Vikan


Vikan - 01.08.1994, Qupperneq 33

Vikan - 01.08.1994, Qupperneq 33
þessir skjáskrattar hefðu áhyggjur af að vera lokaðir úti með rimlagluggatjöldum. Hann brosti að litríku hug- myndaflugi sínu. Hann leit á klukkuna. Það ætlaði aldeilis að taka tíma hjá Fjólu að sækja þessi gluggatjöld. Það var komið á fjórða tíma síðan hún fór að heiman. - Hvern djö. . ., Hið góða og illa háðu hat- ramma baráttu innra með honum. „Góði Daníel" varð að lúta í lægra haldi fyrir sterkum, ofsafengnum skap- brigðum hins illa. - Hver andskotinn tefur þessa kerlingarsnift. Hann tók símaskrána, fletti upp númeri verslunarinnar, hringdi þangað og sþurðist fyrir um rimlagardínurnar. Smeðjulegi afgreiðslumað- urinn varð fyrir svörum og tjáði honum að gluggatjöldin væru ósótt ennþá. Þá trylltist hann algjörlega og hellti sér yfir saklausan manninn. Að fimm tímum liðnum var Fjóla aftur kominn í verslun- ina. Hún hitti afgreiðslu- manninn sem var jafn smeðjulegur sem fyrr. Hann þrýsti hönd hennar eins og hann væri að hitta gamlan fólaga. - Svo þú ert að sækja gluggatjöldin, mín kæra. Er ekki svo? Jú það var nú ætlunin, svaraði Fjóla. Ég var bara svo óheppin að týna nótunni. Gætir þú ekki verið svo vænn að líta aðeins fram hjá reglunum og látið mig hafa þau þrátt fyrir nótuleysið? - Það er nú hið minnsta mál mín kæra. Fyrir við- skiptavini sem þig er ég op- inn í báða enda. Mikið er mér létt, svaraði Fjóla ánægjulega. Ég mun áreiðanlega láta það fréttast hversu almennilegir þið eruð. - Ekki er það nú verra, mín kæra. Smá lesendabréf væri nú best þegið. Það ætti nú ekki að verða neitt mál, svaraði Fjóla sannfærandi. - Jæja vina. Farðu nú og opnaðu bílinn. Ég ber þetta út til þín, minna má það ekki vera. Afgreiðslumaðurinn kom með gluggatjöldin og lagði þau snyrtilega í aftursætið á þílnum hennar. - Getur verið að maðurinn þinn sé eitthvað orðinn óþol- inmóður að bíða þín? spurði afgreiðslumaðurinn. - Það skil ég varla, svar- aði Fjóla forviða. Af hverju heldur þú það? - Það hringdi nefnilega maður hingað fyrir klukku- tíma síðan og spurðist fyrir um hvort búið væri að sækja gluggatjöldin. Ég vissi bara ekki hvert maðurinn ætlaði þegar ég sagði honum að svo væri ekki. Hann varð gjörsamlega trylltur í síman- um. Fjólu kitlaði í magann. - Nei það getur ekki hafa verið maðurinn minn. Þetta er ein- hver misskilningur, muldraði hún. Fjóla fann fyrir svíðandi kvíða þegar hún renndi inn á bílastæðið. Skyldi Daníel hafa misst stjórn á sér eina ferðina enn? Hún tók hluta af gardínun- um í fangið og hélt hrædd og óörugg inn í íbúðina. Daníel sat í skrifborðs- stólnum og rólaði sér brjál- æðislega fram og aftur. Augu hans voru ofsafengin og starandi. Engu var líkara en hann hefði farið hamför- um um íbúðina. - Það var þá rétt hjá mér, tæfan þín. Þú ert farin að halda fram hjá mér. Hann stökk snöggt upp úr stólnum og hristi Fjólu óþyrmilega til. Hún varð máttlaus af hræðslu og missti gluggatjöldin niður á gólfið. - Þú blekkir mig ekki með þessum ömurlegu rimlatjöld- um. Þetta eru samantekin ráð hjá þér og nýja viðhald- inu. Þið viljið bara loka skjá- skrattana mína úti svo þeir geti ekki veitt mér andans kraft til að sjá í gegnum allar lygarnar og ótrúmennskuna. Fjóla öðlaðist ofsakraft af hræðslu og ótta. Hún sleit sig lausa frá honum og hljóp út. Daníel lét sér nægja að kalla ókvæðisorð á eftir henni. Nú voru fjórir mánuðir liðnir síðan Daníel hafði verið færður í spennitreyju á geð- veikrahæli ríkisins. Hann sat álútur í stól á skrifstofu yfir- læknisins og hlustaði á ráð- leggingar hans um rétt líferni, vildi hann ekki dvelja á geð- sjúkrahúsi um ókomna fram- tíð. Lífið gæti sjálfsagt orðið svolítið einmanalegt, svona fyrst í stað, þar sem konan væri farinn frá honum. En færi hann að læknisráði og forðaðist að flækja líf sitt með ótímabærum samböndum, þá gæti hann að öllum líkind- um náð fullum bata. Daníel kveið því að fara út í lífið á ný, en eitthvað sagði honum samt að frekari vist á sþítala væri honum óþörf. Hann væri tilbúinn að takast á við lífið á nýjan leik og byrja uþþ á nýtt. Daníel fékk sér hótelher- bergi á meðan hann leitaði fyrir sér að föstum sama- stað. Leit hans bar árangur fáeinum dögum síðar. Hann fékk á leigu litla kjallarafbúð í tvíbýlishúsi í vesturhluta borgarinnar. Eigandinn var einhleyp kona á svipuðum aldri og hann og bjó hún á efri hæð hússins. Honum brá óneitanlega dálítið þegar hann hitti hana í fyrsta sinn. Hún var svo ótrúlega lík Fjólu að hann langaði helst til að faðma hana að sér. Ekki bætti það úr að eitthvað í fari einhleyþu konunnar gaf til kynna að hún hreifst af honum við fyrstu sýn. Daníel var samt ákveðinn að hlíta ráðum læknisins og halda sig frá ótímabærum hug- renningum um konur. En enginn ræður sínum nætur- stað. Konan sótti ákaflega fast á Danfel og þar sem hún minnti hann svo mikið á Fjólu leið ekki langur tími þar til þau voru komin í eina sæng. Daníel flutti í íbúðina til hennar og lífið tók smátt og smátt á sig fastar skorð- ur. Svo var það eitt sinn er þau sátu yfir kvöldverði að nýja konan hans Daníels hallaði sér aftur í stólnum og leit brosandi á hann. - Mig langar til að segja þér svolítið, sagði hún leynd- ardómsfull. Daníel leit á hana, spennt- ur á svip. Ég pantaði rimlatjöld fyrir alla glugga í húsinu ( dag, sagði hún og leit dreymin á hann. Augu Daníels skutu gneistum og andlit hans tók á sig brjálæðislegan svip. □ FINNDU 6 VILLUR Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda •uu!|oqeu9Jcjj ? umiei? u!iuo>| g jnQe>|ej je uuungeiAi > 'uuAjs jeujeujjg e jsjAnjQo jsuujQnd 'Z ‘uijjoq js ujSQpjQfg ’\. uessecj rns epuAuj iii;uj je6u!jAsjg 6. TBL. 1994 VIKAN 33 SMÁSAGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.