Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 45
gildi sínu sem afleiðing af stöðugum rangtúlk-
unum annarra barna á persónu viðkomandi.
Við erum flest mjög varnarlítil þegar kemur að
því að einhverjir leggja okkur í einelti. Þaö er
því viturlegast fyrir Hebu að leita drengnum
faghjálpar og efla sjálf að auki öryggi hans og
réttmætt sjálfsmat.
STRENGIR SAMSKIPTA ROFNA
Heba finnur að hún er alltaf að fjarlægjast
manninn meira og meira og nú er svo komið
að hún er orðin fráhverf honum í flestum tilvik-
um. Hún vill sem sagt ekkert með manninn
hafa lengur og þess vegna slítur hún smátt og
smátt á þá strengi eðlilegs samneytis við
hann sem hún getur og treystir sér til. Vissu-
lega verður þetta að teljast eðlilegt þó það
þýði alls ekki að hún geti ekki unnað mannin-
um. Hann er núna á valdi fíkna sem draga
persónu hans niður og gera hann ómerkileg-
an og ábyrgðarlausan. Það út af fyrir sig ætti í
raun að vera nóg til að Heba líti svo á að
þetta samband sé nánast dauðadæmt, að
minnsta kosti í bili og síðar ef ekkert breytist.
VALDNÍÐSLA OG SIÐLEYSI
Eitthvað fær hana til að reyna að klóra í bakk-
ann og það er, þegar dýpra er skoðað, býsna
dýru verði keypt þegar geðheilsu hennar er
ögrað og sálræn og tiifinningaleg heilsa barn-
anna er í stórhættu. Það segir sig sjálft að
eiginmaðurinn óreglusami hefur alltof mikið
vald yfir þeim heima og hann á hreint ekki að
komast upp með slíkt. Enginn siðfágaður ein-
staklingur lemur konuna sína og jafnvel börn.
Það gera einungis valdniðingar og óvenju
drottnunargjarnir einstaklingar og siölausir.
VANÞROSKI OG FÓTAÞURRKUR
Ef þeim líðst slikt má segja að þeir séu valda-
miklir í vanþroska sem verið er að viðhalda og
auka með því að gefa þeim færi á slíkri hegð-
un rugls sem hlýst alltaf af misnotkun á vímu-
efnum og andlegu sem líkamlegu ofbeldi. Eða
eins og þægilega undirlægjan sagði eitt sinn
eins og af tilviljun I góðra vina hópi: „Elskurn-
ar mínar, ef einhverjum hefur dottið í hug
að ég sé einhver sérstök undirlægja, þá
má sá hinn sami fara að vara sig. Ég er
það alls ekki enda var ég ekki send niður
til jarðarinnar til þess að gerast einhver
fótaþurrka fyrir mína nánustu. Ég hef
skyldur við mig og ætla að rækta þær og
efla sem fyrst.“
Með vinsemd,
Jóna Rúna
SÁLFRÆÐINGUR OG SÁÁ
Ef við íhugum það sem ellefu ára drengurinn
er að kljást við er það ekkert smávegis. Heba
lagar það ástand ekki ein I því óveðri sem
hvín I heima fyrir. Hún á umsvifalaust að snúa
sér, drengsins vegna, til skólasálfræðings og
bera þennan mikla vanda undir hann. Hún á
jafnframt að leita eftir upplýsingum hjá SÁÁ
um hvernig best sé að reyna að fá manninn til
að leita sér faglegra hjálpar, til dæmis á þeirra
vegum og fara I því skyni I meðferð á afvötn-
unarstöð SÁÁ.
MISLITIR SAUÐIR
Það er I raun erfitt að hvetja Hebu til þessa
vegna þeirra leiðinda sem það hefur þegar
kostað hana að þurfa að leita sér utanaðkom-
andi hjálpar. En hvað á að gera ef barnafjöl-
skylda er I kreppu og ástandiö á heimilinu er
óviðunandi? Best væri fyrir Hebu að horfa
fram hjá þeim hroka eða þeim aðdróttunum
sem hún kann að fá framan I sig á þessari
göngu því slíkt getur alls staðar hent I sam-
skiptum við aðra og þarf ekki opinbera starfs-
menn til. í mannlífinu eru vitanlega mislitir
sauöir innan um og saman við. í flestum tilvik-
um eru þeir sem þarf að leita aðstoðar hjá
bæði greiðviknir og göfuglyndir þó að Heba
hafi allt of oft upplifað þvert á móti.
ÞROSKASKERTIR
OG SKAMMSÝNIR
Hvers kyns ofbeldi á heimili er mikil
og erfið þraut fyrir börn og ekkert
grín að vinna þau út úr þannig
reynslu, þó eldri og þroskaðri
væru en börn Hebu og mannsins
eru. Sú fyrirmynd sem býr I of-
beldismanninum er hörmuleg og
alröng siðferðislega fyrir börn
sem eru að mótast. Það er því
ekkert sérstaklega skrýtið þó litli
drengurinn og hin líka eigi við
einhverja samskiptaörðugleika
að stríða og eins og dragi að
sér vandræði frá ófullkomnu
fólki, Frá þeim streymir bók-
staflega óöryggið og kolvit-
laust sjálfsmat. Einelti er fá-
viska og er oftast tilkomið
vegna þess að þeir sem
það ástunda eru gungur
og ónæmir einstakling-
ar. Þeir skilja sjaldan
eða aldrei sjónarmið
þeirra sem þeir ofsækja
með aðferðafræði eineltisins
enda þroskaskertir og skamm
sýnir.
ÓÖRUGGUR OG
ÓFÉLAGSLYNDUR
Barn sem verður fyrir
þannig áreitni skóla-
félaganna getur aldrei
annað en oröið erfitt
heima fyrir. Einhvers stað-
ar verður vont að vefja sig út
úr sálar- og tilfinningalífi þess
sem fyrir því hefur orðið eða
verður. Þolandi stöðugs eineltis
verður smátt og smátt það óöruggur
með sig og ófélagslyndur að til vand-
ræða verður að teljast. Eins getur
skapast sjálfsútskúfun gagnvart mann-
13.TBL. 1993 VIKAN 45