Vikan - 07.10.1993, Síða 41
„Þessi gáta á ekki viö mig,“ sagði heims-
maðurinn Sir Henry Clithering. „Ég er viss um
að lausin felst í einhverju lögfræðilegu
bragði."
„Þvert á móti,“ sagði Petherick. „Þvert á
móti. Þetta er sanngjörn og einföld ráðgáta.
Þú mátt ekki láta fröken Marple hafa áhrif á
þig. Hún horfir á hlutina með sínum eigin
augum.“
„Við ættum að geta leyst gátuna," sagði
Raymond West svolítið pirraður. „Staðreynd-
irnar eru í það minnsta til staðar. Fimm mann-
eskjur snertu umslagið. Spragghjónin hefðu
greinilega getaö fiktað eitthvað við það en
það er jafnvíst að þau gerðu það ekki. Þá eru
þrjár manneskjur eftir. Með brögðin, sem
töframenn geta beitt til að blekkja augað, í
huga tel ég að Georg Clode hefði getað tekið
bréfið úr umslaginu og sett annað í, á meðan
hann hélt á frakkanum úr öðrum enda her-
bergisins í hinn.“
„Eg held aö það hafi verið María,“ sagði
Joyce. „Ég held að þjónustustúlkan hafi
hlaupið niður og sagt henni hvað átti sér stað
og hún hafi svo náð sér í annað blátt umslag
og einfaldlega skipt á umslögum."
Sir Henry hristi höfuðið. „Ég er ósammála
ykkur báðum," sagði hann hægt. „Þess háttar
gera töframenn á sviði og einnig í skáldsög-
um en ég held að þetta tækist ekki í alvörunni
- sér í lagi þar sem vökul augu Pethericks
vinar míns fylgdust með. En ég hef sjálfur
hugmynd - sem er ekkert meira en hugmynd.
Við vitum að prófessor Longman hafði komið í
heimsókn en verið mjög þögull. Því má álykta
að Spragghjónin hafi viljað komast að því
hvaö prófessornum fannst. Ef Símon Clode
hefur ekki sagt þeim frá því, sem er mjög lík-
legt, þá getur verið að þau hafi misskilið það
þegar hann geröi boð eftir Petherick. Ef til vill
trúðu þau því aö Símon hefði verið búinn að
gera erfðaskrá sem var Eurydice Spragg í
hag en í þessari væri hún gerð arflaus að
nýju, sökum einhvers sem prófessor Long-
man hefði sagt - eða þá að Philip Garrod
hefði haft áhrif á Símon með því að nefna
kröfur skyldmenna hans. Ef þetta er rétt skul-
um við gera ráð fyrir aö frú Spragg hafi verið
tilbúin að skipta um blað. Það gerir hún en
Petherick kemur inn i stofuna þegar hún er í
miðju kafi svo hún hefur engan tíma til að lesa
skjalið heldur flýtir sér aö eyðileggja það í eld-
inum til öryggis ef lögfræðingurinn myndi upp-
götva stuldinn."
Joyce hristi höfuðið ákveðin.
„Hún hefði aldrei brennt það án þess að
lesa það fyrst."
„Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki
nógu góð lausn," sagöi Sir Henry. „En getur
ekki verið að - ég á við - aö Petherick hafi
hjálpað til...“
Þetta var hlægileg uppástunga en litli lög-
maðurinn virtist vera móðgaður.
„Mjög ósmekkleg tillaga," sagði hann
hörkulega.
„Hvað hefur Pender læknir um málið að
segja?“ spuröi Sir Henry.
