Vikan


Vikan - 01.08.1994, Page 29

Vikan - 01.08.1994, Page 29
- Þetta er skárra, sagði hann þegar hún þagnaði. - Þið brandarakall skuluð bara vera róleg og þá verður allt í lagi með ykkur. - Hvað stendur til, spurði herra Cartwright. - Haltu kjafti! sagði Geor- ge. - Clay, athugaðu hvort ekki séu allir gluggar lokaðir og gluggatjöld tyrir. Allt verð- ur að vera í lagi. - Ókey. - Þið tvö farið þarna inn í hitt herbergið. George var stór maður, um það bil 190 sm á hæð og áreiðanlega vel yfir 100 kíló á þyngd. Andlit hans var rautt og þrútið, með þykkar og svartar augabrúnir sem héngu niður fyrir andlitið eins og gardínur. Stórt ör á hökunni gerði það að verk- um að munnurinn virtist allt- af vera í skeifu. - Það er allt lokað, svo þetta verður í lagi, sagði Clay um leið og hann kom inn í stofuna. Hann var lítill og dökkur, með nærri svart hár sem var svo hrokkið að hann leit út eins og hey- stakkur. Augun voru stór og útstandandi og voru á sí- felldu flökti. Báðir mennirnir voru með byssurnar í hönd- unum. - Ókey, sagði George. - Setjist þið tvö og þegiði augnablik. Ef þið eruð ekki með neina stæla, þá meiðist enginn. Við Clay ætlum að vera hér í dag og það verður leyndarmál sem við fjögur ætlum að eiga i sameiningu. Svo í kvöld, þegar orðið er dimmt, þá förum við og þið sjáið okkur aldrei meir. En ef þið látið illa. . . hann leit á byssuna og brosti. - Þá eruð þið komin í örlítil vandræði. Skilið? - Thomas, er allt í lagi með þig? spurði Angela mann sinn. - Finnur þú ekki til þar sem hann sló þig? - ÞÖGN! George umturn- aðist. - Hvað í andskotanum heldurðu að þetta sé? Saumaklúbbur eða hvað? Ég var að spyrja hvort þú hefðir skilið það sem ég sagði! - Það er óþarfi að móðga konuna mína, sagði herra Cartwright rólega. - Við skilj- um þig fullkomlega en áætl- un ykkar stenst ekki. Þið get- ið ekki verið hér, því það koma menn hér á eftir sem ætla að flytja fyrir mig hús- gögnin mín. - Brandarakall, þú ert stór- kostlegur, sagði George. Svo hvessti hann brúnirnar. - Þá er önnur áætlun fyrir hendi. Þú sendir þessa flutningsmenn þína burtu og þar með er það í lagi. Heyrðu, þú, sagðí hann við Angelu, - hristu þig að- eins og komdu svo og gefðu okkur eitthvað að éta. Clay, fylgstu með henni. - Sittu kyrr, Angela, greip herra Cartwright fram í. - Hún er enginn þjónn, sagði hann við George, - og ég sagði ykkur að áætlun ykkar gæti ekki staðist hér. Ykkar eina von er fólgin í því að fara héðan á stundinni. - Þú . . . Þú, bölvaður skíthæll! George hrækti orð- unum út úr sér. - Hér og nú er það ég sem skipa fyrir en ekki þú! Hann lyfti hendinni til að slá herra Cartwrigjt með byssunni en hætti við það er dyrabjallan hringdi. Hann benti Clay að fara með Angelu út úr herberginu, beindi byssu sinni að herra Cartwright og hvíslaði: - Hver sem það er, þá kemur enginn hér inn. Los- aðu þig við hann - og hér fer heldur enginn úr. Dyrahjallan hringdi aftur, og herra Cartwright opnaði dyrnar örlítið. - Já? - Við erum komnir til að flytja húsgögnin þín. - Mér þykir fyrir því, en við höfum skipt um skoðun, sagði herra Cartwright. - Þið verðið að koma aftur á morgun. - Ert þú að reyna að vera sniðugur? Þú getur ekki skipt um skoðun svona allt í einu. Herra Cartwright fann byssu Georges í síðu sér. - Við verðum þá einfald- lega að afpanta ykkur í dag, sagði hann og reyndi að hafa hemil á röddinni. - En ef einhver vandræði verða með reikninginn, þá er ég fús til að horga ykkur fyrir ómakið. - Já, þú skalt sko fá að borga, það er ábyggilegt! Og þú þarft heldur ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum, því þú mátt þakka fyrir að við erum rólegir menn. - Mér þykir fyrir þessu, sagði herra Cartwright. - En við getum ekki flutt í dag, og ég biðst afsökunar á að hafa valdið ykkur ónæði. Herra Cartwright lokaði dyrunum og læsti. Hann fann að George tók byssuna frá baki hans. - Jæja, sagði George og brosti. - Þetta var nokkuð gott hjá þér, brandarakall. Þú ættir að vera leikari og það er klárt mál að þú yrðir Holly- woodstjarna á einni nóttu. Hvað gerirðu annars, ertu lögfræðingur? - Nei, ég er LSÞ - löggillt- ur skjalaþýðandi. - Heyrirðu það, Clay? sagði George um leið og fé- lagi hans kom með Angelu aftur inn í stofuna. - Brand- arakall er LSÞ. Það þýðir að hann er klár í málum. Jæja, brandarakall, sjáum hvernig þú ferð að í þessu máli. Við Clay ætlum að fela okkur hér I dag og þú bakar okkur eng- in vandræði. Ef þú kemur fram við alla aðra eins og þú komst fram við verkamenn- ina, þá verða engin læti og enginn verður drepinn - eins og nokkrir fangaverðir sem við höfum heyrt um. Rétt, Clay? - Jú, kunningi. Meðal ann- ara orða: Ég er að svelta í hel. - Þá étum við núna, svar- aði George. Hann sneri sér að Angelu en svo aftur að herra Cartwright. Hann fliss- aði. - Ef þú gætir séð á þér kyssitauið brandarakall, þá myndir þú hlæja eins og ég. Má hún alls ekki elda fyrir okkur? - Nei. - Þú ert nú meiri þrjósku- hundurinn. Er það ekki, frú LSÞ? Er brandarakallinn ekki þrjóskur? - Maðurinn minn er mjög þrjóskur, samsinnti frú Cartwright. - Einhvern tím- ann á hann eftir að fara flatt á því. - Rétt, sagði George. - Heyrðu, Clay, útvegaðu okkur einhvern mat og nóg kaffi. Ég hef sannarlega ekki áhuga á að æsa upp svona þrjóska dela. Angela settist í sófann við hliðina á manni sínum. - Hversu lengi ætlið þið að vera hér? spurði herra Cartwright. - Þangað til það er orðið dimmt. Og þvf minna sem þú veist því minna segirðu, svo það er best fyrir þig að halda kjafti. - Ég þykist vita að þið haf- ið brotist út úr fangelsi, hélt herra Cartwright áfram. - Hvers vegna völduð þið okkar hús til að felast í? - Af hverju ekki? Þú býrð á horni sem er ekki langt frá hraðbrautinni. Við urðum að vera einhvers staðar og þú varðst sá heppni. Þegiðu nú. - Gott og vel, sagði herra Cartwright. - Mig langaði bara að minna ykkur á að Herra Cartwright bað þá að koma aftur á morgun, því hann gæti ekki flutt í dag. En þeir komu aftur stuttu síðar og fleygðu táragasi inn í stofu. 6. TBL. 1994 VIKAN 29 SMÁSAGA

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.