Vikan


Vikan - 01.08.1994, Page 41

Vikan - 01.08.1994, Page 41
FRH. AF BLS. 39 komnar voru átta daga fram yfir síðasta söludag. LORAN-C OG STONEHENGE Ég tók mér langt og gott kakóstopp fyrir neðan Lor- an-C mastrið á Gufuskálum. Þar sem ég sat og borðaði afganginn af kleinunum mín- um fór ég að hugsa um flug- slysið sem varð fyrir átta ár- um eða svo í Ljósufjöllum þar sem allar fréttir af því breyttust í einhvern lofsöng um lítinn snjóbíl frá Flug- björgunarsveitinni í Reykja- vík sem hafði keyrt eftir Lor- an og fundið vélina. Það liðu ekki nema tveir dagar þar til hver einasti jeppi á landinu var kominn með a. m. k. eitt stykki Loran-C. En núna er þessi tækni orðin úrelt og engin er maður með mönn- um nema hafa sk. GPS-tæki í bílnum hjá sér, já eða bak- pokanum. Þótt enn séu til trillur sem nota þetta þá er þetta rúmlega fjögur hundr- uð metra háa mastur að verða minnismerki um úrelta tækni sem mun e. t. v. verða komandi kynslóðum jafn mikil ráðgáta og Stonehenge er okkur nú, hvað veit ég? Eftir þessi feikilegu heila- brot lagði ég af stað að nýju. Þegar ég átti um fimm kíló- metra ófarna að Hellnum mætti ég bíl sem mér fannst ég kannast við. Voru þar gömlu hjónin komin sem höfðu ákveðið að eyða hvítasunnuhelginni á Snæ- fellsnesi. Þau sögðu mér að þau ættu pantað herbergi í Ólafsvík sem mér var vel- komið að deila með þeim. Við fórum því með hjólið nið- ur að næsta bæ þar sem við fengum að geyma það til morguns. Á Ólafsvík horfði ég á feg- urðarsamkeppni íslands í fyrsta skipti á ævinni og fékk á tilfinninguna að dómnefnd- in og kynnirinn væru á tíma- kaupi, svo langdregin var hún. MINNI GÆÐI Eftir langan og góðan nætursvefn og morgunmat fórum við í bíltúr um Nesið og komum m. a. við í Dritvík og á Djúpalónssandi. Ekki fundum við aflraunasteinana fjóra: Amlóða, Hálfdrætting, Hálfsterk og Fullsterk. Ég var nú ekkert ægilega sár vegna þess því einhvern veginn grunar mig að Fjall- konan, móðir vor, hafi slak- að töluvert á gæðakröfum varðandi syni sína á síðustu árum. Um þrjúleytið var ég svo aftur sestur á bak hjólinu en gömlu héldu skoðunarferð sinni áfram. Ég kom við á Arnarstapa en hélt svo áfram eftir stutt stopp þar. Ég rúllaði á mikilli ferð niður brekkuna hjá Stapafelli og fram hjá Fróðárheiðaraf- leggjaranum þangað til mér fannst hjólið höggva eitthvað óeðlilega mikið að aftan svo ég nam staðar. Það mátti varla á milli sjá hvort var sléttara, afturdekkið eða Faxaflóinn. Það hlaut að koma að því. Tveir dagar án vandræða eru ekki inni í myndinni á ferðalögum sem þessu. Það var því um fátt annað að gera en að skipta um slöngu en ég hef alltaf aukaslöngu með mér og bæti svo þá sprungnu um kvöldið til að spara tíma. Það tók mig ekki langan tíma að skipta um slöngu en þar sem ég var nú stopp ákvað ég að fá mér kakó og taka nokkrar myndir af jöklin- um sem stóð þarna í heiðríkj- unni og teygði sig til himins. KÍNVERJAR GETA ÞAÐ! Ég lagði af stað eftir tæp- an klukkutíma og ætlaði ekki að stoppa aftur fyrr en ég kæmi að Görðum þar sem mamma og pabbi ætluðu að sofa um nóttina. En ekki hafði ég hjólað langt þegar keðjuskrattinn slitnaði aftur. Enn á ný var ég kominn með Vise-Grip-inn á loft. Nú gekk viðgerðin hraðar en í fyrra skiptið en þegar ég ætlaði að leggja af stað skaut gamla spakmælinu „kapp er best með forsjá" upp í huga mér. Hafði ég ekki sett keðj- una saman þannig að hún lá utan við gírskiptinguna að framan?! Og þar sem skrúf- an, sem „opnaði“ skipting- una var flöt, ekki stjarna, þá neyddist ég til að færa hana (skiptinguna) upp og vera bara með sjö gíra það sem eftir væri ferðarinnar. Verk- færabirgðir mínar saman- stóðu nefnilega bara af einu sexkantasetti, stjörnuskrúf- járni og tveimur föstum skrúflyklum, m. ö. o. öllu sem til þurfti nema þessu eina sem nauðsynlegt var þá stundina. Ég hélt ég myndi nú geta farið þessa fimmtíu kílómetra, sem eftir voru að Vegamótum, á sjö gírum fyrst tveir milljarðar Kínverja eru alla sína ævi í þessum eina sem fylgir þeirra hjólum. MINNIMÁTTARKENND Á JÖKLI Inn að Görðum beygði ég tæplega átta þar sem ég hitti pabba sem sagði mér þær fréttir að til stæði að fara á vélsleða upp á Snæfellsjökul klukkan ellefu daginn eftir. Mér fannst alveg ágætis hugmynd að skella sér á jök- ulinn, sérstaklega vegna þess að annars yrði ég bú- inn með túrinn klukkan tíu morguninn eftir. Ég verð að segja að mér finnst vélsleðaferðir upp á Snæfellsjökul vera mikil aft- urför í ferðamálum á íslandi. Lyktin, hávaðinn og drullan eru ekki beint það sem mað- ur býst við þegar maður horfir til Snæfellsness í kvöldsólinni frá Reykjavík. En upp fór ég. Það tók um tuttugu mínútur að bruna upp á topp. En þegar upp kom nennti ég ómögulega að labba upp á hæstu jökul- þúfuna, ekki frekar en aðrir í hópnum. Á leiðinni niður fylltist ég einhverri minni- máttarkennd þegar ég þaut fram úr göngufólki á leiðinni niður, það búið að reyna á sig til að komast upp en ég bara búinn að þrýsta þumal- fingri hægri handar á ein- hvern takka sem er kallaður bensíngjöf. En þessi sleða- ferð var ekki með öllu við- burðalaus því á einhvern óskiljanlegan hátt tókst mér að velta sleðanum. Það er ekkert gaman að neinu nema eitthvað gerist, þótt það sé bara tveggja mínútna töf við að rétta oltinn vél- sleða við, losa hann og setja í gang að nýju. HENGDI HJÓL Á BÍL Klukkan hálfþrjú lagði ég af stað í stysta áfanga hjóla- túrsins, frá Görðum að Vegamótum, um tuttugu og fimm kílómetra leið. Hann reyndist lengri í raun en á korti því eftir níu kílómetra kom lélegasti vegarkafli sem ég hef á ævi minni farið um, rúmir átta kílómetrar af stóru grjóti og óhefluðum vegi. Þarna voru einhverjar vega- framkvæmdir sem munu ekki verða kláraðar fyrr en í september. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst (svona yfirleitt). Þegar ég var búinn að hristast, að því er mér fannst í margar vikur á þessum vegarkafla, komu gömlu hjónin. Ég gerði mig ægilega lítinn og veiklulegan og sníkti far sem ég fékk. Þegar við komum á skárri veg fór ég út og hjólaði síð- asta kaflann að Vegamótum. Þar fékk ég mér samloku og appelsín, tíndi dótið af hjól- inu inn í bíl og hengdi svo hjólið aftan á bílinn. Svo settist ég upp í og hlustaði á Einar Má Guðmundsson tala um þversagnir í íslenskri skáldsagnagerð og lét eina af sniðugri uppfinningum mannsins, sprengihreyfilinn, sjá um að koma mér heim.D „Tveir dag- ar án vandræöa eru ekki inni í myndinni á feröalagi sem þessu,“ segir Heimir í frásögn sinni. En hér viröist allt vera í stakasta lagi hjá honum. HJÓLREIÐAR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.