Vikan


Vikan - 01.08.1994, Page 43

Vikan - 01.08.1994, Page 43
HANSÍNA FRH. AF BLS. 19 ÖRLAGADAGURINN 5 APRÍL 1994 „Ég veit síðan ekkert meira fyrr en morguninn eft- ir. Ég man ekkert eftir slys- inu sjálfu. Ég man eftir að hafa kallað: Komið og hjálp- ið mér, mér er svo kalt! Ég man ekkert meira frá þess- um morgni. Það er ekkert til. Mér finnst mjög skrýtið að hafa ekki heyrt neinn hvin því ég er mjög léttsvæf og verð vör við öll hljóð. Mér finnst svo skrýtið að ég skuli ekki hafa heyrt neitt né muna neitt frá atburðinum. Það kemur kannski seinna. Ég man bara eftir óskapleg- um kulda. Mér hefur verið sagt að ég hafi verið búin að krafla mikinn snjó frá mér en ég man ekkert eftir þvf. Samt finnst mér eins og að Krist- ján hafi svarað köllum mín- um en ég er ekki viss. Þetta er allt minnið. Það kemur síðan ekki aftur fyrr en síðar þennan dag. Þá sá ég að ég var stödd á sjúkrahúsinu. Eftir að það var orðið Ijóst að vonlaust var að bjarga Kristjáni voru drengirnir mínir látnir tala við mig allan tímann. Ég man eftir að hafa séð þá og mér hefur verið sagt að það hafi heldur betur létt yfir fólkinu sem var hjá mér þegar ég sagði: Viljið þið muna eftir að afpanta tímann hjá honum Haraldi, ég á að koma kortér yfir eitt! Eftir á frétti ég að þegar þessi orð komu úr munni mínum hafi viðstaddir áttað sig á því að ég hafði ekki borið neinn skaða af kuldanum." - Þegar hér er komið við sögu, vissir þú þá af ástandi eiginmanns þíns? „Nei, ég vissi það ekki. Ég bað strákana um að senda konunni í Bolungarvík minn- ingarkort. Það var það sem við hjónin höfðu verið að tala um kvöldið áður. Síðan greindu þeir mér frá því sem gerst hafði. Ég held að ég hafi ekki meðtekið það sem við mig var sagt fyrr en dag- inn eftir og ég held að ég hafi ekki enn þann dag í dag skilið þessa hluti, þetta er svo óraunverulegt. Það eina sem kom upp í huga mér var að fá að vita hvort Kristján væri illa farinn því ég vildi að börnin mín fengju að sjá hann fljótt. Ég hafði reynslu af því þegar móðir mín dó úr krabba- meini. Ég sá hana stuttu eftir að hún lést og síðan aftur eftir fimm daga. Það varð mér mikið áfall og ég gleymi því ekki á meðan ég lifi. Ég vildi því að börnin fengju að sjá föður sinn fljótt. Ég held að það hafi hjálpað þeim. Allan tímann hugsaði ég með mér að ég yrði að gera allt sem best fyrir þau til þess að áfallið yrði sem minnst. Það hefði verið hræðilegt fyrir þau ef við hefðum bæði farið en fyrst ég stóð eftir mátti ég ekki bugast.“ SAMHUGUR OG AÐHLYNNING „Það var mér mikill styrk- ur að hafa börnin mín hjá mér á sjúkrabeðinu. Þá reyndist starfsfólk sjúkra- hússins mér einnig vel. Það er alveg einstakt fólk sem starfar á sjúkrahúsinu, bæði læknar, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk. Ég get ekki ímyndað mér að fólk geti fengið betri aðhlynn- ingu en það fær hér á ísa- firði. Það var alveg sama hvort það var yfirlæknirinn eða skúringakonan, allir voru jafn elskulegir og vildu manni allt það besta. Það hjálpar manni ekki svo lítið. Þá má nefna sóknarprest- inn okkar, sr. Magnús Erl- ingsson, hann er alveg ein- stakur maður. Ég hef einnig fengið fjöl- margar hringingar sem og kveðjur og bréf. Ég hef fundið að fólk hefur hugsað til mín. Ég hef fundið mikinn hlýhug bæjarbúa sem og annarra. Ég fékk yndislegt bréf frá fyrrverandi sýslu- manni okkar, Pétri Kr. Haf- stein, og þá fékk ég bréf frá forseta vorum, henni Vig- dísi Finnbogadóttur. Maður finnur allstaðar samhug fólksins og það er ekki lítils virði.