Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 35

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 35
inn kom. Með fjölbreyttari flóru vína á boðstólunum og lærdómsríkum ferðalögum íslendinga til útlanda hefur sjóndeildarhringurinn víkkað og þar af leiðandi hefur vín- neysla með mat tekið stakkaskiptum. Flestir drukku bara vodka og kók með steikinni og meira aö segja var mikið drukkið með matn- um. Nú er fólk farið að gera umtalsverðar kröfur um vín. Almennar drykkjuvenjur ís- lendinga breyttust líka þegar fólk fór að sækja í auknum mæli til útlanda. Drykkir eins og vodka í kók viku fyrir gini í tónik, svo dæmi sé tekið. Og smekkurinn er töluvert að „þorna", þ.e.a.s. þurrir drykkir njóta sífellt meiri vin- sælda. Þar má ennfremur líta til heilsusjónarmiða því þurrir drykkir innihalda mun minni sykur en hinir sætu, eðli málsins samkvæmt." Þáttur ÁTVR í vínflórunni er ríkur. Hvaða augum lítur Hörður þá stofnun? „Mér finnst ÁTVR ekki hafa staðið sig sem skyldi og ég held að fjölbreyttara val sé fyrst og fremst veitinga- mönnum, barþjónum og fleiri aðilum að þakka. Nú getum við sérpantað gegnum ÁTVR en það þarf í sumum tilfellum að gera með tveggja mánaða fyrirvara! Og við þurfum meira að segja að panta úr tollvöru- geymslunni með tveggja daga fyrirvara. Að vísu hefur kerfið verið betrumbætt og því hefur fólk úr meiru að velja en áður og það er gott." ALRÆMDIR GESTIR Starf þjónsins er vanda- samt og þeir þurfa að hafa sterk bein til að þola alls kyns aðdróttanir sem og að gegna hlutverki sálusorgara. Hörður þekkir þetta allt sam- an eins og handarbakið á sér. „Barþjónar vita oft alveg upp á hár hvernig á að koma fram gagnvart tilteknum við- skiptavinum. Þaö var að vísu miklu meira um þetta hér áður fyrr, til dæmis þeg- ar fastagestirnir sátu á Astrabarnum. Á þeim tíma skipaði sálfræðiþátturinn líka mun ríkari sess í starfi bar- þjónsins og mikill trúnaður 6. TBL. 1994 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.