Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 22

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 22
KVIKMYNDIR Sam Waterson fer meó hlut verk eiginmannsins í mynd- inni „Serial Mom“. Kathleen Turner fer á kost- um í hlutverki móóurinnar í „Serial Mom“. sé þetta hlutverk hennar í myndinni þaö langfurðuleg- asta sem hún hafi farið með og handrits að slíkri mynd sé ekki að vænta frá neinum öðrum en meistara John Waters. í myndinni leikur hún dæmigerða bandaríska húsmóður sem virðist vera eins fullkomin og hið þræl- bónaða eldhúsgólf hennar. Lífið er eins hnökralaust eins og hugsast getur en það kemur í Ijós að hún er gjör- samlega geggjuð þegar farið er að kafa dýpra í persónu- leika hennar. Staða fjölskyidunnar í samfélaginu er í hærri kant- inum þar sem eiginmaður- inn, sem leikinn er af Sam Waterston, er vel metinn tannlæknir, börnin tvö á tán- ingsaldri góðir námsmenn og vel hugsandi og er fjöl- skyldan umkringd skilnings- ríkum og hjálpsömum ná- grönnum. „Hennar stærsti veikleiki, ef veikleika er hægt að kalla,“ útskýrir Kathleen, „er að hún getur alls ekki gert greinarmun á litlum pirr- andi uppákomum og lífs- Leikstjórinn John Waters vió töku kvikmyndarinnar „Serial Mom“. Hann var viöstaddur kvikmyndahátíö hér á landi fyrir nokkrum árum. „Ef ég hefði verið meira inni í því sem John Waters hefur verið að gera hefði ég vitað það strax að þetta var bara sjúklegur brandari sem hann þó samt vildi að væri tekinn alvarlega. “ hættulegum aðstæðum. Margir af þessum lítilvægu hlutum, sem fara í taugarnar á henni, verða þess valdandi að hún kemst næstum sam- stundis í það mikinn hefnd- arhug að morð verður henni engin fyrirstaða til að gera út um málin. Þegar ég fékk handritið fyrst í hendur var ég nokkuð tvístígandi. Ég var ekki viss um hvort ég ætti að taka það alvarlega eða hvort þetta væri einhverskonar sjúkur brandari. Ef ég hefði verið meira inni í því sem John Waters hefur verið að gera hefði ég vitað það strax að þetta var bara sjúklegur brandari sem hann þó samt vildi að væri tekinn alvar- lega. Ég byrjaði að lesa það yfir og síðan hugsaði ég með mér - „Hvað er að þessum náunga? Ég get ekki haldið áfram að lesa svona lagað!“ Ég lagði það frá mér og hugsaði vel og lengi. Síðan ákvað ég að taka það upp aftur og lesa áfram um leið og ég sagði við sjálfa mig. „Allt í lagi, ég les svolítið meira . . . og þá lenti ég aft- ur á einhverju fáránlegu at- riði og varð að leggja hand- ritið frá mér eina ferðina enn.“ MARGHEIÐRUÐ LEIKKONA Eftir að Kathleen Turner útskrifaðist með BFA gráðu frá háskólanum í Maryland byrjaði hún leikferil sinn á sviði f New York þar sem hún þreytti frumraun sína í leikritinu „Gemini". Þegar hún fór svo að vinna fyrir sjónvarp, byrjaði hún á því að leika í sápuóperunni „The Doctors". Fumraun hennar á kvikmyndasviðinu var hins vegar í kvikmynd Lawrence Kasdan, „Body Heat“, þar sem hún lék á móti ekki ómerkari leikara en William Hurt. Fyrir leik sinn í þeirri mynd var hún útnefnd sem „New Star of the Year“ á Golden Globe verðlaunahá- tíðinni og einnig sem besta kvenleikkonan í aðalhlut- verki af Bresku kvikmynda- akademíunni. Frægðarsól hennar tók fljótt að rísa og varð hún að- alstjarnan í myndum eins og „The Man with Two Brains", „Crimes of Þassion" og „Switching Channels“. í kjöl- farið fylgdu rómantískar grínmyndir þar sem hennar yfirvegaða en heillandi fram- koma naut sín til fullnustu eins og í „Romancing the Stone“ þar sem hún var í að- alhlutverki á móti þeim Michael Douglas og Danny De Vito. Fyrir þá mynd fékk hún einnig súpu af verðlaun- um og tilnefningum. Hún var til dæmis útnefnd besta leik- konan í aðalhlutverki bæði á Golden Globe og Los Angel- es Fiim Critics hátíðunum. Hún hélt áfram á sömu braut með þátttöku sinni í fram- haldsmyndunum „The Jewel of the Nile“. Leikur hennar í mynd Francis Ford Coppola, „Reggy Sue Got Married'1, veitti henni á ný Academy Award verðlaunin og einnig Golden Globe verðlaunin sem besta leikkonan í aðal- hlutverki og fékk hún einnig verðlaun National Board of Review. Næsta kvikmynd, sem Turner lék í, var „Prizzi’s Honor“. Þar lék hún á móti Jack Nickholson og Anjelicu Huston sem þá hafði verið kærasta Jacks til margra ára en hún er einnig dóttir Johns Huston þess fræga leikstjóra sem nú er látinn. Fyrir leik sinn í þeirri mynd fékk Turn- er enn á ný hin viðurkenndu Golden Globe verðlaun sem besta leikkonan í aðalhlut- verki. Það leikur engin vafi á því að leikferill Kathleen Turner er rósum stráður. Hún var til dæmis í aðalhlutverki á móti 22 VIKAN 6. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.