Vikan - 01.08.1994, Side 30
SMASAGA
hvorki ég né konan mín er-
um neinar hetjur. Við förum
þess vegna á leit við ykkur
að okkur verði ekki unnið
neitt óþarfa mein.
- Okey, sagði George.
Hann beið óþolinmóður eftir
matnum og var þögull.
Heimili Cartwright-hjón-
anna var í hljóðlegu um-
hverfi og sjaldan heyrðist
hljóð utan af götunni. Menn-
irnir snæddu þögulir og
sýndu engin viðbrögð nema
þegar pósturinn gekk uþp
stéttina. Þeir fölnuðu og sátu
sem steingervingar þar til
umslag féll á gólfteppið í
gegnum bréfalúguna. Svo
- Segðu yfir-
manni þínum að
við setlum ekki
að flytja í dag
og svo nser það
ekki lengra.
fjarlægðist fótatak bréfber-
ans og byssubófarnir slöpp-
uðu af.
- Af hverju ert þú ekki að
vinna í dag? spurði George
með grunsemd í röddinni.
- Nennirðu ekkert að
vinna?
- Jú, en eins og þið vitið þá
átti á ég von á mönnum til að
flytja húsgögnin mín í dag.
Þess vegna fékk ég mér frí,
svaraði herra Cartwright.
- Og þú átt ekki von á nein-
um gestum eða svoleiðis?
- Nei. Bara flutnings-
mönnunum, eins og ég er
búinn að segja.
- Já, það er alveg rétt,
fjandans flutningsmennirnir.
Clay lá flatur á sófanum og
virtist sofa.
Allt í einu smellti George
með fingrunum eins og hon-
um hefði dottið eitthvað í
hug. - Heyrðu sagði hann,
- hvernig stendur á því að
þú færð bréf hingað ef þú ert
að flytja?
Hann beið ekki eftir svari
heldur stökk að dyrunum og
tók upp bréfið. - Þetta er
stílað á „íbúa“.
- Já, þá er það til mín,
sagði herra Cartwright og
rétti fram hendina.
George opnaði bréfið. -
Ha, ha, ha. Þetta er brand-
ari, brandarakall. Þetta bréf
er að flytja þér þann boð-
skap að á mjög auðveldan
hátt getir þú lokið við gagn-
fræðaprófið þitt heima hjá
þér á 6 mánuðum.
- Viltu láta mig fá það?
- Til hvers? Þú ert þó bú-
inn með gagnfræðaprófið.
- Já, en ef það er svarum-
slag með, þá ætla ég að
senda það til þeirra og þá
verða þeir að borga undir
það.
George leit tómlega á
herra Cartwright. - Ég næ
þessu ekki.
- Þú sagðir að ég væri
þrjóskur, sagði herra Cart-
wright. - En staðreyndin er
sú að ég hef sett mér ákveð-
in takmörk. Ég bað ekki um
að fá þetta bréf sent til mín
og ég ætla að láta þá borga,
hversu lítið sem það kann að
vera, fyrir að vera að troða
þessum óþverra inn á mig.
- Þú meinar þetta ekki, er
það?
- Jú?
George rétti honum um-
slagið með undrunarsvip á
andlitinu. - Það er alls ekki
rétt að segja að þú sért
þrjóskur, sagði hann við
herra Cartwright, - þú ert
hreinasti félagsskítur og leið-
indapúki.
Þú mátt halda það mín
vegna, sagði herra Cart-
wright.
Stuttu síðar var stór bíll
stöðvaður fyrir utan og ein-
hver kom upp stéttina.
Dyrabjöllunni var hringt og
George rak byssuna í síð-
una á herra Cartwright.
- Hver er það? sgði hann
og opnaði dyrnar örlítið.
- Við erum komnir til að
flytja, sagði ókunn rödd.
- Við verðum að fara að
drífa í þessu.
- Mér þykir fyrir því, sagði
herra Cartwright, - en ég er
hræddur um að þið verðið
að koma aftur á morgun.
- Þú veist sjálfur að það
er ekki hægt, sagði röddin.
- Við eigum að flytja fyrir
þig í dag.
- Og ég segi á morgun,
sagði herra Cartwright.
- Ég er einungis að hlýðn-
ast skipunum, sagði röddin.
- Viltu að ég segi yfirmanni
mínum hvað þú sagðir?
- Segðu yfirmanni þínum
að við ætlum ekki að flytja í
dag og svo nær það ekki
lengra.