“ - Lífslöngunin. . .? „Já, hún er sterk. Ég hef oft hugsað um það af hverju hann fór en ekki ég. Ég hef enga skýringu fundið. Mér hlýtur að hafa verið ætlað eitthvert hlutverk fyrst ég var látin lifa. Kannski er það að halda utan um fjölskyld- una og það mun ég gera. Það hefur alla tíð verið mikil samheldni í fjölskyldunni og svo mun verða áfram. Lífið mun halda áfram, það verð- ur allt eins nema hvað það vantar Kristján. Það bitnar mikið á sonum mínum tveimur sem eru hér á ísa- firði. Þeir hafa orðið að axla þá ábyrgð að takast á við þau mál sem eru ókláruð.11 - Hvað með framtíðina? „Hún er alveg óráðin. Við munum byggja aftur upp f Tungudal, verði slíkt leyfi veitt. Það er enginn ótti í mér. Ég trúi ekki að svona hlutir gerist aftur á næstu hundrað árum, ég trúi því ekki. Ég hef ekki hugsað mér að hverfa frá ísafirði að minnsta kosti ekki í bili.“ HEILSAN ER LYKILLINN - Hefur slysið breytt gildis- mati þínu til lífsins? „Nei, það hafði ég upplifað áður. Það var þegar ég fékk sjúkdóm sem dró mig svo langt niður að ég hélt varla höfði. Þetta var árið 1985 en þá uppgötvaðist að ég var með fæðuofnæmi. Ég var orðin svo horuð að ég hélst varla saman og það tók mig ár að læra að borða. Þá var ég viss um að ég myndi deyja. Þetta var árið sem hann Guðmundur, sonur minn, varð stúdent. Það eina sem ég bað Guð um á hverju kvöldi var að fá að lifa fram yfir útskrift sonarins. Ég bjóst aldrei við að lifa lengur en sem betur fer rættist úr því. Þessi reynsla kenndi mér margt. Hún kenndi mér með- al annars að það er lítils virði að eiga einhverja kristals- vasa eða glingur ef heilsan er ekki í lagi. Heilsan er lyk- illinn að framtíðinni og hana kaupum við ekki fyrir pen- inga.“ - Hvernig er heilsan hjá þér í dag? „Hún er ágæt miðað við aðstæður. Þetta gengur allt eins og til stendur en þetta tekur langan tíma. Ég er mikið skorin á baki, ég er með brákaðan hryggjarlið, ég rifbeinsbrotnaði og fékk skurð á höfði auk þess sem ég fékk mikið högg á hand- legginn og er því enn dofin í þremur fingrum. Þá er ökkl- inn ekki nógu góður. Þetta tekur langan tíma og ég þarf töluverða umönnun ennþá. Ég er ágætlega hress and- lega og óttast ekki að „sjokk- ið“ komi. Ég held að fólk, sem hugsar og les gott orð, þurfi ekki að óttast. Mér finnst ég vera sterk og mér finnst ég geta tekist á við það sem ég get átt von á.“ - Áttu þér framtíðar- draum? „Ég á mér bara þann draum að sjá börn mín og barnabörn dafna. Það er það mikilvægasta hjá mér í dag.“ - Ertu sátt við lífið? „Verður maður ekki að vera það?“ sagði Hansína. Þegar hér var komið sögu var klukkan langt gengin í átta. Henni hafði verið boðið í mat til vinafólks og blaða- maður sá að henni þótti mið- ur að láta bíða eftir sér. Sím- inn hringdi. Það voru gest- gjafarnir. Þeir voru farnir að undrast hversu seint hún kæmi. Hún svaraði um hæl: Ég er að koma, elskan. Blaðamaðurinn er hættur að spyrja mig. Með það ók ég henni í matarboðið. Daginn eftir var hún komin snemma á stjá. Hún var mætt í kaffi hjá félögum sínum í Hnífs- dal. Það var kominn Sjó- mannadagur, hátíðisdagur íslenskra sjómanna. Dagur- inn á eftir var einnig hátíðis- dagur. Þá hefðu þau hjón átt 35 ára brúðkaupsafmæli. Þann dag ætlaði hún að halda hátíðlegan í faðmi fjöl- skyldunnar. □ „Þessi neynsla kenndi mér margt. Hún kenndi mér meðai annars að það er lítils virði að eiga einhverja kristalsvasa eða glingur et heilsan er ekki íiagi." 6. TBL. 1994 VIKAN 43 LÍFSREYNSLA

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.