Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 60
KALÍFORNÍU
VIÐTÖL VIÐ SIGURJON SIGHVATSSON HJA PROPAGANDA FILMS OG
KAUPENDUR FRÁ SAMBÍÓUNUM, HÁSKÓLABÍÓI OG LAUGARÁSBÍÓI
Á Blaða-
maöur
Vikunnar
á Ameri-
can Film
Market.
C3
<J~>
OO
Það færist í vöxt með
hverju árinu að íslenskir
viðskiptamenn fari á er-
lendar kaupstefnur. Margur
mörlandinn horfir öfundaraug-
um á þá sem njóta þessara
„fríðinda“ en flestir sem til
þekkja vita að hér er ekki um
neinar skemmtireisur að
ræða. Yfirleitt er stærðin á
þessum vörusýningum slik að
ekki er nokkur leið að komast
yfir að skoða allt sem boðið er
upp á, gera tilboð og skrifa
undir samninga, nema með
því að vera á þönum allan
sólarhringinn. Menn koma þvf
gjarnan dauðþreyttir heim eftir
ferðir þessar og hafa ekki séð
neitt annað í útlandinu en
endalausa sölubása og loftið
fyrir ofan rúmið í hótelher-
berginu þar sem þeir búa.
Mikill meirihluti kvikmynda,
sem gerðar eru um þessar
mundir, er með ensku tali og
flestar eru framleiddar f
Bandaríkjunum. Annars vegar
eru þær fjármagnaðar og
dreift af risafyrirtækjunum í
Hollywood og hins vegar af
AFMA (American Film Mark-
eting Association) sem er fé-
lagsskapur 110 sjálfstæðra
framleiðenda en höfuðstöðvar
félagsins eru í Los Angeles.
Meginmarkmið þess er að
halda árlega kaupstefnu fyrir
aðildarfélaga sfna og að efla
vöxt og viðgang framleiðslu
þeirra um heim allan.
Kvikmyndaiðnaðurinn er
eitt áhrifamesta mótunarafl
nútímamenningar en aðeins
tíminn getur leitt f Ijós gildi
þessara áhrifa. Hergagna-
framleiðsla er eini atvinnuveg-
urinn sem skapar Bandaríkj-
unum meiri útflutningstekjur
en skemmtanaiðnaðurinn og
á síðasta ári voru brúttótekjur
af kvikmyndum aðildarfélaga
AFMA meira en fjórar billjónir
dollara.
Ameríska kvikmyndakaup-
stefnan (American Film
Market) er haldin seinni hluta
vetrar í Los Angeles og í ár
þyrptust þangað hátt á annað
þúsund kaupendur frá 52
löndum í leit að þvf riýjasta á
kvikmyndamarkaðinum. Til að
kynna vörur sínar skiptu tvö
hundruð og fimmtíu söluaðilar
á milli sín jafnmörgum svítum
f hinu stórglæsilega Loews-
hóteli við ströndina í borgar-
hverfinu Santa Monica. Her-
bergiskostnaður seljendanna,
sem taka þátt í ráðstefnunni,
er frá hálfri til fimm milljóna ís-
lenskra króna en hún stendur
í níu daga. Þetta er þó aðeins
brot af þeim kostnaði sem er
fólginn f að þreyta herbergjun-
um í skrifstofur sem búnar eru
öllum fullkomnustu tækjum.
Gestir kaupstefnunnar
greiða 50.000 hver í aögangs-
eyri þannig að hún fer að
mestu framhjá almenningi í
kvikmyndaborginni. Engu að
sfður eru alls konar ævintýra-
menn innan um kaupahéön-
ana að reyna að verða sér úti
um ný sambönd í kvikmynda-
heiminum þannig að heildar-
fjöldinn er hátt ( tíu þúsund
þátttakendur.
