Vikan - 01.08.1994, Page 47
KATHLEEN TURNER
FRH. AF BLS. 28
skiptir einhverju máii og hef-
ur áhrif á söguþráðinn, ann-
ars verður viðkomandi leik-
stjóri að fá einhverja aðra
leikkonu til að taka hlutverk-
ið að sér.
Hér áður fyrr voru konur yf-
irleitt mun fyrirferðarmeiri í
kvikmyndum en þær eru nú á
tímum. Frá því að ég hóf að
leika í kvikmyndum hefur
þessi iðnaður breyst mjög
mikið. Menn eru nú mun
meira að hugsa um að þeir
hafi verið að fjárfesta í stað
þess að þeir vilji endilega gera
eitthvað skapandi. Sömu sögu
er ekki hægt að segja um þá,
sem stóðu að „Serial Mom“,
því þeir höfðu mikinn áhuga á
að láta þessa mynd verða að
veruleika."
Hvort var auðveldara að
leika öll þessi drápsatriði eða
atriðin með símhringingunum?
Turner hlær um leið og
hún segir: „Símtölin voru al-
gert æði! En að öllu gamni
slepptu þá var ég við það að
komast í uppnám út af öllum
þessum morðum. Það átti
sinn þátt í því að þau voru
næstum öll tekin upp í röð til
þess að fólkið, sem kom við
sögu í þeim atriðum, þyrfti
ekki að eyða allt of miklum
tima í upptökurnar og því var
ég í því að myrða fólk dag
eftir dag þar til að því kom
að ég sagði í örvæntingu
minni við John: „Er ekki
mögulegt að þú getir gert
það fyrir mig að hafa einn
dag notalegan?"
HRÆÐILEG
LÍFSREYNSLA
Eftir að Kathleen Turner
lék Matty Valker á móti Willi-
am Hurt í „Body Heat“ var
hún búin að koma nafni sínu
tryggilega fyrir á stjörnu-
himninum og fylgdi hún
þessari velgengni sinni eftir
með leik í hverri stórmynd-
inni á fætur annarri. Myndin
„Romancing the Stone“
færði henni þann heiður að
vera valin ein af bestu leik-
konum Hollywood níunda
áratugarins. Á sama tíma
kynntist hún núverandi
manni sínum, fasteignasal-
anum Jay Weiss, en hann
hitti hún þegar hún fór á stúf-
ana að leita sér að íbúð.
„Mér líkaði ekki neitt af því
sem þeir höfðu sýnt mér,“
segir Kathleen, „þannig að
Jay tók það sem persónu-
lega áskorun að finna eitt-
hvað sem mér líkaði. Hann
ákvað að fara sjálfur með
mér að skoða en um það
sáu venjulega aðrir í fyrir-
tækinu. Ég bauð honum í
mat við þetta tækifæri og þá
fóru hjólin að snúast fyrir
okkur. Við töluðum mikið
saman og erum ekki hætt
enn. Andlegt samband okkar
er mjög gott og kynlífið líka.“
Þetta hjónaband virðist í
fyrstu vera eitthvað sem
stangast á við það sem á að
ganga. Jay er gyðingur,
fæddur í New York en Kath-
leen er heimskona, alin upp
á mörgum stöðum. Hún hef-
ur sagt það opinberlega að
þau hugsi á mjög svipaðan
hátt um hlutina almennt og
séu þannig mjög tengd.
Annað, sem tengdi þau ekki
sfður saman, var fæðing
dóttir þeirra, Rachel Ann,
sem nú er sex ára. „Ég öðl-
aðist gífurlega lífsfyllingu eft-
ir að ég eignaðist Rachel,“
segir Kathleen. „Móðurhlut-
verkið hefur fært mig inn að
miðju alheimsins og þvílíkur
léttir! Það eina, sem varpar
skugga á þetta, er sú sektar-
kennd að finnast ég ekki
vera nógu góð móðir í því til-
liti að gefa barninu ekki
nægan tíma.“
Reynt hefur á samheldni
fjölskyldunnar nokkrum sinn-
um síðustu þrjú árin. Turner
slasaðist við tökur á mynd-
inni „V.l. Warshawski“ þar
sem hún fékk þungt högg í
andlitið, nefbrotnaði og þurfti
auk þess að gangast undir
umfangsmikla aðgerð á
tanngómum. I kjölfar slyss-
ins var hún frá vinnu í nokk-
urn tíma.
Og þar með er ekki öll
sagan sögð. Eiginmaður
hennar var með Happy Land
Social Club á leigu þegar
kveikt var í húsakynnum þar
og um áttatíu og sjö manns
létu lífið. Vegna þess að
mörg fórnarlambanna kom-
ust ekki út og köfnuðu inni
var hann kærður og krafinn
um fimm milljarða dollara í
skaðabætur. Þetta var mikið
áfall fyrir fjölskylduna sem
skyndilega var orðinn mið-
punkturinn í neikvæðri, opin-
berri umfjöllun.
