Vikan


Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 38

Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 38
Allir vita hversu hörmu- legar afleiðingar stríð- ið í fyrrum Júgóslaviu hefur haft fyrir íbúana þar. Sumir tala um þjóðarmorð og útrýmingu Serba á múslimum í Bosníu. Við erum að verða ónæm fyrir fréttamyndum í sjónvarþi á hverjum einasta degi, sundurskotið fólk liggur í valnum, brunarústir og eyði- legging, sultur og vosbúð, grátur og tár. Engin alþjóða- samtök virðast þess megnug að stöðva brjálæðið þó að það eigi sér stað fyrir framan nefið á okkur. ▲ Hope heimsækir Alan og móöur hans tvisvar í viku. Hon- um leiö ekki vel þennan dag, haföi miklar kvalir í fætinum. Fórnarlömb þessa stríðs eins og allra annarra eru sak- lausir borgarar, karlar, konur og börn. í Bosníu er ástandið þannig að þeir sem ekki hafa þegar misst lífið hafa verið innikróaðir allslausir eða hraktir á flótta. í Bonn í Þýskalandi starfar félagsskaþur sem kallast „Heilung hier fur bosnische Kinder“ eða „Lækning hér fyrir bosnísk börn“. Þetta eru frjáls samtök kirkjufélaga og ein- staklinga sem taka að sér slösuð og sjúk börn frá Bosn- íu og veita þeim læknishjálp og hæli um sinn. Hope Millington er kennari og blaðamaður og starfar með þessum samtökum. Hún bjó hér á landi um nokkurra ára skeið og starfaði meðal annars sem klippari hjá Sjón- varpinu. Hún er gift Guðna Bragasyni, fyrrum fréttamanni á sömu stofnun en núverandi sendiráðsritara við sendiráð íslands í Bonn. Á ferð sinni um Þýskaland á dögunum slóst tíðindamað- ur Vikunnar í för með Hope í einni af mörgum heimsóknum hennar til bosnískra skjól- stæðinga sinna á sjúkrahús- um í Bonn. Þá voru þar í borg sextán illa slösuð börn á aldr- inum eins til fjórtán ára sem þegar voru komin undir lækn- ishendur fyrir tilstilli samtak- anna og von var á fjörutíu til viðbótar þennan sama dag. í bílnum á leiðinni til sjúkra- hússins var Hope beðin um að skýra frá tildrögum þess að hún fór að starfa með samtökunum. FÓR TIL ZAGREB „í nóvember sá ég sérstak- lega óhugnanlegar myndir í sjónvarpinu af atburðunum í Bosníu. Þær liðu ekki úr huga mér. Ég hugsaði með mér að eina leiðin til þess að sjá hvað í raun og veru væri að gerast væri að fara á staðinn. Eg var í sambandi við bandaríska konu, Betsy Dribben. Hún hafði líka mikinn áhuga á að fara og heimsækja flótta- mannabúðir múslima í Za- greb. Ákveðið var að við fær- um saman og ynnum síðan að því að miðla sem flestum af reynslu okkar. Þess vegna tókum við myndbandstökuvél með okkur. Ég hafði ýmsar hugmyndir um hvernig við skyldum haga heimsókninni enda hef ég unnið bæði sem blaðamaður og fyrir sjónvarp og þóttist því vita hvað til þyrfti til þess að vekja athygli fólks. Ég stakk upp á að við heimsæktum tvennar búðir - annars vegar þær sem hýstu karla sem ný- komnir væru úr fangabúðum Serba í miðri Bosníu og hinar þar sem einkum væru konur og börn. Við knúðum einnig dyra á barnasjúkrahúsi. Hluti af því efni sem við tók- um upp var sent til íslands, til Stöðvar 2. Á myndunum kom meðal annars það fram sem benti til þess að þetta fólk myndi ef til vill þurfa að svelta til dauða um veturinn ef ekkert yrði gert því til hjálpar. Þess vegna lá á að koma skilaboð- um til sem flestra. Mér voru líka fengnar í hendur myndir sem aldrei höfðu komist út fyrir raðir múslima. Þær sýndu öm- urlegt líf fólks sem hafðist við í skóginum og hafði ekkert ann- að að leggja sér til munns en kartöflur. Þetta efni klipptum við niður og sendum til mikil- vægra aðila í Sviss og til sjón- varpsstöðvar í Bretlandi. Einnig sendum við efni til Bandaríkjanna.“ VARÐ AÐ GERA EITTHVAÐ „Eftir þessa ferð í nóvember talaði ég við bandaríska konu hér í Bonn, Barböru Fromm. Hún starfar fyrir áðurnefnd líknarsamtök, „Heilung hier fur bosnische Kinder". Það er markmið samtakanna að veita aðstoð sína án tilstillis opin- berra aðila. Af þeim sökum er eingöngu gert ráð fyrir frjáls- um framlögum einstaklinga og stofnana til að greiða hvers konar útgjöld sem þessu fylgja, á borð við sjúkrahús- og lækniskostnað. Börnunum er komið fyrir hjá fjölskyldum ásamt einni fylgdarmanneskju heiman frá þeim. Jafnframt skuldbinda samtökin sig til að aðstoða fólkið við að komast aftur til heimkynna sinna um 38 VIKAN 13.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.