Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 18
verk Nellifer drottningar í
myndinni Land faraóanna. Þar
fékk einn yfirmanna Twentieth
Century Fox augstað á henni
og fastréð hana til fyrirtaekis-
ins. Þar með fór leiðin að liggja
upp á við.
„Ég var
einum of
lausmál í
sambandi
við á-
kveðna
hluti í
ástarlífi
mínu,“
segir Joan
Collins í
þessu
einkaviö-
tali viö
Vikuna.
HEIMSKAR, KYN-
ÞOKKAFULLAR
STELPUR
Fjöldi hlutverka kom í kjölfarið
en flest voru það sem Joan
vill kalla „veggfóðurshlutverk"
- að vera fallega stúlkan sem
bara stendur þarna í gömlu
búningunum hennar Susan
Hayward. Þrátt fyrir þessa
skoðun hennar var hún í
m ö r g u m
metnaðarfull-
um hlutverk-
um og lék
mjög ólíkar
persónur, allt
frá rolulegri
senjorítu til
s k i p r e i k a
nunnu. Samt
sem áður
fannst henni
hún alltof oft
valin í sams-
konar hlutverk og vegna þess
lenti henni æði oft saman við
yfirmenn sfna. Hún taldi sig
sífellt vera að leika heimskar,
kynþokkafullar stelpur.
„Það getur hreinlega eyði-
lagt feril hverrar konu að vera
í hlutverkum heimskra kvenna
í heimskulegum myndum,“
segir Joan. „Mig langar ekki
að vinna við eitthvað sem mér
finnst ekki borga sig og er þar
að auki ekki eftir mínum
smekk."
Eitt af ógeðfelldari hlutverk-
unum að hennar dómi var hlut-
verk hennar sem vergjörn
kvenréttindakona í kvikmynd
sem byggð var á leikriti D.H.
Lawrence, Sons and Lovers.
Joan neitaði að mæta í tökur á
einu atriðinu og létu yfirmenn
Twentieth Century Fox hana
ekki fá launin sín í átta vikur.
Þeir létu hana lofa að Ijúka
tveimur myndum áður en
samningum við hana yrði sagt
lausum. Hún sagði að þessar
myndir hefðu verið það slæm-
ar að hún vonaði að enginn
hefði séð þær.
Vel var fylgst með Joan
Collins á þessum tíma, jafnt á
hvíta tjaldinu sem í einkalíf-
inu. Það vakti töluverða at-
hygli þegar hún skildi við
fyrsta eiginmann sinn,
Maxwell Reed, árið 1957 eftir
fimm ára hjónaband. Það sem
ávallt tryggði henni athygli var
að hún var síður en svo hátt-
vfs í framkomu. Fékk hún
mörg og skrautleg viðurnefni,
var kölluð breska sprengju-
varpan, hitabeltispakkinn og
fleira í þeim dúr.
Joan Collins var mikið út á
lífinu í Hollywood á þessum
tíma og var í nokkrum sam-
böndum með þekktum mönn-
um eins og leikaranum Sydn-
ey Chaplin, hóteljöfrinum
Nicky Hilton og um tíma var
hún trúlofuð Warren Beatty.
„Ég var mjög saklaus og ó-
þroskuð stúlka þegar ég kom
fyrst til Hollywood. Fyrir unga
stúlku var þetta tilfinningaleg-
ur frumskógur," segir Joan.
„Þegar ég lít til baka finnst
mér ég hafa komist býsna vel
í gegnum hann.“
Hún er Ifka sannfærð um
að orðspor sitt sem lista-
manns hafi sloppið ótrúlega
vel. „Ef á heildina er litið var
megnið af þeim myndum sem
ég lék í á þessum árum ekki
neitt sérstakar en ég fékk
hlutverk í nokkrum mjög góð-
um myndum. Þær fengu góða
dóma og það átti sinn þátt í
að halda mér á floti sem
þekktum listamanni. Stað-
reyndin er samt sú að ég er
fær um að leika miklu fjöl-
breyttari hlutverk en flestir
halda."
SNERI SÉR AÐ
BLÁUM MYNDUM
Hún varð atvinnulaus í
Hollywood upp úr 1961 og
hélt þá aftur til Englands til að
leika aðalhlutverkið í Bob
Hope/Bing Crosby myndinni
The Road to Hong Kong. Eftir
það ætlaði hún sér að halda
leikhúsferli sínum áfram í
Bretlandi. Ekki fer þó allt eins
og ætlað er og í stað þess
giftist hún breska leikaranum,
söngvaranum, lagahöfundin-
um og sviðsstjórnandanum
Antony Newley. Fór giftingin
fram 27 maí 1963. Hann hafði
samið marga frjálslynda og
mjög vinsæla söngleiki.
Næstu árin helgaði Joan
Collins sig fjölskyldunni,
manninum og börnunum
þeirra tveimur, Tara Cynara
og Alexander Anthony sem
alltaf hefur verið kallaður
Sacha. Það var ekki fyrr en
árið 1967 að hún var tilbúin
að leika aftur og fyrstu mynd-
irnar hennar eftir þetta hlé
voru Warning Shot, Can
Heironymus Merkin Ever For-
give Mercy Humppe og Find
True Happiness. Þær fengu
þá dóma að vera smekklaust
rugl og sjálfmiðaður uppspuni,
saminn og leikstýrt af eigin-
manni Collins, Antony
Newley. Hún lék einnig í
fjölda framhaldsþátta í sjón-
varpi og meðal þeirra má
nefna The Man from
U.N.C.L.E., Star Trek, Bat-
man, The Virginian og
Mission Impossible.