„Sem betur fer er þessum
hörmungatíma lokið,“ segir
Turner. „Þökk sé Guði! Við
komumst að því að fyrst við
gátum komist í gegnum
þessa miklu erfiðleika hljóta
allir vegir að vera okkur fær-
ir. Fátt er svo með öllu illt að
ekki boði nokkuð gott stend-
ur einhversstaðar og sú hef-
ur orðið raunin í þessu tilfelli
að minnsta kosti en það var
dýrkeypt!"
Eftir þessa miklu lífs-
reynslu hefur Turner þróað
með sér persónulegri lífsvið-
horf og nú segist hún meðal
annars gæta þess betur að
særa aldrei neinn vísvitandi
og reyna aldrei að hagnast á
ógæfu annarra.
Þau hjónin hafa oft rætt
um skuggahliðar þess þegar
maður er kvæntur mann-
eskju í skemmtanabransan-
um sem hefur náð mikilli
frægð eins og Turner hefur
gert. Að þessu leyti hafa þau
komist að þeirri niðurstöðu
að húmorinn er besta vopnið
gegn þeim brestum sem
hugsanlega geta komið upp.
„Karlmenn eru almennt
ekki aldir upp við það að
konan fái meiri utanaðkom-
andi athygli en þeir,“ segir
Kathleen, „Þannig að við
gerðum með okkur sam-
komulag um opinberar
uppákomur og í þvi felst að
ég get sagt - „Því miður
elskan. I kvöld ætla ég að
vera stór. Er það ekki í lagi?
Á morgun dreg ég mig svo
aftur í hlé og verð aftur í
sömu stærð og ég er nú. Þú
verður að fyrirgefa mér!
í sambandi við afbrýði-
semi og samskipti kynjanna
verður mér hugsað til þess
að ég las það um daginn í
New York Times að Demi
More og Julia Roberts væru
kynþokkafyllstu leikkonurnar
nú og ég hugsaði með mér.
Það er greinilegt að ég er
ekki lengur í þessari sam-
keppni. En ég komst einnig
að því að mig langaði heldur
ekkert til þess. Ég sé samt
ekki hvernig hægt er að bera
þessar tvær konur saman og
ekki myndi ég vilja vera bor-
in saman við þær. Það, sem
ég á hinn bóginn vil, er að
geta unnið þau verk sem
mig langar sjálfri til að leysa
af hendi, hvort heldur sem er
á sviði sem í kvikmyndum,
bæði sem leikari og leikstjóri
og ég finn að það er nokkuð
sem mér tekst.“
BRANDARI MEÐ
HVERJUM HRYLLINGI
Lokaspurningin til Kath-
leen er hvað henni finnist
vera lykilatriði í sambandi við
svartar kómedíur yfirleitt,
eins og til dæmis „Serial
Mom“ er?
„Það er mjög þröngur stíg-
ur sem verður að þræða til
að slíkar myndir gangi upp
og er jafnvægið á milli þess
hryllilega og þess fyndna
lykillinn. Til dæmis verður
áhorfendum „Serial Mom“
bæði að líka vel við Beverly
og hata hana. Það er mjög
mikilvægt að reyna að segja
brandara samhliða því sem
ofbeldi fer fram. Maður verð-
ur að fá fólk til að hlæja áður
en það gerir sér grein fyrir
að hverju það var að hlæja
og þá kemst það að því að
það hefur verið að hlæja að
einhverju sem með réttu ætti
ekki að vera hlægilegt held-
ur hryllilegt. Ef þetta tekst
hefur maður náð því að
framkalla þessa óþægilegu
tilfinningu hjá fólki þegar það
fer að spyrja sig að hverju
það hafi verið að hlæja. En
þetta er mjög vandmeðfarið
mál,“ segir þessi tignarlega
kona að lokum. Hún stendur
upp og ég tek nokkrar mynd-
ir af henni áður en hún kveð-
ur og gengur á braut. Það
situr eftir í huganum hversu
gífurlegan persónuleika hún
hafi til að bera og það skal
engan undra að hún skuli
vera svo mikilhæf leikkona
eins og raun ber vitni þar
sem hreyfingarnar og svip-
brigðin eru slík að þau
hverfa seint úr minni. □
Reint hefur rækilega á samheldni
fjölskyldu Kathleen Turner eins og
t.d. þegar klúbbhús sem eiginmaður
hennar var með á leigu brann og 87
manns létu lífið. Bótakröfurnar voru
sem svarar til 350 millj. ísl. króna.
6. TBL. 1994 VIKAN 47
KVIKMYNDIR