Vikan - 01.08.1994, Qupperneq 27
hans varð. Gömul, góðlátleg
kona í rauðrósóttum kjól
með hvíta svuntu reyrða um
sig miðja, stóð við af-
greiðsluborðið og beið þess
að reiða fram þjónustu sína.
- Ósköp ert þú kuldalegur,
blessaður maðurinn. Þér veit-
ir víst ekki af kaffisopanum
aumingjanum, tautaði hún
vingjarnlega. Svona ömmu-
legt hjal yljaði Sverri til muna.
Hann pantaði kaffi og klein-
uhring. Gamla konan hækk-
aöi í útvarpinu eins og til aö
hressa aðeins upp á and-
rúmsloftið. Van Morrison með
lag sitt um brúneygðu stúlk-
una hljómaði um litlu kaffi-
stofuna. Eitt augnablik hugs-
aði Sverrir um eðalvagninn
sem átt hafði hug hans allan.
Nú reyndi hann það sem
hann gat að fá fallegu, brún-
eygðu stúlkuna upp ( bílinn til
sín. En það bara gekk alls
ekki. Bjartsýni hans frá því
fyrr um morguninn hafði vikið
fyrir hinni örgustu svartsýni.
Hann grúfði sig yfir bollann
og maulaði kleinuhringinn
daufur í dálkinn.
Gamla konan gekk að
borðinu til hans.
- Hvað er það sem hrjáir
unga manninn svo mjög?
spurði hún góðlátlega.
Sverrir leit á hana fjarræn-
um augum. Jú, það gat ekki
verið honum neitt hættulegt
að losa örlítið um þungann
og trúa henni fyrir þessari
vonlausu leit.
Hún hlustaði þögul á hann
uns hann hvíslaði til hennar
númerinu á miðanum.
Gamla konan hugsaði sig
dálítið um. Gleðiglampi kom
í augu hennar.
- Ég held ungi maður að
leit þín sé á enda. Bara að
þú hefðir komið fyrr. Ég veit
um bensínstöð hér í ná-
grenninu sem hugsanlega
gæti átt þetta númer.
Sverrir reis snöggt upp.
- Ég keypti miða þar í
morgun númer sautján eitt-
hvað. Ég veit alltént að það
var að nálgast töluna átján.
Gamla konan gekk að af-
greiðsluborðinu. Hún gerði
dálítinn uppdrátt á bréfmiða
af nærliggjandi götum og
staðsetti þar bensínstöðina
umræddu.
- Þú verður að hafa hrað-
ann á, sagði hún sigri hrós-
andi og rétti honum miðann.
Sverrir þrýsti hönd hennar í
þakklætisskyni.
Riddari götunnar hljómaði
í útvarpinu. Sverrir setti í
brýnnar og hraðaði sér út
klæddur (mynduðum mótor-
hjólagalla.
Það hafði bætt talsvert í
snjóinn og hálkan hafði auk-
ist til muna. Sverrir renndi
blint út á götuna. Hann átti
engrar undankomu auðið
þegar hátt hvisshljóð fjög-
urra hjólbarða, sem drógust
eftir hálli götunni, nálgaðist
hann óðfluga. Hann fann
höggið og síðan tómið þegar
hann hentist hátt í loft upp.
Hann baðaði út öllum útlim-
unum i örvæntingu og von-
lausri tilraun að taka af
höggið við lendinguna. Eins
og sandpoki féll hann með
háum dink aftan við bílinn.
Sverrir heyrði óskiljanlegar
raddir í fólki sem stumraði
yfir honum. Líf hans fjaraði
hægt og rólega út. Hann
neytti sinna síðustu krafta til
að sjá bílinn sem klippt hafði
á lífsþráð hans. Dauft bros
kom á varir hans er augu
hans greindu bílnúmerið.
„Átján tuttugu og einn“. □
GLÓPAGULL
6.TBL.1994 VIKAN 27