Eftir að Joan skildi við Ant-
ony Newley árið 1970 settist
hún enn einu sinni að í
London og fór að fást við
„aðra hluti'1 eins og hún vill
kalla það. „Ég opnaði diskó-
tek, fór að stússa í innanhúss-
hönnun, sjónvarpsþáttum og
fleiru," segir Joan.
Hún lék samt sem áður í
fjölda kvikmynda og var alltaf
að vinna. Það fór hins vegar
ekki að snúast verulega á
gæfuhliðina fyrir henni fyrr en
hún lék í myndinni The Stud
undir handleiðslu eiginmanns
síns, Ronald S. Kass, en hon-
um hafði hún gifst árið 1972.
Hann hafði verið með hljóm-
plötufyrirtæki og snúið sér að
kvikmyndagerö. Ronald fram-
leiddi The Stud en handritið
var byggt á sögu systur Joan,
Jackie. Myndin fjallar um í-
þróttamannslegt kynlíf ungs
eiganda diskóteks og
vergjarna konu hans sem
Collins leik.
The Stud gerði það nokkuð
gott peningalega og þetta var
í fyrsta sinn sem Joan hafði
einhverja peninga að ráði á
milli handanna. Gagnrýnend-
ur kölluðu myndina „ódýra
kynlífssýningu" en hún gaf
samt af sér milljónir dollara
„og nafnið Joan Collins varð
aftur þekkt" eins og hún segir.
- Hvernig stóð á því að þú
snerir þér að léttbláum mynd-
um?
„Ég gerði mér einfaldlega
grein fyrir því að ég var allt f
einu orðin fertug. Ég leit vel út,
mér fannst ég vera góð leik-
kona, betri en fólk sagði mig
vera og því ákvað ég að not-
færa mér það. Fólk hafði alltaf
veitt útliti mínu meiri athygli en
því sem ég var að gera. Ég
vildi halda frægðarferlinum á-
fram og ég birtist aftur fyrir
augum almennings með því
að fara úr öllum fötunum í því
sem kalla má bláar myndir.
Það varð til þess að ferillinn
hélt áfrarn," segir Joan.
DYNASTY
Þrátt fyrir að hún héldi áfram
að leika í bláum myndum tók
hún einnig að sér hlutverk í
annars konar myndum og gat
sér nokkuð gott orð, vann
meira að segja nokkur verð-
laun fyrir aukahlutverk. Nefna
má myndirnar The Big Sleep
og rómantísku grínmyndina
Sunburn. Hún lék einnig í vin-
sælum framhaldsmyndaflokk-
um í sjónvarpi eins og Bar-
etta, Police Woman, Switch
og Fantasy Island.
Árið 1981 var Joan Collins
ráðin til að leika í sjónvarps-
þáttaröðinni Dynasty. Ætlunin
var að bæta með því svolitlu
af kynþokka og slægð f þætt-
ina. Lék hún Alexis Carr-
ington, fyrrverandi eiginkonu
olíubarónsins Blake Carr-
ington frá Denver. Collins lýsir
Alexis sem undirförulli og
samviskulausri konu, að vissu
leyti með samsvörun við J.R.
Ewing í Dallas-þáttunum.
„Hún var ófyrirleitin, metnað-
argjörn og samviskan ekki
hreinni en flór. Þetta hlutverk
var frábært,11 segir Joan. „Það
sem ég var að reyna að gera
með þessu var að færa þess-
ar glæsilegu konur, sem við
sjáum stöðugt á hvíta tjaldinu,
yfir í sjónvarpið.11
Persónan J.R. Ewing færði
Larry Hagman alþjóðlega
frægð og Alexis Carrington
gerði slíkt hið sama fyrir Joan
Collins. Samt sem áður hafði
hún ekki mjög háar hugmynd-
ir um frægð í sjónvarpi. Jafn-
vel þótt hún fengi tólf þúsund
ástar- eða hatursbréf á viku
vissi hún að frægðin er fall-
völt.
„Maður er kannski aðalum-
ræðuefni bandarísku þjóðar-
innar þennan mánuðinn en
getur verið gleymdur þann
næsta. Ég gerði mér grein fyr-
ir því og það truflaði mig ekki
neitt,11 segir Joan. Vegna
þessa hefur hún alltaf verið
opin fyrir öðru og ekki treyst á
velgengni sfna í Dynasty. Hún
gerði meðal annars margmillj-
óna dollara samning við
Revlon snyrtivörufyrirtækið og
hefur verið talsmaður þess og
auglýsingafyrirsæta um skeið.
Joan Collins hefur alltaf
verið þokkafull kona og litið
vel út. Hún hefur stór grængrá
augu, dökkbrúnt hár og mjög
Ijósa húð. Hún er um 170
sentfmetrar á hæð og reynir
að halda sér um 55 kílóa
þungri með því að borða
heilsusamlegan mat og gera
líkamsæfingar í litlum leikfimi-
sal sem hún hefur komið sér
upp á heimili sínu. Hún hefur
gefið út forskriftina að góðu
útliti í bók sem heitir The Joan
Collins Beautybook.
Þegar hún vann að Dyna-
sty-þáttunum var vinnudagur-
inn gjarnan fjórtán tímar
þannig að hún hafði hvorki
mikinn tíma fyrir íþróttaiðkun
né til að sinna áhugamálum
sínum sem eru Ijósmyndun og
söfnun antikmuna. Hún segist
18VIKAN 13.TBL. 1993