Kaupendurnir fara á milli
herbergja og skoða sýnishorn
úr kvikmyndum sepn eru á
mismunandi skeiðum fram-
leiðslunnar en stundum eru
menn að kaupa hugmyndir að
myndum sem eru bara til á
pappírnum. Það eina sem þeir
vita um væntanlega kvikmynd
er kannski hver leikstýrir henni
og hver fer með aðalhlutverk-
ið. Þetta getur raunar verið
nóg til að þeir vilji tryggja sér
myndina í samkeppninni við
aðra kaupendur.
Hugmyndin að AFM, eins
og kaupstefnan er ( daglegu
tali kölluð í kvikmyndabrans-
anum, varð til fyrir þrettán
árum þegar Lee Rich, eigandi
Lorimar kvikmyndafyrirtækis-
ins, sem er eitt af stærstu
sjálfstæðu framleiðslufyrirtækj-
unum, bauð nokkur hundruð
viðskiptavinum sínum víðs
vegar úr heiminum til dvalar á
einu af hótelum sínum til að
skoða nýjustu myndirnar sín-
ar. Það varð til þess að aðrir
framleiðendur áttuðu sig á því
að hægt væri að fá kaupend-
urna til að koma til sín að
skoða framleiðsluna og upp
úr því var AFMA stofnað.
FLÓAMARKAÐUR
EÐA VEÐBANKI
Sólin skein á heiðskírum
himninum og ferskt sjávarloft
barst frá ströndinni þegar
undirritaður heimsótti þessa
stærstu kaupstefnu kvik-
myndaiðnaðarins á fallegum
„sumardegi" í febrúar síðast-
liðnum. Andrúmsloftið í and-
dyri Loews-hótelsins var hins
vegar eins og sambland af
flóamarkaði og veðbanka,
stöðugur kliður frá sölumönn-
um og kaupendum sem voru
að spá ( spilin hvert sem litið
var.
Eftir að hafa troðið marvað-
ann í þvögunni um stund
heyrði ég mann tala íslensku
við félaga sinn sem var sam-
tímis að öskra eitthvað á
móðurmálinu í símann. Þar
voru komnir þeir félagar
Gunnar Gunnarsson og
Snorri Hallgrímsson hjá
Myndform en á hinum endan-
um á línunni var Grétar Hjart-
arson í Laugarásbíói. Eftir
stutt samtal þurftu þeir félagar
að fara á fund en ég hitti þá á-
samt Hirti Grétarssyni við
sundlaug hótels þeirra
nokkrum dögum síðar. Þeir
hafa farið á AFM árlega frá
1985 og segja kaupstefnuna
svipaða kvikmyndahátíðinni í
Cannes og Mílanó sem þeir
hyggjast heimsækja síðar á
árinu. „Helsti munurinn er að
hér er meira af arnerískum
myndurn en evrópskurn á hin-
um,“ segir Snorri. Gott sam-
starf er á milli Laugarásbíós
og Myndforms, að sögn
Gunnars, en Myndform ein-
beitir sér að myndbandaút-
gáfu.
„Það sem við erum aðal-
lega að leita að eru stórmynd-
'ir en aðeins örfáar eru í boði
og samkeppnin um þær mikil.
Það er hægt að fá nóg af
kvikmyndum sem gerðar eru
fyrir myndbönd en helst fest-
um við kaup á þeim í pakka
með stóru myndunum. Yfirleitt
kaupum við myndbandatitlana
frá Skandinavíu og þá er mest
um spennu- og grínmyndir að
ræða. Myndirnar sem við sýn-
um í þfó verða að hafa þekkta
leikara og leikstjóra eða hafa
hlotið verðlaun á kvikmynda-
hátíðum.
Dagarnir á ráðstefnunni
fara í að ganga á milli sölu-
aðila og horfa á sýnishorn úr
myndunum en stærstu mynd-
irnar eru ekki komnar á fram-
leiðslustigið þannig að einu
upplýsingarnar, sem maður
hefur, eru nöfnin á leikurun-
7v
60 VIKAN 13.TBL. 1993