Vikan


Vikan - 01.08.1994, Side 25

Vikan - 01.08.1994, Side 25
skap Þorsteins og drottning- armanns. Veiði barst í tal um borð og þar sem fjölskylda Þorsteins á hluta af góðri laxveiðiá, Soginu, þá ákvað hann að bjóða prinsinum að koma að veiða. Þetta sama ár áttu Henrik og Margrét Þórhildur, drottning Dan- merkur, silfurbrúðkaup þann- ig að ekki varð af veiðitúrn- um. Þeir Þorsteinn héldu samt sambandi bréfleiðis. Þegar Þorsteinn var að koma frá Cognac kvik- myndahátíðinni nú nýverið fór hann með flugvél SAS flugfélagsins frá París til Kaupmannahafnar. Þá vildi svo skemmtilega til að Hen- rik prins flaug með sömu vél og þeir tóku tal saman. Þá var ákveðið að komandi sumar væri rétti tíminn til að gera alvöru úr veiðinni því Henrik átti einmitt erindi til fslands þar sem þau hjónin ætluðu að vera viðstödd fimmtíu ára afmæli lýðveldis iandsins. Prinsinn tjáði hon- um að Margrét ætlaði að fara til Grænlands í embætt- iserindum og upplagt væri því að nota tímann og skella sér i lax. Að þessum orðum sögðum kvöddust þeir og bundust fastmælum um að hafa næst samband með góðum fyrirvara að veiðitúrn- um. Þegar Þorsteinn kom heim fór hann að huga nán- ar að tímasetningunum og kom þá í Ijós að Sogið var ekki opnað fyrir veiði fyrr en tuttugasta júní en þá yrði Henrik snúinn tii síns heima. Það var því ekki um annað að velja en nálgast veiðileyfi í annarri á. Fyrir valinu var Norðurá, sem oft hefur verið nefnd drottning íslenskra laxveiðiáa. Fyrstu dagar veiðitímabilsins þar lofuðu mjög góðu þar sem um tutt- ugu laxar höfðu daglega komið á land frá því áin var opnuð. Töluverður undirbúningur var nauðsynlegur. Þrátt fyrir að maðurinn sé hinn alþýð- legasti þá gilda meðal ann- ars strangar alþjóðlegar reglur um það þegar þjóð- höfðingjar eru á ferð. Tíminn var því miður full lítill miðað við það, sem báð- ir höfðu óskað sér, en þar sem prinsinn þurfti að fara á mikilvægan fund daginn eftir var ekki um annað að ræða en að láta þennan eina dag nægja. Á ÞYRLU í VEIÐINA Þann átjánda júní átti að leggja í hann. Eðalvagn frá fyrirtækinu Eðalvögnum, svartur Kádiljákur á níunda metra að lengd, var fenginn að láni til að fara niður á Ægisgarð að norska kon- ungaskipinu til að sækja prinsinn en dönsku kon- ungshjónin gistu þar. Rauð- ur dregill lá frá skipshlið, nið- ur landgöngubrúna og út á kajann þar sem límósínan stöðvaði. Örlítil bið varð á því að Henrik prins léti sjá sig en ekki hefur verið ama- legt að doka við í morgun- sólinni fyrir framan þetta fal- lega skip og láta frískandi hafgoluna leika um vang- ann. Norskur sjóliðsforingi kom með farangur prinsins og norskir sjóliðar stóðu heið- ursvörð við innganginn í Áö viö Skerió. Þar fengu menn sér hressingu. Krásirnar á Flughótelinu í Keflavik runnu Ijúflega niður eftir ánægjulegan veiðidag. Meö prinsinum og Þorsteini á mynd- inni er Claus Haase, sérlegur aöstoöarmaöur og lífvöröur prinsins, en hann haföi komiö sama dag til landsins, ein- ungis til aö fljúga meö prinsinum heim morguninn eftir. skipið. Þegar Henrik prins birtist fóru þeir snarlega í réttstöðu, heilsuðu að her- mannasið og flautað var á blístursflautu honum til heið- urs. Hann var hress í bragði, klæddur gallabuxum, peysu og léttum jakka utan yfir og tilbúinn í veiðina. Faðir Þor- steins, Erlingur Þorsteinsson læknir, var með í för en hann er mjög kunnugur ánni eftir áratuga langan veiöiskap í ám landsins. Prinsinn var mjög hrifinn af bílnum þrátt fyrir að halda mætti að hann væri vanur slíkum farartækjum. Ferðinni var heitið út á Reykjavíkur- flugvöll þar sem þyrla beið þeirra félaga og var tilbúin til að fara í loftið um leið og komið væri á staðinn. Að sögn Þorsteins blasti landið tilkomumikið við prinsinum og öðrum farþegum í þyrl- unni þegar flogið var að morgni yfir sólgullin sundin, Esjuna, Hvalfjörðinn og upp í Borgarfjörð. DROTTNING ÍSLENSKRA VEIÐIÁA Nokkrir veiðimenn höfðu safnast saman við fyrirhug- aðan lendingarstað enda vissu þeir að von var á þess- um tigna gesti þar sem semja þurfti við þá deginum áður um skiptingu á veiði- svæðum því prinsinn hafði ekki nema einn dag til að veiða en vanalega eru menn um þrjá daga að veiðum í einu þannig að þeir ná að fiska á öllum veiðisvæðun- um. Það var fyrir velvilja þessara ágætu manna, Hall- dórs Nikulássonar veiðivarö- ar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur að Þorsteini var úthlutað bestu svæðunum, það er Stokkhylsbrotið fyrir hádegi og svæðunum neðan við Laxfoss síðari hluta dagsins. Mikill undirbúningur hafði verið fyrir þessa ferð þar sem sjá þurfti fyrir margvís- legum hlutum svo sem ör- yggismálum, flutningi, veiði- græjum, beitu, regnfatnaði, sem fenginn var hjá Max hf., og vöðlum og klofstígvélum frá Sportvörugerðinni. Við veiðarnar nutu þeir einnig leiðsagnar Jóns Ein- arssonar kaupmanns sem nýlega hafði verið í ánni. Þrátt fyrir að Jón og Erlingur, faðir Þorsteins, með alla sína reynslu, leiddu saman hesta sína varð árangurinn ekki sem skyldi og var það altalað meðal veiðimann- anna á staðnum að skyndi- leg minnkun á vatnsmagni árinnar hefði þau áhrif að laxinn yrði tregur að taka. Sama hafði gerst í nærliggj- andi ám þannig að þau veiðiholl, sem þar voru, yfir- gáfu svæðin með frekar litla veiði. Við Norðurá er eitt glæsi- FRH. Á NÆSTU OPNU Þaö var aö sjálfsögðu ís- lensk há- gæðafram- leiósla, 66 N, sem veitti skjól á þess- ari stundu. MEÐ GÓÐU FÓLKI

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.