engin lausn auð- veld, satt best að segja. Heba talar um áhyggjur sínar út af peningaleysi og er það mjög eðlilegt. Hún á i raun fullt í fangi, sýnist manni, með að veita börnunum sínum og sjálfri sér þá andlegu uppbyggingu sem til þarf, þó hún að auki eigi ekki fyrir salti í graut- inn heilu dagana. Hún borðar ekki þolimæði sina og greiðir ekki reikninga með staðfestu sinni og óeigingirni. Ástandið er því algjörlega óréttlætanlegt. SORGLEG PÍSLARGANGA Eins og Heba uppijóstrar hefur hún i seinni tið mátt ganga hvað eftir annað á milli Pontíusar og Pílatusar í leit að hjálp - framhjá eigin- manninum væntanlega - og hefur hreint ekki góöa reynslu af slíkum píslargöngum. Þetta er óréttlát vegna þess að vandi þeirra er heimatilbúinn, vegna ístöðuleysis eigin- mannsins og þess vegna nánast óréttlætan- legur, ef út í það er farið. Vafalaust eru margir stuðningsaðilar í málum sem þessum hreint ágætir en auðvitað eru til embættismenn og aðilar sem stunda félagslega fyrirgreiðslu sem eru óheppilegir og orka tvímælis. I þessum efnum hefur þolandinn ákaflega litið val og verður, ef því er að skipta, að sætta sig við bæði ókurteisi, lélega fyrirgreiðslu og ömur- lega þjónustu ófullkomins fólks sem misskilur gróflega hlutverk sitt. / 44 VIKAN 13.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.