Herra Cartwright lokaði og
læsti. George fjarlægði
byssuna. - Hvers konar fyrir-
tæki ert þú að skipta við?
spurði hann. - Éru þeir
svona harðir að þeir koma
tvisvar og heimta að fá að
flytja?
Herra Cartwright svaraði
ekki og George varð litið út
um gluggann. Allt í einu
stökk hann til hliðar með
hræðslusvip á andlitinu.
- Clay! Upp með þig!
Löggan er fyrir utanl
Nú heyrðist margfalt fóta-
tak fyrir utan og á endanum
var lamið hraustlega á dyrn-
ar.
- Opnið! Hrópaði ný rödd.
- Þetta er lögreglan!
Clay stökk upp af sófan-
um og skaut þremur skotum
í gegnum dyrnar. - Hvernig
fundu þeir okkur? æpti hann
á félaga sinn.
Þúðurreykur erti nefgöng
herra Cartwright og rétt á
eftir skutu lögreglumennirnir
í gegnum gluggann. Herra
Cartwright fann kúlurnar
þjóta allt í kringum sig og
hann þreif í konu sína og dró
hana með sér inn í eldhúsið.
í hávaðanum og ruglingn-
um öskruðu bófarnir hvor á
annan. - Við verðum að
komast héðan út! hrópaði
Clay.
- Það er ekki hægt! svar-
aði George. - Við verðum þá
að skjóta okkur út!
Skyndilega komu tveir
hlutir í gegnum stofuglugg-
ann og áður en hægt var að
snúa sér við sást ekki handa
skil í stofunni fyrir þykkri
þoku. Herra Cartwright fór
að nudda augun. - Táragas!
sagði hann við konu sína.
Rétt á eftir opnuðust úti-
dyrnar og Clay og George
hlupu út, skjótandi út í loftið.
Fyrir utan voru nokkrir lög-
reglubílar og hópur lög-
reglumanna sem svöruðu
skothríðinni. Bófarnir féllu
strax. Tveir bílar komu til
viðbótar og fleiri lögreglu-
menn komu út með vopnin í
skotstöðu.
- Ekki skjóta! hrópaði
Cartwright og tók í hendi
konu sinnar. - Við erum að
koma út!
- Hver er það? spurði einn
lögreglumaðurinn.
- Við erum að koma út!
ekki skjóta!
Um leið og þau Angela
gengu út heyrði hann einn
lögreglumanninn segja í æs-
ingi: - Þetta eru morðingj-
arnir tveir! Það er alveg ör-
uggt. Ég veit ekki hvernig
þeir komust hingað, en þetta
eru þeir!
í einum lögreglubílnum
var verið að kalla á sjúkrabíl.
Lögregluforinginn gekk til
Cartwright-hjónanna og
ávarpaði þau. - Voruð þið
að fela þessa náunga, eða
hvað?
- Nei, svaraði herra
Cartwright. - Við höfum
aldrei séð þá áður. Þeir brut-
ust inn til okkar og hafa hald-
ið okkur þar föngnum.
Ferska loftið hafði góð áhrif
á augu hans.
- Það er aldeilis, sagði
lögregluforinginn. - Við höf-
um komið vegatálmum fyrir
um allan bæ. Svo glotti
hann.
- Sennilega hefur þú rétt
til að vera vondur en þeir
vildu ekki koma hingað án
þess að hafa lögregluna
með sér. Ég meina flutnings-
mennirnir. Við komum með
lögfræðing fyrir þig. . . .
- Ég skil.
- Ja, sjáðu til, þú verður
að viðurkenna að þú ert nú
þekktur fyrir að valda vand-
ræðum, hélt lögreglumaður-
inn áfram. - Fyrst barðist þú
við lögfræðing borgarinnar
og síðan tapaðir þú málinu í
rétti. Eftir það tapaðir þú í
hæstarétti og síðan neitaðir
þú að yfirgefa húsið, svo það
leit út fyrir að við yrðum að
bera þig út.
- Já, því miður var allt útlit
fyrir það, sagði herra Cart-
wright rólega.
- Ég myndi segja að þú
værir heppinn, sagði lög-
regluforinginn. - En eins og
þú hefur sjálfsagt heyrt
margoft áður, þá verður að
rífa húsið, því nýja hrað-
brautin á að koma hér í
gegn, hvað sem þú segir -
jafnvel þó þú sért þrjóskasti
maður í heimi. □
30 VIKAN 6.TBL.1994