Vikan - 01.08.1994, Síða 14
borgarskóla í spurninga-
keppni framhaldsskólanna.
Hvernig gekk það?
„Við komumst í undanúr-
slit fyrsta árið en duttum út á
sanngjarnan hátt. Annað ár-
ið vorum við slegnir út úr úr-
slitaviðureigninni vegna mis-
taka. Þar var spurt að gjald-
miðli Lúxemborgar. Ég hafði
lesið um morguninn að lúx-
embúrgískur franki væri
bundinn við belgískan franka
og svaraði því belgískur til
að hafa svarið nákvæmt en
það var ranglega dæmt
rangt. Þriðja árið fórum við
aðeins í átta liða úrslit en
komumst aftur I úrslitaviður-
eignina fjórða árið. Þar fór-
um við á taugum og töþuð-
um.“
Ertu mikill keppnismaður?
„Já, ég hef alltaf sótt i
keppni. í dyravörslunni
keppum við meira að segja
um að sleppa við að vinna.
Þ.e.a.s. komast hjá því að
henda fólki út.“
Hvernig kanntu við dyra-
vörsluna?
„Heldur er ég nú orðinn
þreyttur á því eftir fjögur ár,
að meðaltali aðra hverja
helgi. Þetta er lýjandi til
lengdar þótt lítið sé um áflog
því gestirnir eru mjög rólynd-
ir og þægilegir."
Karatekarlar og aðrir bar-
dagaíþróttamenn mega ekki
beita brögðum sínum utan
íþróttarinnar. Það gildir ekki
um glímumenn?
„Nei, við erum ekki ofur-
seldir því!“
Orri stundar það á átaka-
velli íslenskrar glímu að
koma mönnum úr jafnvægi.
Á öðrum vígvelli hefur hann
undanfarin ár barist við að
koma fótunum undir sjálfan
sig. Hvernig gengur í pólitík-
inni?
„Svona upp og ofan. Ég
tók þátt í þrófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Hafnarfirði fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar
og stefndi á 10. sæti en náði
því 13.
Hins vegar byggist þátt-
taka mín í stjórnmálum ekki
ins heitir Skarphéð-
inn Orri Björnsson.
Hann er 23 ára, einhleypur,
barnlaus og býr í foreldra-
húsum í Hafnarfirði. „Ég bý
með beltinu," segir hann.
Orri hóf að æfa glímu 15 ára
og hefur stundað hana síð-
an. Hann skipaði 13. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði fyrir síðustu sveit-
astjórnarkosningar, náði
langt í spurningakeppni
framhaldsskólanna, stundar
■ Það er því ekki að
ástæðulausu sem margir
hafa haldið að glíman sé
bara fyrir sérvitringa.
Helsta vandamálið er að
þeir, sem að þessum málum
hafa staðið, eru sjálfir ekki
nógu stoltir af glímunni.
nú nám í Háskólanum og er
dyravörður á Sögu. Við byrj-
um á að spjalla um glímuna.
„Ég held að íslendingar
hafi haft einhverja minni-
máttarkennd gagnvart glím-
unni og yfirleitt því sem ís-
lenskt er. íslenska glíman
hefur þó mótast hér innan-
lands í aldanna rás. Ég hef
farið víða um heiminn, kynnt
glímuna og kynnst erlendum
fangbrögðum en hef aldrei
fengið þessa tilfinningu
gagnvart glímunni."
Standið þið vörð um þjóð-
erni hennar?
„Já, glíman er mjög tækni-
lega þróuð þannig að við
höfum takmarkað svigrúm.
Það er einna helst í vörninni
sem hún hefur þróast og ég
tel að við eigum að taka inn
þær nýjungar sem bæta
íþróttina. Ég var til dæmis lé-
legur varnarmaður lengst af
en hef tileinkað mér varnar-
tækni sem ég hef séð á ferð-
um mínum erlendis og bætt
mig verulega.
Ég hef lengi stefnt á sigur
í Íslandsglímunni og þess
vegna var mjög góð tilfinning
að sigra núna. Það var ekki
síst sætur sigur að leggja
Jóhannes Sveinbjörnsson.
Ég skoðaði fyrri glímur okkar
á myndböndum og vissi ná-
kvæmlega hvað ég þyrfti að
gera. Eina ráðið er að koma
honum á ferð og leggja síð-
an á hann bragð sem nægir
til að koma undan honum
fótunum. Það tókst mér
núna í fyrsta sinn. Ég slapþ
einnig við meiðsl í vetur og
gat því æft mjög vel.“
Hver er staða íslensku
glímunnar meðal annarra
íþróttagreina og gagnvart al-
menningi?
„Glíman er í mikilli sókn.
Ég er að vísu ósáttur við
hvernig Glímusambandið
hefur staðið að kynningu og
fræðslu um glímuna. Upp-
bygging á ímynd hennar er
t.a.m. ekki nógu markviss.
Það er því ekki að ástæðu-
lausu sem margir hafa hald-
ið að glíman sé bara fyrir
sérvitringa. Helsta vanda-
málið er að þeir, sem að
þessum málum hafa staðið,
eru sjálfir ekki nógu stoltir af
glímunni. Með nýja menn við
stjórnvölinn gætum við orðið
vitni að þátttökusprengingu í
glímunni."
Tekurðu virkan
þátt í glímupólitíkinni?
„Ég hef töluvert gagn-
rýnt glímuforystuna, verið
svona nokkurs konar „fúll á
móti“, en einnig lagt fram
hugmyndir sem nú eru að
líta dagsins Ijós í fram-
kvæmd. Dómaramálin hafa
verið í miklum ólestri síðast-
liðin ár en eru nú á „bata-
vegi“. Dómararnir voru teknir
að eldast og sjónin að dapr-
ast, einkum þegar þeirra
menn áttu í hlut. Ég hef nú
tekið dómarapróf sjálfur og
dæmt á síðustu mótum
þannig að ég sit ekki bara og
ríf kjaft.“
Gætirðu hugsað þér að
glíma erlendis?
„Það er ekki útilokað og
mjög áhugavert. Til dæmis
eru ólymþísku fangbrögðin
mikil íþrótt. Síðan hef ég
glímt m.a. í Sviss og á
Kanaríeyjum. í Sviss keppti
ég í fangbrögðum sem heita
„Swingen" og þar var vel
bústinn göltur í fyrstu verð-
laun. Og á stærstu mótunum
er keppt um kynbótanaut
sem metin eru á hálfa milljón
króna.“
Og hvað eiga menn að
gera við þessa undaneldis-
gripi?
„Reyna að pranga þeim
inn á einhvern bónda í ná-
grenninu, býst ég við. Þetta
voru allt of verðmiklar skepn-
ur til að borgaði sig að slátra
þeirn."
Nú að hinu andlega und-
aneldi. Þú stundar nám í
stjórnmálafræði?
„Já, ég hef alltaf haft mik-
inn áhuga á stjórnmálum
þannig að þau fræði liggja
þokkalega beint við. Ég hef
líka velt námi í ferðamála-
fræðum fyrir mér.“
Þú varst 4 ár í liði Flens-
14 VIKAN 6. TBL. 1994