„Ég get ekki sagt að ég hafi neinar skýrar
hugmyndir. Ég held að annað hvort Spragg-
hjónanna hljóti að hafa skipt um blað og ef til
vill hefur Sir Henry rétt fyrir sér hvað varðar
tilefnið. Ef hún las ekki erfðaskrána fyrr en
Petherick fór þá hefði hún verið í dálítilli klípu
því hún færi varla að játa á sig að hafa skipt á
blöðum. Það er mögulegt að hún hafi sett
SAKAMÁLA-
SAGA
EFTIR
AGÖTHU
CHRISTIE
blaöið á meðal skjala Símonar Clode, þar
sem það myndi finnast eftir andlát hans. Ég
veit samt ekki hvers vegna það fannst þá
ekki. Það gæti þó verið að þjónustustúlkan,
Emma Gaunt, hafi fundiö það og eyðilagt þaö
af óverðskuldaðri tryggð við vinnuveitendur
sína.“
„Ég held að lausn Penders læknis sé sú
besta hingað til,“ sagði listamaðurinn Joyce
Lempriére. „Jæja, Petherick. Hefur hann rétt
fyrir sér?“
Lögmaðurinn hristi höfuðið.
„Ég ætla bara að halda áfram þar sem ég
hætti áðan. Ég hafði á sínum tíma ekki meiri
hugmynd um rétta lausn en þið hafið nú. Ég
held að ég heföi líklega aldrei getað giskað á
lausn gátunnar en ég fékk að vita rétta svarið.
Það var mjög snjallt.
Ég fór í mat til Philips Garrod um það bil
mánuði síðar og þegar við spjölluðum saman
eftir matinn minntist hann á áhugavert mál
sem hann hefði nýlega frétt af. „Mig langar að
segja þér frá því, Petherick - að sjálfsögðu í
fullum trúnaði.“
„Að sjálfsögðu," svaraði ég.
„Vini mínum, sem hafði búist viö arfi frá ein-
um ættingja sinna, brá mjög þegar hann frétti
að sá ættingi ætlaði að arfleiöa manneskju
sem átti engan rétt á því. Ég verð að viður-
kenna að vinur minn grípur stundum til dálítið
ófyrirleitinna aðgerða. í húsinu var þjónustu-
stúlka sem studdi lögmætu erfingjana af heil-
um hug. Vinur minn gaf henni skýr fyrirmæli.
Hann lét hana fá fullan blekpenna sem hún
átti að setja I skúffu í skrifborðinu I herbergi
húsbónda síns en ekki í skúffuna þar sem
penninn var venjulega. Ef húsbóndinn bæði
hana um að vera vott að undirskrift á einhvers
konar skjali og bæði hana um að rétta sér
pennann sinn átti hún ekki að láta hann fá
réttan penna heldur þennan sem leit alveg
eins út. Meira þurfti hún ekki að gera. Þetta
voru einu fyrirmælin sem hún fékk. Hún var
trygg manneskja að eðlisfari og gerði það
sem henni hafði verið sagt.“
Philip hætti frásögninni og sagöi við mig:
„Ég vona að þér leiöist ekki, Petherick."
„Alls ekki,“ sagði ég. „Þetta er mjög áhuga-
vert.“
Við horfðumst í augu.
„Þú þekkir auövitað ekki vin minn,“ sagði
hann.
„Auðvitað ekki,“ svaraði ég.
„Þá er þetta allt í lagi,“ sagði Philip Garrod.
Hann hikaði og sagði brosandi: „Skilurðu
hvað ég á við? Penninn hafði verið fylltur með
bleki sem hverfur - sterkjuupplausn í vatni, að
viðbættu joði. Útkoman er dökkblár vökvi en
það sem skrifað er með honum hverfur algjör-
lega eftir fjóra eða fimm daga,“ sagði hann.“
Fröken Marple hló lágt.
„Blek sem hverfur," sagði hún. „Ég þekki
það. Hve oft lék ég mér ekki að því á mínum
yngri árum.“
Hún leit á alla sem voru viðstaddir en hikaði
þegar hún kom að Petherick og benti á hann
ávítandi.
„Þessi gáta þín fól samt í sér nokkurs konar
gildru,“ sagði hún. „Eitt sinn lögfræöingur..." □
Ragnar Jónasson þýddi þessa sögu fyrir Vikuna
úr ensku (Motive v. Opportunity).
„Ég held við getum afskrifaö strax þann möguleika að þjónninn hafi gert þaö!“
20. TBL, 1993 VIKAN 41