Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 63
Peters Greenaway sem geröi
The Cook, The Thief, The
Wife and Her Lover og fyrir-
tæki hennar sé dæmi um aö-
ila sem Háskólabíó hafi góö
samskipti við.
„Ég veit að einhverjir ís-
lendingar eru aö reyna að fá
hana til samstarfs um fram-
leiöslu á mynd en þegar ég
spurði hana í gær mundi hún
ekki hver það er. Hún sagðist
ætla að skoða málið vel en
hún er hörkudugleg og er
meðal annars lika með
iyndir pólska leikstjórans
iVajda.
Það er misjafnt hvað við
festum kaup á mörgum mynd-
um á svona kaupstefnum.
Stundum er það engin en get-
ur fariö upp í tíu til fimmtán
myndir. Kaupstefnan er frekar
lélég i ár að mínu mati en það
kemur til af því að mikið af
myndunum eru það stutt á
veg komnar að of snemmt er
að veðja á hvort þær verða
góðar eöa ekki. Að vísu tók
ég þá ákvörðun að festa
kaupa á Little Buddha sem
leikstýrt er af Bernardo Ber-
tolucci sem gerði meðal ann-
ars Síðasta keisarann. Þetta
er ein af „heitufcýndunum á
um markaði en það er
svo miktneynd yfir henni að
ert er sýnt úr henni. Ég
bind vonir við myndina því ég
þekki framleiðandann og hef
lesið handritið. Little Buddha
er eina stóra myndin sem við
erum búnir að ganga frá en
síðan erum við komnir með
nokkrar minni myndir. Það erl
of snemmt að segja til um
fleiri myndir én sumir samn-
ingarnir eru ennþá í burðar-
liðnum. Við verðum raunar
með Reel McCoy sem er
nýjasta myndin með Kim Bas-
inger en fleiri myndum þori ég
ekki að lofa.“
- Ertu að leita að myndum
fyrir myndbandamarkaðinn
líka?' H
„Já, vissulega. Háskólabió
er með myndbandaútgáfu
sem skiptist ,í tvær deildir.
Önnur er í samvinnu við
Laugarásbíó og það eru ein-
göngu myndir frá UIP sem er
dreifingarfyrirtæki fyrir MGM,
Universal og Paramount. Síð-
an erum við með okkar eigin
myndir sem við kaupum sýn-
ingar- og myndbandarétt á
eða eingöngu myndbandarétt-
inn. í þeirri deild gefum við út
sjötiu myndir á ári þannig að
það er líka leitað á þeim mið-
um á markaðinum þó við
í'fé'ggjum ekki eins mikla á-
herslu á myndböndin."
- Hafa gæði kvikmyndanna
á AFM breyst mikið með auk-
inni myndbandavæðingu?
„Það hefur breyst þannig
að dýru myndirnar eru dýrari í
framleiðslu en lægri upphæð-
um er nú varið í meðalstórar
myndir og á þetta bæði við
um myndir sem eru gerðar
fyrir kvikmyndahús og mynd-
bandamarkaðinn. Það virðist
vera meiri samdráttur á mynd-
bandamarkaöinum en aðsókn
að kvikmyndahúsum hefur
haldið stöðugleika á íslandi
síðastliðin tvö til þrjú ár á
meðan vídeóið minnkar um
tíu til tuttugu prósent á ári. Ég
held að ástæðuna sé að finna
í aukinni samkeppni, gervi-
hnattasjónvarpi og kannski er
þetta vegna efnahagsá-
standsins."
Þórir Einarsson, félagi Friö-
berts úr stjórn Háskólabíós,
kemur nú að borðinu okkar og
það er kominn tími til að
takast á við verkefni dagsins.
HUGMYNDIN AD AFM
KOMIN FRÁ ÍSLANDI
Skömmu síðar hitti ég Árna
Samúelsson og syni hans, Al-
freð og Björn, hjá Sambíóun-
um í anddyri kvikmyndamark-
aðarins. Það er eins og
stressið, sem fylgir kaupstefn-
unni, smiti út frá sér því ég
hafði ekki tíma til að staldra
við og tala við þá. Við hittumst
þess I stað daginn eftir yfir
hádegisverði á Hamburger
Hamlet í Beverly Hills. Árni
sagði að ferð þeirra væri ekki
einungis heitið á AFM heldur
væru þeir einnig á leiðinni á
Show West kaupstefnuna í
Las Vegas en þangað færu
þeir yfirleitt á hverju ári til að
kynna sér það nýjasta í rekstri
kvikmyndahúsa.
„Seinna í dag ætlum við
einmitt að hitta kvikmynda-
húsaeigendur frá meginlandi
Evrópu sem hafa áhuga á að
skoða það sem við höfum
verið að gera á íslandi en bíó-
in okkar hafa vakið athygli fyr-
ir tæknileg gæði og gott
skipulag. Við höfum verið að
þróa skipulagið hjá okkur og
lært mest af reynslunni í því
sambandi. Meö því að fara á
Show West og fleiri kaup-
stefnur í þeim dúr höfum viö
kynnst fjölmörgum aðilum í
tengslum við þessi mál og vit-
um nákvæmlega hvert við
eigum að leita til lausnar á
þeim vandamálum sem kunna
að koma upp við hönnun og
endurnýjun á kvikmyndahús-
um. Síðan eru það íslenskir
verktakar heima sem sjá um
framkvæmdirnar fyrir utan
einn liðinn sem við þurfum
sérfræðinga að utan til að
leysa.
Við höfum verið með á AFM
frá upphafi og fyrst þú spyrð
um það get ég sagt þér það til
gamans að ég á hér góðan
AÁrni
Samúels-
son og
synir hans
voru á
leiöinni á
Show
West
kaupstefn-
una í Las
Vegas.
13. TBL. 1993 VIKAN 63