Vikan


Vikan - 07.10.1993, Page 52

Vikan - 07.10.1993, Page 52
bætt út í hakkið og svolitlu vatni og loks er allt sett út ( pottinn góða sem nú er aftur tekinn til handargagns. Næst er tómötunum og safanum úr þeim komið fyrir í pottinum. Baunirnar eru síðast settar út í kássuna og öllu blandað vel saman. Þá er komið að kókosmjölinu. Lokið er nú sett á pottinn og kássan látin krauma í eina klukkustund. Steinseljunni er ekki bætt út í fyrr en rétt áður en rétturinn er borinn fram. Ef einhver vill hafa hann blautari má bæta svolitlum tómatsafa eða rauð- víni út í. Berið fram með góðu brauði - annað þarf ekki. □ Hér er um að ræða upp- skrift fyrir sex manns. Rétturinn er vel þekkt- ur á meðal margra fjölskyldna hér á landi en á uþþruna sinn að rekja til suðlægra landa. Margir krydda hann frjálslega - eða eins og hver þolir. 400 g rauðar nýrnabaunir 2-3 msk. ólífuolía 2 stórir laukar 3 myndarlegar gulrætur 3 sellerístönglar 2 hvítlauksrif 400 g nautahakk 3 tsk. kanill 3 tsk. chiliduft (sumir láta minna, aðrir meira) 400 g niður soðnir tómatar 75 g suðusúkkulaði 2 msk. vatn salt slatti af ferskri steinselju slatti af kókosmjöli (hand- fylli) Baunirnar eru lagðar f bleyti daginn áður. Skolið þær síðan vandlega fyrir suðu. Gott er að vera búinn að sjóða þær áður en eldamennskan hefst að öðru leyti. Sjóðið baunirnar í ósöltu vatni en látið chiliduft- ið út í. Hitið ólífuolíuna á góðri pönnu. Steikið síðan laukinn, selleríið og gulræturnar þang- að til allt er orðið meyrt. Setjið þetta í pott og geymið innan seilingar. Næst er hakkið steikt hæfi- lega, saltað eftir smekk og annað krydd sett í það - kanil- duftið, hvítlauksrifin (kramin). Bæta má við chilidufti eftir því sem hver og einn vill. Suðusúkkulaðinu er nú CHIU CON CARNE 52 VIKAN 20.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.