Vikan


Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 23

Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 23
I mikla fordóma gagnvart Sví- um en þeir áttu svo sannar- lega eftir að hverfa. Norður- landabúar eru yfirleitt mjög lík- ir, sama frá hvaða landi þeir eru og engin ein þjóð betri en önnur. Við áttum mjög auðvelt með að tala saman og töluð- um eins konar skandinavísku sem er blanda af norsku, sænsku og dönsku en enska var aldrei notuð." í Finnlandi bjó Ólöf meö norskum strák sem einnig var að vinna þar á vegum Nord- job. Nord-job sér um að út- vega sínu fólki húsnæði og oftar en ekki eru tveir eða fleiri látnir búa saman. Það er einmitt hluti af starfi Ólafar hér heima að útvega Nord-jobur- um húsnæði og hún segir að það komi af og til upp vanda- mál þegar ólíku fólki er komið fyrir í sama húsnæöi. Þau vandamál er þó oftast hægt að leysa enda veit fólk hvað bíður þess þegar það ræður sig í Nord-job og veit að það þarf að vera opið fyrir öllu nýju og aðlagast breyttum aðstæð- um. Síðasta sumar fékk Ólöf vinnu í Norðurlandahúsinu í Færeyjum í gegnum Nord-job. Af hverju í ósköpunum valdi hún Færeyjar? Það getur varla verið mjög spennandi fyrir íslending að fara til Fær- eyja. „Mér þótti það einmitt mjög Við vorum nfu sem vorum á vegum Nord-job í Þórshöfn og bjuggum öll saman á stúd- entagarði. Þó aö við héldum mikið hópinn kynntist ég einnig mörgum Færeyingum og var farin að tala færeysku reiprennandi eftir þrjá mán- uði." [ Færeyjum kynntist Ólöf kærastanum sínum sem er sænskur og var aö vinna á vegum Nord-job í Þórshöfn sama sumar og hún. Hún flutti með honum til Svíþjóðar og síöasta vetur var hún að læra listasögu i háskólanum í Upp- sölum. Hún segir að þess vegna langi sig til aö vera á ís- landi á sumrin og er eins og áður sagði að vinna hjá Nord- job í Reykjavík. Starfsemi Nord-job er viða- mikil. Á vorin er valið úr þeim umsóknum sem berast en ís- land er mjög vinsælt meðal er- lendra Nord-jobara. Þv( næst þarf að útvega vinnu og hús- næði fyrir þá sem eru væntan- legir til landsins. Ólöf segir að yfirleitt gangi greiðlega að út- vega vinnu hér á landi. Sömu fyrirtækin óski eftir aö fá Nord- jobara ár eftir ár því reynslan af þeim sé yfirleitt mjög góð. Krakkarnir vita að þeir þurfa að vinna sína vinnu vel þó að hún sé ekki alltaf mjög skemmtileg og eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig í þennan stutta tíma. Á hverju ári fer starfsmaður frá Nord-job í ýmis fyrirtæki á landinu og kynnir starf samtak- anna. Atvinnurekendur eru yfir- leitt mjög skilningsríkir varðandi þessa starfsemi og gera sér grein fyrir að ekki er hægt að senda íslendinga út í Nord-job ef við getum ekki tekið á móti kvöld. Þau eru í Hlaðvarpanum á miðvikudagskvöldum og eru öllum opin. Þar eru ýmis skemmtiatriði og þjóðlegar veit- ingar, svo sem Finlandia vodka og þorskur að hætti Norð- manna. íslenskunámskeið er einnig haldið til að létta Nord-joburun- Það eru líkast til fáir sem hafa kynnst norrænu samstarfi eins vel og Ólöf, en hún hefur búiö á íslandi, í Færeyjum, Noregi, Finnlandi og Sviþjóö. Þessa mynd tók hún í Færeyjum. spennandi. Flestir íslendingar vita svo lítið um Færeyjar og margir voru hneykslaðir á mér að ætla þangað. Sjálf vissi ég lítið um landið og komst að því að það er allt ööruvísi en ég hafði búist viö. Það var mjög gaman að vera í Færeyjum og ekki spillti fyrir að ég var í mjög skemmtilegu starfi. Ég sá til að mynda um að taka á móti ferðamönnum sem komu I Norðurlandahúsið, sýna þeim húsið og veita ýmsar upplýsingar um Færeyjar. Nord-jobarar glaöir og ánægöir aö vinnudegi loknum. öðrum í staðinn. Bændur hafa einnig sóst eftir aö fá Nord- jobara í vinnu og alltaf er tölu- verður hluti af umsækjendun- um sem óskar eftir sveitastarfi. Samdráttur í atvinnulífi bæði hér og annars staðar á Norður- löndum hefur þó sett svip sinn á starf Nord-job. Þar sem sífellt reynist erfiöara að útvega vinnu erlendis hefur verið tekin upp svonefnd skiptivinna en í því felst til dæmis að íslending- ur, sem hefur vinnu hér heima, getur samið viö atvinnurek- andann um að hann taki á móti erlendum Nord-jobara í staðinn fyrir viðkomandi sem fær þá umsvifalaust loforð um vinnu erlendis. Nord-job gerir fleira en að út- vega vinnu og húsnæði því allt sumarið er skipulögð dagskrá á vegum samtakanna. Þaö er farið í útreiöartúra, sjóstanga- veiðar, fjallgöngur, útilegur og margar aðrar ferðir, auk þess sem haldin eru sérstök þjóðar- hafa kynnst Nord-job og lætur Nord-job vel af bæði dvöl sinni í Finn- fyHrýms- landi og í Færeyjum þó sú síð- um skoö- arnefnda hafi verið enn unar- og_ skemmtilegri. Eins og hún seg- sKemmti- ir er hægt að láta sig hafa að vinna hvaða vinnu sem er ef veríö aö félagsskapurinn er góður og skoöa frítímanum vel varið. □ fuglaiífiö í Færeyjum. um lífið hér á íslandi og Ólöf segir að flestir sem koma hing- að til lands séu mjög ánægðir enda geri Nord-job á íslandi allt til að gera gestunum dvölina sem auðveldasta og skemmti- legasta. Ólöf fór sem skiptinemi til Þýskalands fyrir nokkrum árum og segir að ekki sé hægt að líkja þessu tvennu saman. „Sá sem er skiptinemi býr hjá fjöl- skyldu sem setur hugsanlega ýmsar skorður, hann er í skóla og er kannski bara sextán ára. Þegar unnið er á vegum Nord- job getur fólk hagað sér eins og það vill og gert næstum því hvað sem er. Þaö eina sem þarf að hugsa um er að sinna vinnunni vel.“ Það fer ekki á milli mála að Ólöf er hæstánægð með að co O 70 o cz 70 8' 70 C= O' co co 70 13.TBL. 1993 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.